Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júní 2025 23:15 Kristófer Ingi Kristinsson fagnar þriðja marki sínu í kvöld en hann fagnaði mörkum sínum hóflega enda að spila á móti uppeldisfélaginu sínu. Sýn Sport Kristófer Ingi Kristinsson átti án efa eftirminnilegustu innkomuna í Bestu deild karla í sumar í Garðabænum í kvöld. Hann kom inn á sem varamaður á 68. mínútu þegar Breiðablik var 1-0 undir á móti Stjörnunni. Sautján mínútum síðar var Kristófer búinn að skora þrennu og tryggja Blikum gríðarlega mikilvægan sigur. Þetta gerði Kristófer í fjarveru fyrirliðans Höskuldar Gunnlaugssonar og aðalmarkaskorarans Tobias Thomsen sem voru báðir í banni. Þessi þrjú stig þýddu að Blikar eru búnir að ná toppliði Víkings að stigum. Þetta er samt ekki eina ótrúlega endurkoma Kristófers á þessu ári. Hann lenti illa í því eftir ökklaaðgerð í byrjun ársins. Ekki mátti miklu muna að knattspyrnuferill Kristófers Inga yrði að engu eftir að hann fékk blóðsýkingu í ökkla í kjölfar aðgerðar. Aron Guðmundsson ræddi í maí við Kristófer um aðgerðina og eftirmála hennar. „Það átti sér stað smá bakslag eftir aðgerðina, reyndar ekki tengt aðgerðinni sjálfri. Í janúar síðastliðnum lenti ég í því að fá blóðsýkingu, fékk í rauninni streptókokka sýkingu í gegnum ökklann. Lá inni á spítala í tæpa viku sökum þess og svo hófst endurhæfingar ferlið. Ég var í raun bara mjög heppinn með það hvernig það endaði,“ sagði Kristófer í viðtalinu. Það að fá blóðsýkingu er ekkert grín en Kristófer sagði að eftir áhyggja hefði það kannski reynst happ hans að vita ekki hvað slík sýking gæti haft í för með sér. „Ég var í raun sjálfur ekki meðvitaður um það hvað blóðsýking væri. Ég gæti í raun sagt að ég hafi verið heppinn að vera ekki alveg fullmeðvitaður um hversu alvarlegt það getur verið. Á meðan að ég stóð, sérstaklega á spítalanum, var ég mjög jákvæður gagnvart þessu og með það hugarfar að það gæti ekkert komið fyrir mann. Sem betur fer fyrir mig þá var raunin sú að ég fór tímanlega upp á spítala og sýklalyfin náðu að vinna vel úr þessu,“ sagði Kristófer í viðtalinu. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Besta deild karla Stjarnan Breiðablik Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Sjá meira
Hann kom inn á sem varamaður á 68. mínútu þegar Breiðablik var 1-0 undir á móti Stjörnunni. Sautján mínútum síðar var Kristófer búinn að skora þrennu og tryggja Blikum gríðarlega mikilvægan sigur. Þetta gerði Kristófer í fjarveru fyrirliðans Höskuldar Gunnlaugssonar og aðalmarkaskorarans Tobias Thomsen sem voru báðir í banni. Þessi þrjú stig þýddu að Blikar eru búnir að ná toppliði Víkings að stigum. Þetta er samt ekki eina ótrúlega endurkoma Kristófers á þessu ári. Hann lenti illa í því eftir ökklaaðgerð í byrjun ársins. Ekki mátti miklu muna að knattspyrnuferill Kristófers Inga yrði að engu eftir að hann fékk blóðsýkingu í ökkla í kjölfar aðgerðar. Aron Guðmundsson ræddi í maí við Kristófer um aðgerðina og eftirmála hennar. „Það átti sér stað smá bakslag eftir aðgerðina, reyndar ekki tengt aðgerðinni sjálfri. Í janúar síðastliðnum lenti ég í því að fá blóðsýkingu, fékk í rauninni streptókokka sýkingu í gegnum ökklann. Lá inni á spítala í tæpa viku sökum þess og svo hófst endurhæfingar ferlið. Ég var í raun bara mjög heppinn með það hvernig það endaði,“ sagði Kristófer í viðtalinu. Það að fá blóðsýkingu er ekkert grín en Kristófer sagði að eftir áhyggja hefði það kannski reynst happ hans að vita ekki hvað slík sýking gæti haft í för með sér. „Ég var í raun sjálfur ekki meðvitaður um það hvað blóðsýking væri. Ég gæti í raun sagt að ég hafi verið heppinn að vera ekki alveg fullmeðvitaður um hversu alvarlegt það getur verið. Á meðan að ég stóð, sérstaklega á spítalanum, var ég mjög jákvæður gagnvart þessu og með það hugarfar að það gæti ekkert komið fyrir mann. Sem betur fer fyrir mig þá var raunin sú að ég fór tímanlega upp á spítala og sýklalyfin náðu að vinna vel úr þessu,“ sagði Kristófer í viðtalinu. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan.
Besta deild karla Stjarnan Breiðablik Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Sjá meira