Tók í spaðann á Trump: „Hann er nú heillandi, karlinn“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 25. júní 2025 18:12 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er stödd í Haag á leiðtogafundi NATO. Vísir/Anton Brink Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sat leiðtogafund Atlantshafsbandalagsríkjanna í Haag í dag ásamt Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra. Þá ræddi hún við fulltrúa ýmissa þjóða, þar á meðal Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hún tók einnig í spaðann á Donald Trump forseta Bandaríkjanna, sem hún lýsir sem heillandi. Eftir bæði utanríkisráðherrafundinn í gær og leiðtogafundinn í dag segist Þorgerður finna fyrir mikilli samstöðu meðal þjóðanna. Hún fór yfir efni fundanna og helstu mál þeirra í Reykjavík síðdegis í dag. „Þá var rosalega gott að hlusta á okkar bandalagsþjóðir frekar undirstrika samstöðu og samtakamátt, vilja til að gera betur og líka ákveðið raunsæi á þá stöðu sem er núna í heimsmálunum. Mér fannst gott að heyra bæði Bandaríkjaforseta tala á þessum nótum en líka aðrar þjóðir sem eru stórar og skipta miklu máli.“ Þú hittir Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna? „Já, ég náði reyndar líka að taka í spaðann á honum Trump, hann er nú heillandi karlinn. Hann má eiga það.“ Þorgerður segist hafa helst rætt samheldni og samstöðu við Rubio. Hún og Kristrún voru einnig meðal þjóðarfulltrúa sem biðluðu til Trump að beita sér fyrir vopnahléi á Gasa. „Ísland stendur sem fyrr með sínum gildum um mannúð og að rétta þeim ríkjum og hópum hjálparhönd sem búa við neyðarástand. Það er ljóst að það þarf að reyna að byggja undir vopnahlé. Við vonum að Bandaríkin muni gera það sem þau geta til að koma á vopnahléi á svæðinu. Bæði vegna átakanna milli Íran og Ísraels en ekki síður að það verði í þágu íbúanna á Gasa.“ Ekki að leggja inn á bankabók hjá NATO Þorgerður segir varnarbandalagið NATO standa sterkar en það gerði fyrir sex mánuðum. Þá sé ríkur skilningur á því að kröfur til Íslands séu ekki þær sömu í tengslum við varnarframlög og til annarra þjóða innan bandalagsins. „En það þýðir ekki að það séu ekki gerðar kröfur til okkar við að byggja upp og taka þátt í að efla öryggi og varnir bandalagsríkjanna og Atlandshafsbandalagsins. Og á endanum erum við alltaf í þessu fyrir frið og frelsi.“ Þorgerður, Kristrún og Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra greindu frá því í skoðanagrein á Vísi í dag að árið 2035 verði 1,5 prósent af vergri landsframleiðslu varið til að styðja við öryggi og varnir landsins á ýmsan hátt. „Þetta tekur tíma, þetta mun taka að minnsta kosti tíu ár. Við erum þegar að uppfylla hluta af þessu. Við erum að setja fjármuni í varnartengd verkefni, hvort sem það er í gegnum Landhelgisgæsluna, CERT-IS, ríkislögreglustjóra og sérsveitina. Ýmsa aðra innviðauppbyggingu og svo framvegis. Þannig að þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur og við megum heldur ekki gleyma því að fjárfesting í öryggi og vörnum fyrir okkur er ekki þannig að við erum að leggja þetta inn á einhverja bankabók hjá NATO. Við erum að fjárfesta í íslenskum innviðum, í efnahagsmálum þannig að sá partur verður að mestu leyti innan okkar hagkerfis.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. NATO Utanríkismál Bylgjan Öryggis- og varnarmál Donald Trump Bandaríkin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Reykjavík síðdegis Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Sjá meira
Eftir bæði utanríkisráðherrafundinn í gær og leiðtogafundinn í dag segist Þorgerður finna fyrir mikilli samstöðu meðal þjóðanna. Hún fór yfir efni fundanna og helstu mál þeirra í Reykjavík síðdegis í dag. „Þá var rosalega gott að hlusta á okkar bandalagsþjóðir frekar undirstrika samstöðu og samtakamátt, vilja til að gera betur og líka ákveðið raunsæi á þá stöðu sem er núna í heimsmálunum. Mér fannst gott að heyra bæði Bandaríkjaforseta tala á þessum nótum en líka aðrar þjóðir sem eru stórar og skipta miklu máli.“ Þú hittir Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna? „Já, ég náði reyndar líka að taka í spaðann á honum Trump, hann er nú heillandi karlinn. Hann má eiga það.“ Þorgerður segist hafa helst rætt samheldni og samstöðu við Rubio. Hún og Kristrún voru einnig meðal þjóðarfulltrúa sem biðluðu til Trump að beita sér fyrir vopnahléi á Gasa. „Ísland stendur sem fyrr með sínum gildum um mannúð og að rétta þeim ríkjum og hópum hjálparhönd sem búa við neyðarástand. Það er ljóst að það þarf að reyna að byggja undir vopnahlé. Við vonum að Bandaríkin muni gera það sem þau geta til að koma á vopnahléi á svæðinu. Bæði vegna átakanna milli Íran og Ísraels en ekki síður að það verði í þágu íbúanna á Gasa.“ Ekki að leggja inn á bankabók hjá NATO Þorgerður segir varnarbandalagið NATO standa sterkar en það gerði fyrir sex mánuðum. Þá sé ríkur skilningur á því að kröfur til Íslands séu ekki þær sömu í tengslum við varnarframlög og til annarra þjóða innan bandalagsins. „En það þýðir ekki að það séu ekki gerðar kröfur til okkar við að byggja upp og taka þátt í að efla öryggi og varnir bandalagsríkjanna og Atlandshafsbandalagsins. Og á endanum erum við alltaf í þessu fyrir frið og frelsi.“ Þorgerður, Kristrún og Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra greindu frá því í skoðanagrein á Vísi í dag að árið 2035 verði 1,5 prósent af vergri landsframleiðslu varið til að styðja við öryggi og varnir landsins á ýmsan hátt. „Þetta tekur tíma, þetta mun taka að minnsta kosti tíu ár. Við erum þegar að uppfylla hluta af þessu. Við erum að setja fjármuni í varnartengd verkefni, hvort sem það er í gegnum Landhelgisgæsluna, CERT-IS, ríkislögreglustjóra og sérsveitina. Ýmsa aðra innviðauppbyggingu og svo framvegis. Þannig að þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur og við megum heldur ekki gleyma því að fjárfesting í öryggi og vörnum fyrir okkur er ekki þannig að við erum að leggja þetta inn á einhverja bankabók hjá NATO. Við erum að fjárfesta í íslenskum innviðum, í efnahagsmálum þannig að sá partur verður að mestu leyti innan okkar hagkerfis.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
NATO Utanríkismál Bylgjan Öryggis- og varnarmál Donald Trump Bandaríkin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Reykjavík síðdegis Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Sjá meira