Færeyingar í undanúrslitin á HM og gætu mætt Dönum í úrslitaleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júní 2025 20:45 Óli Mittun hefur verið frábær á þessu heimsmeistaramóti og er bæði að skora og leggja upp mörk fyrir liðið. Getty/Andreas Gora Færeyska 21 árs landsliðið í handbolta er komið alla leið í undanúrslitin á heimsmeistaramótinu í handbolta í Póllandi eftir sigur á Slóvenum í kvöld. Færeyingar unnu tveggja marka sigur á Slóveníu, 35-33, í átta liða úrslitum í kvöld og tryggðu sér undanúrslitaleik á móti Portúgal. Vinni færeyska liðið þennan undanúrslitaleik þá gætum við fengið úrslitaleik á HM í ár á milli Danmerkur og Færeyjar. Danir komust í undanúrslit með 25-23 sigri á Norðmönnum. Færeyingar skildu Íslendinga eftir í riðlinum og unnu síðan Frakka á leið sinni í átta liða úrslitin. Frábær fyrri hálfleikur skilaði færeyska liðinu sex marka forystu í hálfleik, 19-13. Slóvenska liðið beit aðeins frá sér í seinni hálfleiknum og minnkuðu muninn í eitt mark undir blálokin. Færeyingar héldu hins vegar út og fögnuðu frábærum sigri. Þetta er þegar orðinn besti árangur færeyska 21 árs landsliðsins sem endaði í sjöunda sæti á síðasta HM sem var áður besta frammistaðan. Það er magnað að þessi litla þjóð sé að skila landsliði í leik um verðlaun á heimsmeistaramóti. Óli Mittún fór að venju fyrir færeyska liðinu en Isak Vedelsbol átti líka stórleik og skoraði tíu mörk. Mittún var með sex mörk og þrjár stoðsendingar en var í strangri gæslu hjá Slóvenum. Niklas Gaard var með fimm mörk og Högni Heinason skoraði fjögur mörk auk þess að gefa átta stoðsendingar. Svíar komust líka í undanúrslit eftir sex marka sigur á Þjóðverjum, 32-26, og Norðurlandaþjóðirnar verða því þrjár í undanúrslitunum í ár. Portúgal er eina þjóðin sem er ekki þaðan en Portúgalar slógu Egypta út úr átta liða úrslitunum. View this post on Instagram A post shared by Handballnews24 (@handballnews24) Handbolti Færeyjar Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira
Færeyingar unnu tveggja marka sigur á Slóveníu, 35-33, í átta liða úrslitum í kvöld og tryggðu sér undanúrslitaleik á móti Portúgal. Vinni færeyska liðið þennan undanúrslitaleik þá gætum við fengið úrslitaleik á HM í ár á milli Danmerkur og Færeyjar. Danir komust í undanúrslit með 25-23 sigri á Norðmönnum. Færeyingar skildu Íslendinga eftir í riðlinum og unnu síðan Frakka á leið sinni í átta liða úrslitin. Frábær fyrri hálfleikur skilaði færeyska liðinu sex marka forystu í hálfleik, 19-13. Slóvenska liðið beit aðeins frá sér í seinni hálfleiknum og minnkuðu muninn í eitt mark undir blálokin. Færeyingar héldu hins vegar út og fögnuðu frábærum sigri. Þetta er þegar orðinn besti árangur færeyska 21 árs landsliðsins sem endaði í sjöunda sæti á síðasta HM sem var áður besta frammistaðan. Það er magnað að þessi litla þjóð sé að skila landsliði í leik um verðlaun á heimsmeistaramóti. Óli Mittún fór að venju fyrir færeyska liðinu en Isak Vedelsbol átti líka stórleik og skoraði tíu mörk. Mittún var með sex mörk og þrjár stoðsendingar en var í strangri gæslu hjá Slóvenum. Niklas Gaard var með fimm mörk og Högni Heinason skoraði fjögur mörk auk þess að gefa átta stoðsendingar. Svíar komust líka í undanúrslit eftir sex marka sigur á Þjóðverjum, 32-26, og Norðurlandaþjóðirnar verða því þrjár í undanúrslitunum í ár. Portúgal er eina þjóðin sem er ekki þaðan en Portúgalar slógu Egypta út úr átta liða úrslitunum. View this post on Instagram A post shared by Handballnews24 (@handballnews24)
Handbolti Færeyjar Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira