Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Sindri Sverrisson skrifar 25. júní 2025 14:45 Óli Mittún er markahæstur á HM U21-landsliða með 47 mörk í 5 leikjum. IHF Færeyingar eru einum sigri frá því að spila um verðlaun á HM U21-landsliða karla í handbolta. Gullkynslóðin þeirra sló út eina allra stærstu handboltaþjóðina, Frakka. Þjálfari Færeyinga kom með sínar skýringar á ótrúlegum árangri frænda okkar Íslendinga. Alþjóða handknattleikssambandið fjallar um árangur Færeyja á heimasíðu sinni í dag og bendir á að í Frakklandi, sem tapaði 28-27 gegn Færeyjum á mótinu, séu yfir 600.000 iðkendur í handbolta á meðan að færeyska þjóðin telji samtals um 54.000 manns. Engu að síður eru Óli Mittún og félagar í U21-landsliðinu komnir í 8-liða úrslit, rétt eins og þeir hafa gert á tveimur fyrri heimsmeistaramótum í yngri flokkum. Ef þeir vinna Slóveníu á morgun komast þeir í undanúrslit og munu spila um verðlaun. „Handbolti er þjóðaríþrótt í Færeyjum,“ segir Hjalti Mohr Jacobsen, þjálfari færeyska U21-landsliðsins, við IHF. Hið sama má nú segja um handboltann á Íslandi en íslenska liðið missti hins vegar naumlega af því að komast upp úr sínum riðli á HM, eftir að hafa þó gert jafntefli við Færeyjar þar sem jöfnunarmark Færeyinga kom úr víti á síðustu sekúndu. Framtak foreldra og sambandsins Hjalti segir grunninn að árangri Færeyinga felast í aðstöðunni heima fyrir. Íþróttahallirnar séu alltaf opnar fyrir krakkana til að leika sér og þar verji þeir löngum stundum. „Þetta snýst um að hafa gaman. Við erum með mörg mörk í höllunum. Krakkarnir eru bara að spila handbolta. Við hugsum um hvern einasta leikmann. Við megum ekki við því að velja einhverja úr. Við þurfum alla leikmenn sem við getum fengið og veitum þeim góð tækifæri. Þannig verða svona lið til,“ sagði Hjalti. Bæði A-landslið karla og kvenna í Færeyjum hafa nú komist í fyrsta sinn á stórmót, og þeim fylgt þúsundir stuðningsmanna, eftir að árangur yngri landsliða hafði ýtt mjög undir handboltaæði þjóðarinnar. Þar skemmdi ekki fyrir að hafa unnið Danmörku á EM U20-landsliða árið 2022 en það var fyrsti sigur færeysks landsliðs á dönsku landsliði, í nokkurri liðsíþrótt. „Þetta byrjaði fyrir svona tíu árum. Það tóku nokkrir foreldrar sig til og létu alla strákana, hvaðanæva af landinu, æfa saman. Síðan fór handboltasambandið af stað með sína uppbyggingu. Það hefur bara margt gott fólk verið að taka frábærar ákvarðanir,“ sagði Hjalti. Handbolti Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira
Alþjóða handknattleikssambandið fjallar um árangur Færeyja á heimasíðu sinni í dag og bendir á að í Frakklandi, sem tapaði 28-27 gegn Færeyjum á mótinu, séu yfir 600.000 iðkendur í handbolta á meðan að færeyska þjóðin telji samtals um 54.000 manns. Engu að síður eru Óli Mittún og félagar í U21-landsliðinu komnir í 8-liða úrslit, rétt eins og þeir hafa gert á tveimur fyrri heimsmeistaramótum í yngri flokkum. Ef þeir vinna Slóveníu á morgun komast þeir í undanúrslit og munu spila um verðlaun. „Handbolti er þjóðaríþrótt í Færeyjum,“ segir Hjalti Mohr Jacobsen, þjálfari færeyska U21-landsliðsins, við IHF. Hið sama má nú segja um handboltann á Íslandi en íslenska liðið missti hins vegar naumlega af því að komast upp úr sínum riðli á HM, eftir að hafa þó gert jafntefli við Færeyjar þar sem jöfnunarmark Færeyinga kom úr víti á síðustu sekúndu. Framtak foreldra og sambandsins Hjalti segir grunninn að árangri Færeyinga felast í aðstöðunni heima fyrir. Íþróttahallirnar séu alltaf opnar fyrir krakkana til að leika sér og þar verji þeir löngum stundum. „Þetta snýst um að hafa gaman. Við erum með mörg mörk í höllunum. Krakkarnir eru bara að spila handbolta. Við hugsum um hvern einasta leikmann. Við megum ekki við því að velja einhverja úr. Við þurfum alla leikmenn sem við getum fengið og veitum þeim góð tækifæri. Þannig verða svona lið til,“ sagði Hjalti. Bæði A-landslið karla og kvenna í Færeyjum hafa nú komist í fyrsta sinn á stórmót, og þeim fylgt þúsundir stuðningsmanna, eftir að árangur yngri landsliða hafði ýtt mjög undir handboltaæði þjóðarinnar. Þar skemmdi ekki fyrir að hafa unnið Danmörku á EM U20-landsliða árið 2022 en það var fyrsti sigur færeysks landsliðs á dönsku landsliði, í nokkurri liðsíþrótt. „Þetta byrjaði fyrir svona tíu árum. Það tóku nokkrir foreldrar sig til og létu alla strákana, hvaðanæva af landinu, æfa saman. Síðan fór handboltasambandið af stað með sína uppbyggingu. Það hefur bara margt gott fólk verið að taka frábærar ákvarðanir,“ sagði Hjalti.
Handbolti Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira