Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Tómas Arnar Þorláksson skrifar 27. júní 2025 11:53 Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur hjá Íslandsbanka. vísir/vilhelm Ársverðbólga eykst um 0.4 prósentustig á milli mánaða og mælist nú 4,2 prósent. Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir svo mikla hækkun hafa komið þeim í opna skjöldu. Reikna megi með að stýrivextir verði ekki lækkaðir aftur á þessu ári. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,84 prósent á milli mánaða og mælist ársverðbólga nú 4,2 prósent. Mesta hækkunin síðustu tólf mánuði á einstaka undirliðum neysluvísitölunnar hefur orðið á húsnæði, hita og rafmagni sem nemur 7,2 prósentum og mat og drykkjavörum sem hafa hækkað um sex prósent í verði. Jákvæðar fréttir með þeim neikvæðu Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur hjá Íslandsbanka, segir aukninguna koma mikið á óvart. Óvænt hækkun flugfargjalda hafi mest áhrif en hún nemur 12,7 prósentum. „Venjulega hækka þau í júní og júlí, minni hækkun í júní og meiri í júlí en hækkunin virðist hafa komið inn af miklum krafti núna. Það gæti orðið til þess að hækkunin á flugfargjöldum verði minni í næsta mánuði. Það eru svona jákvæðu fréttirnar að verðbólgan er ekki að aukast á breiðum grunni.“ Ekki ánægðir með tölurnar Bergþóra bendir á að verðbólgan sé nú komin yfir efri vikmörk Seðlabanka Íslands sem sé áhyggjuefni enda muni það hafa áhrif á næstu stýrivaxtaákvörðun. „Þetta eru auðvitað ekki góðar fréttir og peningastefnunefnd Seðlabankans eru ekki ánægðir með þessar tölur. Þessar tölur ýta undir það að líklegast verða vexti óbreyttir í ágúst og mögulega út árið. Auðvitað eru tveir mánuðir í næstu ákvörðun hjá nefndinni og allt getur gerst.“ Stýrvaxtahækkun á komandi mánuðum er ekki talin líkleg. Það fari þó alfarið eftir þróun vísitölu næstu mánuði. Reiknað er með að verðbólgan hjaðni örlítið næstu tvo mánuði en aðra sögu er að segja um haustið. „Fram á við höldum við að verðbólga muni hjaðna örlítið í næsta mánuði og í ágúst en svo er útlit fyrir að hún muni aftur aukast í haust þegar að þessir einksiptiliðir detta út úr mælingunni. Þegar ég tala um einskiptiliði þá er ég til dæmis að tala um eins og í fyrra þegar að verðbólgan lækkaði skarpt síðasta haust vegna gjaldfrjálsra háskóla og skólamáltíða sem detta úr mælingunni núna í haust.“ Verðlag Efnahagsmál Húsnæðismál Seðlabankinn Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,84 prósent á milli mánaða og mælist ársverðbólga nú 4,2 prósent. Mesta hækkunin síðustu tólf mánuði á einstaka undirliðum neysluvísitölunnar hefur orðið á húsnæði, hita og rafmagni sem nemur 7,2 prósentum og mat og drykkjavörum sem hafa hækkað um sex prósent í verði. Jákvæðar fréttir með þeim neikvæðu Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur hjá Íslandsbanka, segir aukninguna koma mikið á óvart. Óvænt hækkun flugfargjalda hafi mest áhrif en hún nemur 12,7 prósentum. „Venjulega hækka þau í júní og júlí, minni hækkun í júní og meiri í júlí en hækkunin virðist hafa komið inn af miklum krafti núna. Það gæti orðið til þess að hækkunin á flugfargjöldum verði minni í næsta mánuði. Það eru svona jákvæðu fréttirnar að verðbólgan er ekki að aukast á breiðum grunni.“ Ekki ánægðir með tölurnar Bergþóra bendir á að verðbólgan sé nú komin yfir efri vikmörk Seðlabanka Íslands sem sé áhyggjuefni enda muni það hafa áhrif á næstu stýrivaxtaákvörðun. „Þetta eru auðvitað ekki góðar fréttir og peningastefnunefnd Seðlabankans eru ekki ánægðir með þessar tölur. Þessar tölur ýta undir það að líklegast verða vexti óbreyttir í ágúst og mögulega út árið. Auðvitað eru tveir mánuðir í næstu ákvörðun hjá nefndinni og allt getur gerst.“ Stýrvaxtahækkun á komandi mánuðum er ekki talin líkleg. Það fari þó alfarið eftir þróun vísitölu næstu mánuði. Reiknað er með að verðbólgan hjaðni örlítið næstu tvo mánuði en aðra sögu er að segja um haustið. „Fram á við höldum við að verðbólga muni hjaðna örlítið í næsta mánuði og í ágúst en svo er útlit fyrir að hún muni aftur aukast í haust þegar að þessir einksiptiliðir detta út úr mælingunni. Þegar ég tala um einskiptiliði þá er ég til dæmis að tala um eins og í fyrra þegar að verðbólgan lækkaði skarpt síðasta haust vegna gjaldfrjálsra háskóla og skólamáltíða sem detta úr mælingunni núna í haust.“
Verðlag Efnahagsmál Húsnæðismál Seðlabankinn Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira