Trump íhugar að láta Úkraínumenn fá fleiri Patriot-kerfi Agnar Már Másson skrifar 25. júní 2025 19:16 Selensky upplýsir Trump um stöðu mála í Úkraínu á fund þeirra í Haag í dag. Getty/Anadolu Donald Trump Bandaríkjaforseti segist íhuga að láta Úkraínumenn fá fleiri háþróuð loftvarnarkerfi af gerðinni Patriot. Samt er óljóst hvort hann vilji selja þeim hergögnin eða gefa þau. Trump sat blaðamannafund með Volodimír Selenskí Úkraínuforseta á hliðarlínum leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins sem var haldinn í dag. Blaðamannafundurinn var tæp klukkustund að lengd. Bandaríkjaforseti tjáði þar úkraínska starfsbróður sínum að hann íhugaði að senda fleiri Patriot-loftvarnarkerfi til Úkraínu þar sem árásir Rússa hafa færst í aukana. Það er þó ekki ljóst hvort Trump íhugi að gefa Úkraínumönnum loftvarnarkerfin eða selja þau. „Við ætlum að sjá hvort við getum gert nokkur [kerfi] aðgengileg,“ sagði Trump á blaðamannafundinum í Haag í dag. Trump varaði við því að Patriot-kerfin, sem Selenskí stakk upp á að kaupa í apríl, væru „mjög erfið að fá“ og í takmörkuðu framboði, sérstaklega þar sem Bandaríkin séu þegar að útvega Ísraelsmönnum slík kerfi. Patriot-kerfið er víðast hvar talið heimsins besta loftvarnarkerfið þegar kemur að því að verjast langdrægum eldflaugum, stýriflaugum og jafnvel flugvélum Síðasta haust samþykkti forveri Trumps, Joe Biden, að senda Úkraínuher fleiri Patriot-kerfi meðal annars. En Trump hefur hingað til ekki reynst eins gjafmildur Úkraínumönnum og forveri sinn. Selenskí skrifaði í yfirlýsingu að fundurinn með Trump hefði verið „þýðingarmikill“ og að þeir hefðu rætt mögulegt vopnahlé. En hvorki hann né Hvíta húsið hafa gefið upp upplýsingar um hvort fundurinn myndi leiða til frekari stuðnings Bandaríkjamanna við Úkraínu, að því er New York Times greina frá. Selenskí á í flóknu sambandi við Bandaríkjaforseta, einkum eftir heimsókn sína í Hvíta húsið í febrúar, þar sem hann átti að undirrita tímamótasamning um aðgengi Bandaríkjamanna að jarðmálmum í Úkraínu. Sá fundur fór fljótt úr böndunum þegar Trump og J.D. Vance varaforseti helltu sér yfir Úkraínumanninn, eins og frægt er nú orðið, og sögðu han vanþakklátan fyrir stuðninginn úr vesturheimi. Trump og Selenskí hittust ekki aftur fyrr en tveimur mánuðum síðar í útför Frans páfa í apríl. Donald Trump Úkraína NATO Hernaður Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Sjá meira
Trump sat blaðamannafund með Volodimír Selenskí Úkraínuforseta á hliðarlínum leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins sem var haldinn í dag. Blaðamannafundurinn var tæp klukkustund að lengd. Bandaríkjaforseti tjáði þar úkraínska starfsbróður sínum að hann íhugaði að senda fleiri Patriot-loftvarnarkerfi til Úkraínu þar sem árásir Rússa hafa færst í aukana. Það er þó ekki ljóst hvort Trump íhugi að gefa Úkraínumönnum loftvarnarkerfin eða selja þau. „Við ætlum að sjá hvort við getum gert nokkur [kerfi] aðgengileg,“ sagði Trump á blaðamannafundinum í Haag í dag. Trump varaði við því að Patriot-kerfin, sem Selenskí stakk upp á að kaupa í apríl, væru „mjög erfið að fá“ og í takmörkuðu framboði, sérstaklega þar sem Bandaríkin séu þegar að útvega Ísraelsmönnum slík kerfi. Patriot-kerfið er víðast hvar talið heimsins besta loftvarnarkerfið þegar kemur að því að verjast langdrægum eldflaugum, stýriflaugum og jafnvel flugvélum Síðasta haust samþykkti forveri Trumps, Joe Biden, að senda Úkraínuher fleiri Patriot-kerfi meðal annars. En Trump hefur hingað til ekki reynst eins gjafmildur Úkraínumönnum og forveri sinn. Selenskí skrifaði í yfirlýsingu að fundurinn með Trump hefði verið „þýðingarmikill“ og að þeir hefðu rætt mögulegt vopnahlé. En hvorki hann né Hvíta húsið hafa gefið upp upplýsingar um hvort fundurinn myndi leiða til frekari stuðnings Bandaríkjamanna við Úkraínu, að því er New York Times greina frá. Selenskí á í flóknu sambandi við Bandaríkjaforseta, einkum eftir heimsókn sína í Hvíta húsið í febrúar, þar sem hann átti að undirrita tímamótasamning um aðgengi Bandaríkjamanna að jarðmálmum í Úkraínu. Sá fundur fór fljótt úr böndunum þegar Trump og J.D. Vance varaforseti helltu sér yfir Úkraínumanninn, eins og frægt er nú orðið, og sögðu han vanþakklátan fyrir stuðninginn úr vesturheimi. Trump og Selenskí hittust ekki aftur fyrr en tveimur mánuðum síðar í útför Frans páfa í apríl.
Donald Trump Úkraína NATO Hernaður Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent