Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Árni Sæberg skrifar 27. júní 2025 16:57 Akademias, sem aðstoðar vinnustaði með rafræna fræðslu hefur ráðið Bjarna Ingimar Auðarson sem rekstrarstjóra Avia. Avia er hugbúnaður sem býr yfir þrefaldri virkni: fræðslukerfi, samskiptakerfi og innranet. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að Bjarni komi til Akademias með yfir tveggja áratuga reynslu úr stjórnunarstörfum tengdum hugbúnaðargerð, stafrænum umbreytingum og rekstri tæknifyrirtækja. Hann muni leiða daglegan rekstur Avia hjá Akademias, stýra þróun og útfærslu lausna og fara fyrir sjö manna tækniteymi. „Bjarni er öflug viðbót við teymið okkar. Avia hefur verið í mjög örum vexti og við leituðum því að leiðtoga sem bæði skilur tækni og rekstur. Bjarni hefur einstaka innsýn inní hvoru tveggja. Hann hefur sýnt það í gegnum tíðina að hann getur sameinað fólk, straumlínulagað flókin kerfi og komið hugmyndum í framkvæmd,“ er haft eftir Guðmundi Arnari Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Akademias. Áður en hann hóf störf hjá Akademias hafi Bjarni leitt þróun alþjóðlegs fræðslukerfis fyrir tæknigreinar, stýrt umfangsmiklum stafrænum umbótaverkefnum og innleiðingu viðskiptakerfa og gagnavöruhúsa. Hann hafi einnig stofnað og komið að uppbyggingu ýmissa sprotafyrirtækja. „Við stöndum á miklum vatnaskilum í þróun á hugbúnaðarlausninni Avia og fræðslulausnum Akademias. Við viljum vera fyrsta val vinnustaða sem vilja nútímavæða þjálfun starfsfólks og Bjarni mun gegna lykilhlutverki á því ferðalagi,“ er haft eftir Guðmundi Arnari. Haft er eftir Bjarna að hann sé spenntur fyrir nýju hlutverki. „Það er sjaldgæft að fá að ganga til liðs við teymi sem hefur bæði metnað og skýra framtíðarsýn. Í dag eru yfir 100 vinnustaðir að nýta lausnina í sínum rekstri og þeim fjölgar mikið í hverjum mánuði. Ég hlakka til að leggja mitt af mörkum og hjálpa Akademias að vaxa og skila enn betri lausnum til viðskiptavina okkar,“ segir Bjarni. Í tilkynningunni segir að Akademias hafi verið stofnað árið 2020 af þeim Guðmundi Arnari Guðmundssyni og Eyþóri Ívari Jónssyni. Hjá Akademias starfi 27 manns við annars vegar stjórnendaskólann og hins vegar Vinnustaðaskólann. Vinnustaðir fái aðgang að yfir 210 rafrænum námskeiðum á Íslensku og fleiri tungumálum, aðgang að fræðsluráðgjöfum sem greina fræðsluþarfir og setja upp fræðsluáætlanir, framleiðslu á klæðskerasniðnum námskeiðum fyrir vinnustaði, til dæmis nýliðafræðslu og öryggisnámskeið en jafnframt Avia fræðslu- og samskiptakerfið. Vistaskipti Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að Bjarni komi til Akademias með yfir tveggja áratuga reynslu úr stjórnunarstörfum tengdum hugbúnaðargerð, stafrænum umbreytingum og rekstri tæknifyrirtækja. Hann muni leiða daglegan rekstur Avia hjá Akademias, stýra þróun og útfærslu lausna og fara fyrir sjö manna tækniteymi. „Bjarni er öflug viðbót við teymið okkar. Avia hefur verið í mjög örum vexti og við leituðum því að leiðtoga sem bæði skilur tækni og rekstur. Bjarni hefur einstaka innsýn inní hvoru tveggja. Hann hefur sýnt það í gegnum tíðina að hann getur sameinað fólk, straumlínulagað flókin kerfi og komið hugmyndum í framkvæmd,“ er haft eftir Guðmundi Arnari Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Akademias. Áður en hann hóf störf hjá Akademias hafi Bjarni leitt þróun alþjóðlegs fræðslukerfis fyrir tæknigreinar, stýrt umfangsmiklum stafrænum umbótaverkefnum og innleiðingu viðskiptakerfa og gagnavöruhúsa. Hann hafi einnig stofnað og komið að uppbyggingu ýmissa sprotafyrirtækja. „Við stöndum á miklum vatnaskilum í þróun á hugbúnaðarlausninni Avia og fræðslulausnum Akademias. Við viljum vera fyrsta val vinnustaða sem vilja nútímavæða þjálfun starfsfólks og Bjarni mun gegna lykilhlutverki á því ferðalagi,“ er haft eftir Guðmundi Arnari. Haft er eftir Bjarna að hann sé spenntur fyrir nýju hlutverki. „Það er sjaldgæft að fá að ganga til liðs við teymi sem hefur bæði metnað og skýra framtíðarsýn. Í dag eru yfir 100 vinnustaðir að nýta lausnina í sínum rekstri og þeim fjölgar mikið í hverjum mánuði. Ég hlakka til að leggja mitt af mörkum og hjálpa Akademias að vaxa og skila enn betri lausnum til viðskiptavina okkar,“ segir Bjarni. Í tilkynningunni segir að Akademias hafi verið stofnað árið 2020 af þeim Guðmundi Arnari Guðmundssyni og Eyþóri Ívari Jónssyni. Hjá Akademias starfi 27 manns við annars vegar stjórnendaskólann og hins vegar Vinnustaðaskólann. Vinnustaðir fái aðgang að yfir 210 rafrænum námskeiðum á Íslensku og fleiri tungumálum, aðgang að fræðsluráðgjöfum sem greina fræðsluþarfir og setja upp fræðsluáætlanir, framleiðslu á klæðskerasniðnum námskeiðum fyrir vinnustaði, til dæmis nýliðafræðslu og öryggisnámskeið en jafnframt Avia fræðslu- og samskiptakerfið.
Vistaskipti Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira