Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar 28. júní 2025 09:02 Ég hef vanið mig á að bera alltaf kross og eitt sinn var ég spurð:„Af hverju ertu með kross um hálsinn? Af hverju viltu minna þig á þjáningu Krists?“ Þessar spurningar komu flatt upp á mig á þeim tíma og ég var ekki tilbúin með neitt svar nema að ég væri trúuð og krossinn minnti mig á að ganga veg Krists. En hvað táknar krossinn og hvers vegna ber kristið fólk hann? Krossinn stendur fyrir mjög margt og vissulega stendur hann að einhverju leiti fyrir þjáningu Krists en minnir okkur jafnframt á að með upprisu sinni sigraði Kristur dauðann. Krossinn minnir okkur því á upprisuna og þá von sem við berum öll í brjósti, að eftir þjáningar okkar fáum við líkn og frelsi. Við þurfum ekki að bíða til dauðadags til að sleppa undan þjáningum okkar, við getum litið á allar þær þrautir sem lífið færir okkur sem tækifæri til að sigrast á og rísa upp í kjölfarið. Upprisa mannsins getur nefnilega verið í lifanda lífi, svo lengi sem maður kýs að deyja sjálfum sér og fela líf sitt í hendur Guði. Að bera sinn eigin kross merkir það innra ferli þegar maður deyr því gamla og fæðist til nýs lífs. Að deyja er að sleppa taki, ekki bara á heiminum heldur líka sjálfum sér. Með því að sleppa taki og gefa eftir frelsum við okkur undan gömlum vana og getum risið upp til nýs lífs. Fyrsta skrefið er að frelsast frá því að hugsa um sig sem fórnarlamb aðstæðna. Við lendum öll í raunum sem geta verið mjög krefjandi, ósanngjarnar og óþægilegar. En lífið er til að þroska okkur og við getum valið að taka hverri raun sem tækifæri til að læra af. Það þýðir lítið að dvelja í fortíðinni og óska að hlutirnir hefðu verið öðruvísi; að við hefðum ekki verið alin upp á þennan og hinn mátann, ekki lent í þessu slysi, ekki fallið á þessu prófi, ekki orðið fyrir þessu hræðilega ofbeldi o.s.frv. Við getum valið að læra af reynslunni og halda áfram. Það er auðveldara þegar við felum Guði líf okkar og kjósum að hafa trú, von og kærleika að leiðarljósi. Allt sem við lendum í kennir okkur og við getum nýtt reynslu okkar bæði sjálfum okkur og öðrum til góðs. Við getum kosið að bera þunga krossinn og allar þjáningarnar á bakinu eða við getum kosið að rísa upp, leyft kærleikanum að sigra og Guði að skína í gengum okkur. Táknmynd krossins getur hjálpað okkur að muna að tengja okkur við trúna, vonina og kærleikann. Lóðrétti ásinn er tenging upp til himins og niður til jarðar og lárétti ásinn tenging út til hliðanna, út til samfélagsins. Þegar við stöndum upprétt með beina handleggi til hliðanna erum við sjálf eins og kross í laginu og getum við minnt okkur daglega á að bera krossinn með reisn. Ef við sjáum fyrir okkur að við stöndum inn í krossi þá er höfuð okkar efst á lóðrétta ásnum sem minnir okkur á að tengjast daglega til himins, til Guðs. Það getum við gert með því að kyrra hugann og fara með vitundina eins hátt upp og við getum og biðja um leið ljós og nærveru Guðs að vera með okkur. Lóðrétti ásinn minnir okkur einnig á að tengja okkur niður til jarðar, tengja okkur daglega við náttúruna, hvort sem við kjósum að fara í göngutúr í frjálsri náttúru, ganga berfætt í grasinu eða sjónum, fylgjast með blómum og fuglunum, sinna garðvinnu eða borða heilnæman og hollan mat. Þegar við sjáum krossinn fyrir okkur eins og líkama okkar þá liggur lárétti ásinn með miðju sína beint í gengum bringuna, í gegnum hjarta okkar, sem minnir okkur á að tengjast kærleikanum sem þar er og leyfa hjartanu að ráða för. Við sýnum okkur kærleika með að hlúa vel að okkur bæði andlega og líkamlega. Þegar við erum sjálf í jafnvægi getum við leyft kærleikanum að streyma til annarra með faðmlagi og hlýju, með því að brosa til annarra, tala fallega við og um aðra, hvetja aðra til góðra verka og vera um leið fyrirmynd annarra. „Lífið er þjáning“, sagði Búdda og vissulega getum við litið þannig á lífið og tilveruna en boðskapur Búdda líkt og Jesú Krists var að frelsast undan þjáningunni, frelsast undan löngunum okkar og vera boðberar kærleikans. Lausnin er að sleppa takinu, gefa eftir og fela Guði umsjón með lífi okkar. Um leið og þú sleppir takinu og treystir að Guð muni vel fyrir sjá mun líf þitt breytast til góðs. Þegar þú hættir að gera allt í þínum vilja, þínum veika mætti og leyfir Guði að stíga meira inn í líf þitt muntu finna aukið frelsi til að þora að vera þú sjálf/ur, aukið frelsi til að standa á þínu máli og fylgja hjartanu. Þú munt geta brotið af þér alla hlekki og þú munt rísa upp. Berðu kross þinn með stolti. Vertu sannur boðberi kærleikans, upprisunnar og vonarinnar. Leyfðu ljósi þínu að skína, bæði þér og öðrum til góðs. Megi Guð vera með þér og blessa þig um aldur og ævi. Höfundur er kennari og rithöfundur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Mest lesið Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ég hef vanið mig á að bera alltaf kross og eitt sinn var ég spurð:„Af hverju ertu með kross um hálsinn? Af hverju viltu minna þig á þjáningu Krists?“ Þessar spurningar komu flatt upp á mig á þeim tíma og ég var ekki tilbúin með neitt svar nema að ég væri trúuð og krossinn minnti mig á að ganga veg Krists. En hvað táknar krossinn og hvers vegna ber kristið fólk hann? Krossinn stendur fyrir mjög margt og vissulega stendur hann að einhverju leiti fyrir þjáningu Krists en minnir okkur jafnframt á að með upprisu sinni sigraði Kristur dauðann. Krossinn minnir okkur því á upprisuna og þá von sem við berum öll í brjósti, að eftir þjáningar okkar fáum við líkn og frelsi. Við þurfum ekki að bíða til dauðadags til að sleppa undan þjáningum okkar, við getum litið á allar þær þrautir sem lífið færir okkur sem tækifæri til að sigrast á og rísa upp í kjölfarið. Upprisa mannsins getur nefnilega verið í lifanda lífi, svo lengi sem maður kýs að deyja sjálfum sér og fela líf sitt í hendur Guði. Að bera sinn eigin kross merkir það innra ferli þegar maður deyr því gamla og fæðist til nýs lífs. Að deyja er að sleppa taki, ekki bara á heiminum heldur líka sjálfum sér. Með því að sleppa taki og gefa eftir frelsum við okkur undan gömlum vana og getum risið upp til nýs lífs. Fyrsta skrefið er að frelsast frá því að hugsa um sig sem fórnarlamb aðstæðna. Við lendum öll í raunum sem geta verið mjög krefjandi, ósanngjarnar og óþægilegar. En lífið er til að þroska okkur og við getum valið að taka hverri raun sem tækifæri til að læra af. Það þýðir lítið að dvelja í fortíðinni og óska að hlutirnir hefðu verið öðruvísi; að við hefðum ekki verið alin upp á þennan og hinn mátann, ekki lent í þessu slysi, ekki fallið á þessu prófi, ekki orðið fyrir þessu hræðilega ofbeldi o.s.frv. Við getum valið að læra af reynslunni og halda áfram. Það er auðveldara þegar við felum Guði líf okkar og kjósum að hafa trú, von og kærleika að leiðarljósi. Allt sem við lendum í kennir okkur og við getum nýtt reynslu okkar bæði sjálfum okkur og öðrum til góðs. Við getum kosið að bera þunga krossinn og allar þjáningarnar á bakinu eða við getum kosið að rísa upp, leyft kærleikanum að sigra og Guði að skína í gengum okkur. Táknmynd krossins getur hjálpað okkur að muna að tengja okkur við trúna, vonina og kærleikann. Lóðrétti ásinn er tenging upp til himins og niður til jarðar og lárétti ásinn tenging út til hliðanna, út til samfélagsins. Þegar við stöndum upprétt með beina handleggi til hliðanna erum við sjálf eins og kross í laginu og getum við minnt okkur daglega á að bera krossinn með reisn. Ef við sjáum fyrir okkur að við stöndum inn í krossi þá er höfuð okkar efst á lóðrétta ásnum sem minnir okkur á að tengjast daglega til himins, til Guðs. Það getum við gert með því að kyrra hugann og fara með vitundina eins hátt upp og við getum og biðja um leið ljós og nærveru Guðs að vera með okkur. Lóðrétti ásinn minnir okkur einnig á að tengja okkur niður til jarðar, tengja okkur daglega við náttúruna, hvort sem við kjósum að fara í göngutúr í frjálsri náttúru, ganga berfætt í grasinu eða sjónum, fylgjast með blómum og fuglunum, sinna garðvinnu eða borða heilnæman og hollan mat. Þegar við sjáum krossinn fyrir okkur eins og líkama okkar þá liggur lárétti ásinn með miðju sína beint í gengum bringuna, í gegnum hjarta okkar, sem minnir okkur á að tengjast kærleikanum sem þar er og leyfa hjartanu að ráða för. Við sýnum okkur kærleika með að hlúa vel að okkur bæði andlega og líkamlega. Þegar við erum sjálf í jafnvægi getum við leyft kærleikanum að streyma til annarra með faðmlagi og hlýju, með því að brosa til annarra, tala fallega við og um aðra, hvetja aðra til góðra verka og vera um leið fyrirmynd annarra. „Lífið er þjáning“, sagði Búdda og vissulega getum við litið þannig á lífið og tilveruna en boðskapur Búdda líkt og Jesú Krists var að frelsast undan þjáningunni, frelsast undan löngunum okkar og vera boðberar kærleikans. Lausnin er að sleppa takinu, gefa eftir og fela Guði umsjón með lífi okkar. Um leið og þú sleppir takinu og treystir að Guð muni vel fyrir sjá mun líf þitt breytast til góðs. Þegar þú hættir að gera allt í þínum vilja, þínum veika mætti og leyfir Guði að stíga meira inn í líf þitt muntu finna aukið frelsi til að þora að vera þú sjálf/ur, aukið frelsi til að standa á þínu máli og fylgja hjartanu. Þú munt geta brotið af þér alla hlekki og þú munt rísa upp. Berðu kross þinn með stolti. Vertu sannur boðberi kærleikans, upprisunnar og vonarinnar. Leyfðu ljósi þínu að skína, bæði þér og öðrum til góðs. Megi Guð vera með þér og blessa þig um aldur og ævi. Höfundur er kennari og rithöfundur
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar