Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar 28. júní 2025 09:02 Ég hef vanið mig á að bera alltaf kross og eitt sinn var ég spurð:„Af hverju ertu með kross um hálsinn? Af hverju viltu minna þig á þjáningu Krists?“ Þessar spurningar komu flatt upp á mig á þeim tíma og ég var ekki tilbúin með neitt svar nema að ég væri trúuð og krossinn minnti mig á að ganga veg Krists. En hvað táknar krossinn og hvers vegna ber kristið fólk hann? Krossinn stendur fyrir mjög margt og vissulega stendur hann að einhverju leiti fyrir þjáningu Krists en minnir okkur jafnframt á að með upprisu sinni sigraði Kristur dauðann. Krossinn minnir okkur því á upprisuna og þá von sem við berum öll í brjósti, að eftir þjáningar okkar fáum við líkn og frelsi. Við þurfum ekki að bíða til dauðadags til að sleppa undan þjáningum okkar, við getum litið á allar þær þrautir sem lífið færir okkur sem tækifæri til að sigrast á og rísa upp í kjölfarið. Upprisa mannsins getur nefnilega verið í lifanda lífi, svo lengi sem maður kýs að deyja sjálfum sér og fela líf sitt í hendur Guði. Að bera sinn eigin kross merkir það innra ferli þegar maður deyr því gamla og fæðist til nýs lífs. Að deyja er að sleppa taki, ekki bara á heiminum heldur líka sjálfum sér. Með því að sleppa taki og gefa eftir frelsum við okkur undan gömlum vana og getum risið upp til nýs lífs. Fyrsta skrefið er að frelsast frá því að hugsa um sig sem fórnarlamb aðstæðna. Við lendum öll í raunum sem geta verið mjög krefjandi, ósanngjarnar og óþægilegar. En lífið er til að þroska okkur og við getum valið að taka hverri raun sem tækifæri til að læra af. Það þýðir lítið að dvelja í fortíðinni og óska að hlutirnir hefðu verið öðruvísi; að við hefðum ekki verið alin upp á þennan og hinn mátann, ekki lent í þessu slysi, ekki fallið á þessu prófi, ekki orðið fyrir þessu hræðilega ofbeldi o.s.frv. Við getum valið að læra af reynslunni og halda áfram. Það er auðveldara þegar við felum Guði líf okkar og kjósum að hafa trú, von og kærleika að leiðarljósi. Allt sem við lendum í kennir okkur og við getum nýtt reynslu okkar bæði sjálfum okkur og öðrum til góðs. Við getum kosið að bera þunga krossinn og allar þjáningarnar á bakinu eða við getum kosið að rísa upp, leyft kærleikanum að sigra og Guði að skína í gengum okkur. Táknmynd krossins getur hjálpað okkur að muna að tengja okkur við trúna, vonina og kærleikann. Lóðrétti ásinn er tenging upp til himins og niður til jarðar og lárétti ásinn tenging út til hliðanna, út til samfélagsins. Þegar við stöndum upprétt með beina handleggi til hliðanna erum við sjálf eins og kross í laginu og getum við minnt okkur daglega á að bera krossinn með reisn. Ef við sjáum fyrir okkur að við stöndum inn í krossi þá er höfuð okkar efst á lóðrétta ásnum sem minnir okkur á að tengjast daglega til himins, til Guðs. Það getum við gert með því að kyrra hugann og fara með vitundina eins hátt upp og við getum og biðja um leið ljós og nærveru Guðs að vera með okkur. Lóðrétti ásinn minnir okkur einnig á að tengja okkur niður til jarðar, tengja okkur daglega við náttúruna, hvort sem við kjósum að fara í göngutúr í frjálsri náttúru, ganga berfætt í grasinu eða sjónum, fylgjast með blómum og fuglunum, sinna garðvinnu eða borða heilnæman og hollan mat. Þegar við sjáum krossinn fyrir okkur eins og líkama okkar þá liggur lárétti ásinn með miðju sína beint í gengum bringuna, í gegnum hjarta okkar, sem minnir okkur á að tengjast kærleikanum sem þar er og leyfa hjartanu að ráða för. Við sýnum okkur kærleika með að hlúa vel að okkur bæði andlega og líkamlega. Þegar við erum sjálf í jafnvægi getum við leyft kærleikanum að streyma til annarra með faðmlagi og hlýju, með því að brosa til annarra, tala fallega við og um aðra, hvetja aðra til góðra verka og vera um leið fyrirmynd annarra. „Lífið er þjáning“, sagði Búdda og vissulega getum við litið þannig á lífið og tilveruna en boðskapur Búdda líkt og Jesú Krists var að frelsast undan þjáningunni, frelsast undan löngunum okkar og vera boðberar kærleikans. Lausnin er að sleppa takinu, gefa eftir og fela Guði umsjón með lífi okkar. Um leið og þú sleppir takinu og treystir að Guð muni vel fyrir sjá mun líf þitt breytast til góðs. Þegar þú hættir að gera allt í þínum vilja, þínum veika mætti og leyfir Guði að stíga meira inn í líf þitt muntu finna aukið frelsi til að þora að vera þú sjálf/ur, aukið frelsi til að standa á þínu máli og fylgja hjartanu. Þú munt geta brotið af þér alla hlekki og þú munt rísa upp. Berðu kross þinn með stolti. Vertu sannur boðberi kærleikans, upprisunnar og vonarinnar. Leyfðu ljósi þínu að skína, bæði þér og öðrum til góðs. Megi Guð vera með þér og blessa þig um aldur og ævi. Höfundur er kennari og rithöfundur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Ég hef vanið mig á að bera alltaf kross og eitt sinn var ég spurð:„Af hverju ertu með kross um hálsinn? Af hverju viltu minna þig á þjáningu Krists?“ Þessar spurningar komu flatt upp á mig á þeim tíma og ég var ekki tilbúin með neitt svar nema að ég væri trúuð og krossinn minnti mig á að ganga veg Krists. En hvað táknar krossinn og hvers vegna ber kristið fólk hann? Krossinn stendur fyrir mjög margt og vissulega stendur hann að einhverju leiti fyrir þjáningu Krists en minnir okkur jafnframt á að með upprisu sinni sigraði Kristur dauðann. Krossinn minnir okkur því á upprisuna og þá von sem við berum öll í brjósti, að eftir þjáningar okkar fáum við líkn og frelsi. Við þurfum ekki að bíða til dauðadags til að sleppa undan þjáningum okkar, við getum litið á allar þær þrautir sem lífið færir okkur sem tækifæri til að sigrast á og rísa upp í kjölfarið. Upprisa mannsins getur nefnilega verið í lifanda lífi, svo lengi sem maður kýs að deyja sjálfum sér og fela líf sitt í hendur Guði. Að bera sinn eigin kross merkir það innra ferli þegar maður deyr því gamla og fæðist til nýs lífs. Að deyja er að sleppa taki, ekki bara á heiminum heldur líka sjálfum sér. Með því að sleppa taki og gefa eftir frelsum við okkur undan gömlum vana og getum risið upp til nýs lífs. Fyrsta skrefið er að frelsast frá því að hugsa um sig sem fórnarlamb aðstæðna. Við lendum öll í raunum sem geta verið mjög krefjandi, ósanngjarnar og óþægilegar. En lífið er til að þroska okkur og við getum valið að taka hverri raun sem tækifæri til að læra af. Það þýðir lítið að dvelja í fortíðinni og óska að hlutirnir hefðu verið öðruvísi; að við hefðum ekki verið alin upp á þennan og hinn mátann, ekki lent í þessu slysi, ekki fallið á þessu prófi, ekki orðið fyrir þessu hræðilega ofbeldi o.s.frv. Við getum valið að læra af reynslunni og halda áfram. Það er auðveldara þegar við felum Guði líf okkar og kjósum að hafa trú, von og kærleika að leiðarljósi. Allt sem við lendum í kennir okkur og við getum nýtt reynslu okkar bæði sjálfum okkur og öðrum til góðs. Við getum kosið að bera þunga krossinn og allar þjáningarnar á bakinu eða við getum kosið að rísa upp, leyft kærleikanum að sigra og Guði að skína í gengum okkur. Táknmynd krossins getur hjálpað okkur að muna að tengja okkur við trúna, vonina og kærleikann. Lóðrétti ásinn er tenging upp til himins og niður til jarðar og lárétti ásinn tenging út til hliðanna, út til samfélagsins. Þegar við stöndum upprétt með beina handleggi til hliðanna erum við sjálf eins og kross í laginu og getum við minnt okkur daglega á að bera krossinn með reisn. Ef við sjáum fyrir okkur að við stöndum inn í krossi þá er höfuð okkar efst á lóðrétta ásnum sem minnir okkur á að tengjast daglega til himins, til Guðs. Það getum við gert með því að kyrra hugann og fara með vitundina eins hátt upp og við getum og biðja um leið ljós og nærveru Guðs að vera með okkur. Lóðrétti ásinn minnir okkur einnig á að tengja okkur niður til jarðar, tengja okkur daglega við náttúruna, hvort sem við kjósum að fara í göngutúr í frjálsri náttúru, ganga berfætt í grasinu eða sjónum, fylgjast með blómum og fuglunum, sinna garðvinnu eða borða heilnæman og hollan mat. Þegar við sjáum krossinn fyrir okkur eins og líkama okkar þá liggur lárétti ásinn með miðju sína beint í gengum bringuna, í gegnum hjarta okkar, sem minnir okkur á að tengjast kærleikanum sem þar er og leyfa hjartanu að ráða för. Við sýnum okkur kærleika með að hlúa vel að okkur bæði andlega og líkamlega. Þegar við erum sjálf í jafnvægi getum við leyft kærleikanum að streyma til annarra með faðmlagi og hlýju, með því að brosa til annarra, tala fallega við og um aðra, hvetja aðra til góðra verka og vera um leið fyrirmynd annarra. „Lífið er þjáning“, sagði Búdda og vissulega getum við litið þannig á lífið og tilveruna en boðskapur Búdda líkt og Jesú Krists var að frelsast undan þjáningunni, frelsast undan löngunum okkar og vera boðberar kærleikans. Lausnin er að sleppa takinu, gefa eftir og fela Guði umsjón með lífi okkar. Um leið og þú sleppir takinu og treystir að Guð muni vel fyrir sjá mun líf þitt breytast til góðs. Þegar þú hættir að gera allt í þínum vilja, þínum veika mætti og leyfir Guði að stíga meira inn í líf þitt muntu finna aukið frelsi til að þora að vera þú sjálf/ur, aukið frelsi til að standa á þínu máli og fylgja hjartanu. Þú munt geta brotið af þér alla hlekki og þú munt rísa upp. Berðu kross þinn með stolti. Vertu sannur boðberi kærleikans, upprisunnar og vonarinnar. Leyfðu ljósi þínu að skína, bæði þér og öðrum til góðs. Megi Guð vera með þér og blessa þig um aldur og ævi. Höfundur er kennari og rithöfundur
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar