„Þrátt fyrir allan þennan vígbúnað þá er þetta mjög vinalegt“ Smári Jökull Jónsson skrifar 24. júní 2025 19:11 Kristinn Ingvarsson hefur verið búsettur í Haag síðastliðin þrjú ár og segir löggæslumenn vinalega þrátt fyrir mikinn vígbúnað. Vísir/Getty/Aðsend Íslendingur sem býr í nánasta nágrenni við leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Haag segir undirbúning fundarins hafa haft mikil áhrif á daglegt líf íbúa. Mikill vígbúnaður er í borginni en hann segir löggæslumenn vera einstaklega vinalega. Kristinn Ingvarsson hefur verið búsettur í Haag síðastliðin þrjú ár og býr í nánasta nágrenni við ráðstefnuhöllina. Hann segir undirbúning fundarins hafa haft áhrif á lífsgæði íbúa. „Þeir loka hér stórri umferðaræð í apríl og hún verður lokuð fram í ágúst. Daglegt líf, ferðir til og frá vinnu breyttust stórkostlega í apríl,“ sagði Kristinn í viðtali sem birtist í Kvöldfréttum Sýnar. Hann segir viðburðinn hafa haft mikil áhrif á íbúa í nágrenninu sem sé þekkt ráðstefnusvæði auk þess sem höfuðstöðvar Europol séu í borginni. Grunnskólanemendur fengu óvænt þriggja daga frí þar sem skólum var lokað á meðan á fundinum stendur og íbúar í hverfinu hafa flutt á hótel eða í sumarhús. Um 28.000 löggæslumenn eru við störf í borginni þessa daga. „Þeir eru hér á hverju götuhorni, bæði lögregla og her. Allir ótrúlega vinalegir. Þrátt fyrir allar þessar byssur og allan þennan vígbúnað þá er þetta einhvern veginn mjög vinalegt.“ „Ég verð voða glaður að geta fengið mína litlu skottu heim“ Kristinn segir að fréttir hafi borist að mótmælendur ætli að koma til borgarinnar og að töluverður fjöldi hafi skráð sig hjá borgaryfirvöldum, allt frá fámennum hópum upp í samtök sem búast við þúsundum. Lítið hefur þó borið á mótmælunum enn sem komið er. „Hér er einstaklega rólegt og ef það væri ekki fyrir herinn hérna fyrir utan og þyrlurnar sem svífa hér yfir stöðugt þá bara vissum við ekki af þessum fundi.“ Kristinn og fjölskylda hans komu til Hollands aðfaranótt mánudags eftir dvöl á Íslandi. Síðan þá hefur dóttir hans búið hjá vinafólki þar sem almenningssamgöngur eru breyttar og mikið af götum lokaðar í grennd við heimili þeirra. Ferðin í skólann hefði því verið ansi löng. „Ég hugsa að ég verði rosalega feginn í ágúst þegar umferðaræðarnar opna aftur,“ en meðal annars þurfti að loka umferðargötum til að byggja hús sem síðan verða rifin. Það tekur sinn tíma. „Fundurinn sem slíkur, ég verð voða glaður að geta fengið mína litlu skottu heim.“ NATO Holland Íslendingar erlendis Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Fleiri fréttir Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Sjá meira
Kristinn Ingvarsson hefur verið búsettur í Haag síðastliðin þrjú ár og býr í nánasta nágrenni við ráðstefnuhöllina. Hann segir undirbúning fundarins hafa haft áhrif á lífsgæði íbúa. „Þeir loka hér stórri umferðaræð í apríl og hún verður lokuð fram í ágúst. Daglegt líf, ferðir til og frá vinnu breyttust stórkostlega í apríl,“ sagði Kristinn í viðtali sem birtist í Kvöldfréttum Sýnar. Hann segir viðburðinn hafa haft mikil áhrif á íbúa í nágrenninu sem sé þekkt ráðstefnusvæði auk þess sem höfuðstöðvar Europol séu í borginni. Grunnskólanemendur fengu óvænt þriggja daga frí þar sem skólum var lokað á meðan á fundinum stendur og íbúar í hverfinu hafa flutt á hótel eða í sumarhús. Um 28.000 löggæslumenn eru við störf í borginni þessa daga. „Þeir eru hér á hverju götuhorni, bæði lögregla og her. Allir ótrúlega vinalegir. Þrátt fyrir allar þessar byssur og allan þennan vígbúnað þá er þetta einhvern veginn mjög vinalegt.“ „Ég verð voða glaður að geta fengið mína litlu skottu heim“ Kristinn segir að fréttir hafi borist að mótmælendur ætli að koma til borgarinnar og að töluverður fjöldi hafi skráð sig hjá borgaryfirvöldum, allt frá fámennum hópum upp í samtök sem búast við þúsundum. Lítið hefur þó borið á mótmælunum enn sem komið er. „Hér er einstaklega rólegt og ef það væri ekki fyrir herinn hérna fyrir utan og þyrlurnar sem svífa hér yfir stöðugt þá bara vissum við ekki af þessum fundi.“ Kristinn og fjölskylda hans komu til Hollands aðfaranótt mánudags eftir dvöl á Íslandi. Síðan þá hefur dóttir hans búið hjá vinafólki þar sem almenningssamgöngur eru breyttar og mikið af götum lokaðar í grennd við heimili þeirra. Ferðin í skólann hefði því verið ansi löng. „Ég hugsa að ég verði rosalega feginn í ágúst þegar umferðaræðarnar opna aftur,“ en meðal annars þurfti að loka umferðargötum til að byggja hús sem síðan verða rifin. Það tekur sinn tíma. „Fundurinn sem slíkur, ég verð voða glaður að geta fengið mína litlu skottu heim.“
NATO Holland Íslendingar erlendis Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Fleiri fréttir Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð