Reykjalundur hlýtur alþjóðlega gæðavottun fyrir endurhæfingarþjónustu Reykjalundur 26. júní 2025 10:02 Hér má sjá starfsfólk Reykjalundar fagna CARF-áfanganum. Reykjalundur hefur fengið alþjóðlegu gæðavottunina CARF, sem staðfestir að stofnunin uppfylli ströng fagleg gæðaviðmið og vinni að stöðugum umbótum í starfseminni sem miði að því að auka gæði þjónustunnar við notendur. „Við á Reykjalundi erum mjög stolt af þessari viðurkenningu. Innleiðingarferlið hefur staðið yfir í marga mánuði og lögðust starfsmenn á eitt að gera þessa ánægjulegu niðurstöðu mögulega," segir Pétur Magnússon, forstjóri Reykjalundar. Við erum því ákaflega glöð að hafa fengið það staðfest að þjónustan sem við veitum sé með þeirri bestu sem gerist í heiminum. „Það er vel við hæfi að það sé formlega staðfest á 80 ára afmælisári Reykjalundar.“ Fyrst íslenskra heilbrigðisstofnana Þetta er í fyrsta skipti sem íslensk heilbrigðisstofnun öðlast CARF gæðavottun. Reykjalundur fór nýlega í gegnum ítarlega úttekt þar sem 1.720 staðlar í starfseminni voru skoðaðir. CARF-vottunin staðfestir að Reykjalundur hefur gengist undir ítarlegt úttektarferli, þar sem metið er hvort starfsemin uppfylli fagleg og siðferðileg viðmið og alþjóðlega viðurkennda gæðastaðla sem miða að betri þjónustu fyrir notendur. Niðurstaða úttektarinnar var sú að Reykjalundur öðlaðist vottun til þriggja ára, sem er besta mögulega niðurstaða. Hvað er CARF? CARF (Commission on Accreditation of Rehabilitation Facilities) er sjálfstæð, óháð samtök sem veita gæðavottun (faggildingu) fyrir heilbrigðis- og félagsþjónustuaðila, sérstaklega þá sem bjóða upp á endurhæfingu, heilsutengda þjónustu, geðheilbrigðisþjónustu, þjónustu við fatlað fólk og öldrunarþjónustu. Reykjalundur er leiðandi í endurhæfingarþjónustu og stærsta endurhæfingarstofnun landsins. Þar fer fram alhliða endurhæfing sem miðar að bættum lífsgæðum, aukinni færni og sjálfsbjargargetu þeirra sem þangað leita. Á Reykjalundi fara um 1.300 einstaklingar í gegnum endurhæfingarmeðferð á ári hverju. Heilsa Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Geðrækt þarf ekki að vera flókin“ 43 ára kvikmyndasaga kvödd Draumaferðin gæti verið nær en þú heldur Hyalúrónsýra, kraftaverkaefni nútímans Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu Góðgerlar fyrir jafnvægi á hverju æviskeiði Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Hvað veldur rafmögnuðu hári og hvernig má losna við það? Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Mikils virði að gefa fólki frelsi til að velja Fjölbreyttir jólasmáréttir frá Kjarnafæði Snéru upp á klassískt jólalag Jólaundirbúningurinn byrjar í KiDS Coolshop Augnablikin sem urðu að minni þjóðar Setningar sem eiga skilið innrömmun Konráð kveður á mildan hátt Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Íslensk nauta- og sælkeratólg slær í gegn Sú besta hingað til Sjórinn er enn á sínum stað Þroskuð húð fær aukinn ljóma Mzungu þýðir ekki annað en trúgjörn bráð Amor svífur yfir Norðurlandi Aftenging í sítengdum heimi Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Sjá meira
„Við á Reykjalundi erum mjög stolt af þessari viðurkenningu. Innleiðingarferlið hefur staðið yfir í marga mánuði og lögðust starfsmenn á eitt að gera þessa ánægjulegu niðurstöðu mögulega," segir Pétur Magnússon, forstjóri Reykjalundar. Við erum því ákaflega glöð að hafa fengið það staðfest að þjónustan sem við veitum sé með þeirri bestu sem gerist í heiminum. „Það er vel við hæfi að það sé formlega staðfest á 80 ára afmælisári Reykjalundar.“ Fyrst íslenskra heilbrigðisstofnana Þetta er í fyrsta skipti sem íslensk heilbrigðisstofnun öðlast CARF gæðavottun. Reykjalundur fór nýlega í gegnum ítarlega úttekt þar sem 1.720 staðlar í starfseminni voru skoðaðir. CARF-vottunin staðfestir að Reykjalundur hefur gengist undir ítarlegt úttektarferli, þar sem metið er hvort starfsemin uppfylli fagleg og siðferðileg viðmið og alþjóðlega viðurkennda gæðastaðla sem miða að betri þjónustu fyrir notendur. Niðurstaða úttektarinnar var sú að Reykjalundur öðlaðist vottun til þriggja ára, sem er besta mögulega niðurstaða. Hvað er CARF? CARF (Commission on Accreditation of Rehabilitation Facilities) er sjálfstæð, óháð samtök sem veita gæðavottun (faggildingu) fyrir heilbrigðis- og félagsþjónustuaðila, sérstaklega þá sem bjóða upp á endurhæfingu, heilsutengda þjónustu, geðheilbrigðisþjónustu, þjónustu við fatlað fólk og öldrunarþjónustu. Reykjalundur er leiðandi í endurhæfingarþjónustu og stærsta endurhæfingarstofnun landsins. Þar fer fram alhliða endurhæfing sem miðar að bættum lífsgæðum, aukinni færni og sjálfsbjargargetu þeirra sem þangað leita. Á Reykjalundi fara um 1.300 einstaklingar í gegnum endurhæfingarmeðferð á ári hverju.
CARF (Commission on Accreditation of Rehabilitation Facilities) er sjálfstæð, óháð samtök sem veita gæðavottun (faggildingu) fyrir heilbrigðis- og félagsþjónustuaðila, sérstaklega þá sem bjóða upp á endurhæfingu, heilsutengda þjónustu, geðheilbrigðisþjónustu, þjónustu við fatlað fólk og öldrunarþjónustu. Reykjalundur er leiðandi í endurhæfingarþjónustu og stærsta endurhæfingarstofnun landsins. Þar fer fram alhliða endurhæfing sem miðar að bættum lífsgæðum, aukinni færni og sjálfsbjargargetu þeirra sem þangað leita. Á Reykjalundi fara um 1.300 einstaklingar í gegnum endurhæfingarmeðferð á ári hverju.
Heilsa Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Geðrækt þarf ekki að vera flókin“ 43 ára kvikmyndasaga kvödd Draumaferðin gæti verið nær en þú heldur Hyalúrónsýra, kraftaverkaefni nútímans Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu Góðgerlar fyrir jafnvægi á hverju æviskeiði Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Hvað veldur rafmögnuðu hári og hvernig má losna við það? Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Mikils virði að gefa fólki frelsi til að velja Fjölbreyttir jólasmáréttir frá Kjarnafæði Snéru upp á klassískt jólalag Jólaundirbúningurinn byrjar í KiDS Coolshop Augnablikin sem urðu að minni þjóðar Setningar sem eiga skilið innrömmun Konráð kveður á mildan hátt Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Íslensk nauta- og sælkeratólg slær í gegn Sú besta hingað til Sjórinn er enn á sínum stað Þroskuð húð fær aukinn ljóma Mzungu þýðir ekki annað en trúgjörn bráð Amor svífur yfir Norðurlandi Aftenging í sítengdum heimi Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Sjá meira