Hetja Blika með þrennu af bekknum: „Allir jafn mikilvægir“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 27. júní 2025 21:47 Kristófer Ingi Kristinsson skoraði þrennu fyrir Breiðablik í kvöld. vísir/Hulda Margrét Kristófer Ingi Kristinsson átti frábæra innkomu inn í lið Breiðabliks sem vann góðan 1-4 sigur í kvöld en hann skoraði þrennu eftir að hafa komið inn á sem varamaður og hjálpaði Breiðablik heldur betur í endurkomu gegn Stjörnunni. „Helvíti mikilvægt að vinna bara hérna erfiðan andstæðing í dag. Stjarnan eru búnir að vera helvíti öflugir síðustu leiki og við vissum að þetta yrði erfiður leikur“ sagði Kristófer Ingi Kristinsson framherji Breiðabliks í viðtali við Gunnlaug Jónsson eftir leik. Breiðablik gerði þrefalda skiptingu um miðbik seinni hálfleiks og það tók Kristófer Inga ekki nema um tvær mínútur að setja sitt mark á leikinn og gefa tóninn fyrir það sem koma skyldi. „Við vorum 1-0 undir svo við þurftum mörk. Sem betur fer náði maður að hjálpa liðinu í dag,“ Meiðsli hafa verið að hrjá Kristófer Inga í svolítin tíma en hann er þó vonandi allur að koma til. „Ég er búin að vera meiddu í vetur og er búin að vera vinna mig í gang núna. Er búin að vera aðeins tæpur í kálfanum fyrir leikinn og bara frábært að ná að geta skilað sínu í dag allavega,“ Tobias Thomsen tók út leikbann í kvöld og má segja að Kristófer Ingi hafi svo sannarlega minnt á sig með þessari innkomu í kvöld. „Við erum bara með frábæran hóp og það eru bara allir jafn mikilvægir hvort sem að þeir séu að spila í byrjunarliðinu eða koma inn af bekknum eins og við sáum í dag,“ „Það þarf bara að sinna sínu hlutverki eins og er og ég er auðvitað að koma til baka úr meiðslum og þarf að sanna mig og spila mig í stand. Ég byrja allavega að svara kallinu svona,“ Aðspurður um hversu langt væri í níutíu mínúturnar sagðist Kristófer Ingi nánast vera klár. „Ég er nánast klár. Ég var aðeins tæpur fyrir síðasta leik og hvíldi þann leik en ég er bara klár í næsta leik“ Stjarnan hafði möguleika á að lyfta sér upp fyrir Breiðablik með sigri í kvöld svo þetta var mikilvægur sigur fyrir Breiðablik. „Heldur betur, þetta var bara fáránlega mikilvægur sigur og allir voru að skila sínu. Ef við ætlum að vinna þennan titil þá þurfum við að vinna svona leiki“ sagði Kristófer Ingi Kristinsson að lokum. Breiðablik Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Rut barnshafandi Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjá meira
„Helvíti mikilvægt að vinna bara hérna erfiðan andstæðing í dag. Stjarnan eru búnir að vera helvíti öflugir síðustu leiki og við vissum að þetta yrði erfiður leikur“ sagði Kristófer Ingi Kristinsson framherji Breiðabliks í viðtali við Gunnlaug Jónsson eftir leik. Breiðablik gerði þrefalda skiptingu um miðbik seinni hálfleiks og það tók Kristófer Inga ekki nema um tvær mínútur að setja sitt mark á leikinn og gefa tóninn fyrir það sem koma skyldi. „Við vorum 1-0 undir svo við þurftum mörk. Sem betur fer náði maður að hjálpa liðinu í dag,“ Meiðsli hafa verið að hrjá Kristófer Inga í svolítin tíma en hann er þó vonandi allur að koma til. „Ég er búin að vera meiddu í vetur og er búin að vera vinna mig í gang núna. Er búin að vera aðeins tæpur í kálfanum fyrir leikinn og bara frábært að ná að geta skilað sínu í dag allavega,“ Tobias Thomsen tók út leikbann í kvöld og má segja að Kristófer Ingi hafi svo sannarlega minnt á sig með þessari innkomu í kvöld. „Við erum bara með frábæran hóp og það eru bara allir jafn mikilvægir hvort sem að þeir séu að spila í byrjunarliðinu eða koma inn af bekknum eins og við sáum í dag,“ „Það þarf bara að sinna sínu hlutverki eins og er og ég er auðvitað að koma til baka úr meiðslum og þarf að sanna mig og spila mig í stand. Ég byrja allavega að svara kallinu svona,“ Aðspurður um hversu langt væri í níutíu mínúturnar sagðist Kristófer Ingi nánast vera klár. „Ég er nánast klár. Ég var aðeins tæpur fyrir síðasta leik og hvíldi þann leik en ég er bara klár í næsta leik“ Stjarnan hafði möguleika á að lyfta sér upp fyrir Breiðablik með sigri í kvöld svo þetta var mikilvægur sigur fyrir Breiðablik. „Heldur betur, þetta var bara fáránlega mikilvægur sigur og allir voru að skila sínu. Ef við ætlum að vinna þennan titil þá þurfum við að vinna svona leiki“ sagði Kristófer Ingi Kristinsson að lokum.
Breiðablik Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Rut barnshafandi Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjá meira