Fíllinn á teikniborði Landsvirkjunar Soffía Sigurðardóttir skrifar 24. júní 2025 14:31 Landsvirkjun er löngu búin að ráða gátuna: Hvernig borðar maður fíl? Einn bita í einu! Framkvæmdstjóri Vatnsafls hjá Landsvirkjun ritar skoðanagrein sem birt var á visir.is þann 22. júní s.l. sem ber yfirskriftina Við þurfum hagkvæmu virkjunarkostina. Með greininni fylgir mynd af landakorti. Á þessu litla korti má sjá langa sögu vatnaflutninga þvers og kruss um Suðurhálendið. Hér er ég að bæta inn svolitlu um sögu þess sem sjá má á korti þessu. Landsvirkjun Kortið spannar vatnasvið Þjórsár-Tungnár svæðisins niðurundir Búrfell. Það samanstendur af þremur jökulám, Köldukvísl, Tungná og Þjórsá. Stóra málið er að ná vatni þeirra inn í Þórisvatn sem er lang stærsta og mikilvægasta miðlunarlón Landsvirkjunar. Tungná kemur frá suðvesturhluta Vatnajökuls, krækir vel suðurfyrir Veiðivötn og svo norður aftur og vestur sunnan við Þórisvatn. Þar hefur Landsvirkjun stíflað ána á tveimur stöðum og myndað fyrst Krókslón, sem er lónið fyrir Sigöldustöð og síðan Hrauneyjalón, sem er lónið fyrir Hrauneyjastöð. Köldukvísl kemur úr Vonarskarði, sem er milli Tungnafellsjökuls og vestanverðs Vatnajökuls. Þar reisti Landsvirkjun tvær litar stíflur við gömul eldfjöll sem setja svip sinn á umhverfið og heita Nyrðri- og Syðri-Háganga. Við þar varð til miðlunarlónið Hágöngulón (miðlunarlón safnar vatni að sumri og miðlar því að vetri til), sem er í fullri vatnshæð stærra en Mývatn. Þar var áður ekkert stöðuvatn, aðeins votlendi og tjarnir. Undir Hágöngulóni drekkti Landsvirkjun háhitasvæði, sem þá var talið óvirkjanlegt, en meira um það á eftir. Úr Hágöngulóni rennur Kaldakvísl áfram suður að Þórisvatni, austan með fjallgarði sem heitir Sauðafell. Í sínu náttúrulega fari sveigði Kaldakvísl vestur rétt norðan við Þórisvatn og inn í hana féll Þórisós, eina útfall Þórisvatns. Þessu breytti Landsvirkjun og veitti Köldukvísl inn í Þórisvatn. Til þess var Þórisós stíflaður og reist stífla suður Sauðafelli og þannig var Köldukvísl lyft upp til að fara inn í Þórisvatn. Síðan var grafið suður úr Þórisvatni til að veita inn í efstu virkjnirnar á svæðinu. Við þetta breyttist Þórisvatn úr bláu fjallavatni í hvítleitt jökulvatn, með tilheyrandi raski á náttúru þess og hruni á silungsstofni sínum. Kaldakvísl rann áður út í Tungná, rétt áður en Tungná rann út í Þjórsá, rétt ofan við þar sem nú er Sultartangastöð, en nú rennur tær smá spræna um farveg Köldukvíslar frá Þórisvatni. Efsta virkjunin er Vatnsfell við útfall Þórisvatns og úr henni fer vatnið beint út í Krókslón í Tungná og gegnum Sigöldustöð í Hrauneyjalón, þaðan gegnum Hrauneyjastöð út í Sporðöldulón, þaðan um jarðgöng undir Búðarháls og inn í Búðarhálsstöð á bakka Sultartangalóns í Þjórsá. Frá Sultartangastöð rennur vatnið um skurð út í Bjarnalón, inntakslón Búrfellsstöðvar, sem stendur vestan við Búrfell, en gamli farvegur Þjórsár sveigir austan við fellið og fær stundum vatn þegar þannig liggur á Landsvirkjun. Þá að Þjórsá. Efri Þjórsá tekur mest allt vatn frá Höfsjökli, sunnan og austanverðum. Að sunnanverðu flæmast kvíslarnar frá jöklinum um þar sem kallast Þjórsárver og er mjög sérstakt náttúrufyrirbrigði. Þar er að finna ása sem kallast Norðlingaalda og við hana stóð til að reisa stíflu og mynda gríðarstóra miðlunarlónið Norðlingaölduveitu, sem næði öllum upphafskvíslum Þjórsár. Í þeim áformum átti að miðla vatninu frá Norðlingaölduveitu um jarðgöng inn í Köldukvísl fyrir ofan Sauðafell og þar með inn í Þórisvatn. Þessi áform eru áratuga gömul og hafa þróast í gegnum tíðina. Meðan þráttað var um Norðlingaölduveitu var ráðist í Kvíslaveitur. Þar eru kvíslarnar austur frá Hofsjökli og Fjórðungskvísl vestur frá Tungnafellsjökli, fangaðar með stíflu í Þjórsá sem myndar Þjórsárlón. Þaðan er vatninu veitt með skurði inn í Kvíslavötn, sem áður fyrr rann vesturúr út í Þjórsá, en þau útföll hafa verið stífluð og vötnin tengd saman með skurðum og náttúrulegum farvegum og nokkru sunnan við Versali sveigir straumurinn í austur og um Illugaver inn í Köldukvísl ofan Sauðafells og í hið mikilvæga Þórisvatn. Frá Norðlingaölduveitu hefur nú verið fallið, með breyttum áformum um hvernig vatnið skuli fangað og flutt eftir sem áður út í Köldukvísl ofan Þórisvatns. Nýju áformin heita Kjalölduveita. Kjalölduveita byrjar sunnan við það svæði sem nú er búið að friðlýsa í Þjórsárverum. Þar verður sett stífla fyrir inntakslón þaðan sem vatninu verður dælt upp í rör og inn í Kvíslavötn nærri þessarri Kjalöldu og þá loks kemst öll norðanverð Þjórsá inn í Köldukvísl og Þórisvatn. Við það verður afar vatnslítið í farvegi Þjórsár alveg þar til kemur að Sultartangalóni. Við það missa stórfegnlegir fossar vatn sitt, en það gerir ekkert til, því séð hefur verið fyrir því að þangað liggur enginn uppbyggður vegur og varla akfær slóði heldur. Í sunnanverðri Þjórsá, eftir að hún er komin niður í byggð, eru nú áform um að reisa þrjár virkjanir. Efst þeirra er Hvammsvirkjun, næst á að koma Holtavirkjun og loks Urriðafossvirkjun. Framkvæmdir eru hafnar við Hvammsvirkjun. Um allar þessar virkjanir gildir það sama, að þær fara hver í sitt umhverfismat og umfjöllun í 2-4 sveitarfélögum. Inn í orðaforða íslensku hefur bæst orðið vatnshlot. Það vatnshlot sem tekið er fyrir hverju sinni nær yfir svæðið frá því þar sem vatnið í ánni byrjar að hækka vegna stíflunnar og þar til vatnið fer aftur úr frárennslisskurði út í ána. Þar á eftir kemur allt annað vatnshlot, sem alls ekki má rugla saman við það sem að ofan er eða neðar verður, því þá gæti reiknigeta umhverfisáhrifatölvunnar ofhitnað. Þetta eru sumsé alls ekki ein áform um þrjár virkjanir, heldur þrjú aðskilin áform. Nú brunum við aðeins upp á Sprengisandsleið aftur og komum að enn einni malarhrúgunni þar, í þetta sinn Skrokköldu sem er suðvestan við Hágöngulón. Við hana áformar Landsvirkjun að reisa stöð sem virkjar fallið frá Hágöngulóni og niður í Þórisvatn. Það á að gera með því að taka vatn úr Hágöngulóni og virkja það í Skrokköldustöð og þaðan verður því svo sleppt út í Kvíslavötn og um margumrædda leið í bland við affallið frá Kjalölduveitu, um Illugaver og út í Köldukvísl aftur og inn í Þórisvatn. Frá Skrokköldustöð er nokkur spölur suður að flutningslínum rafmagnsins frá virkjununum sem fyrir eru. Það skal hins vegar enginn blanda þeim orkuflutningum við einhver möguleg áform um Sprengisandslínu eða raforkuflutninga frá mögulegri Hágönguvirkjun. Þetta eru allt aðskilin verkefni. Landsvirkjun er búin að átta sig á því að það er víst hægt að virkja háhitasvæði uppi á hálendinu. Þeir blésu þann kost út af borðinu þegar þeir drekktu háhitavæði undir Hágöngulóni á sínum tíma. Nú eru þeir hins vegar búnir að leggja talsverða vinnu í að útfæra mögulega Hágönguvirkjun sem staðsetja skal á hraunfláka austan við Hágöngulón og skábora þaðan undir lónið til að komast í háhitann. Til þess að koma svo mikið sem tilraunabor inn á svæðið, þarf að leggja uppbyggðan veg með skeringum og fyllingum, til að flytja þung tæki á staðinn. Sá vegur er áformaður að fari eftir öldum (hryggir og fell heita öldur á þessum slóðum) norðurfyrir Hágöngulón. Í umsögn Landsvirkjunar um skipulag Suðurhálendisins, stakk Landsvirkjun upp á því að byrja með eina undir 10MW virkjun þarna af því þá þarf ekki svona mikið umhverfismats stúss. Eins sagði að þarmeð gæti verið upplagt að bjóða upp á upphituð tjaldsvæði og baðlón til að kæla affallið aðeins niður áður en það rynni út í Hágöngulón og að túristarnir gætu komið brunandi eftir nýja veginum. Svangir túristar gætu svo samnýtt mötuneyti með starfsmönnum Landsvirkjunar og nokkrum landvörðum frá Vatnajökulsþjóðgarði og huggulegan gistiskála líka. Þegar búið verður að reisa <10MW virkjun þarna og ferðamannaparadís með, þá verður svæðið klárlega orðið nógu mikið manngert til að létt verk verði að fá umhverfismat fyrir stærri virkjun, ef svo heppilega standi til. Eitt að lokum. Þar sem merkt er Hafið á þessu korti, er nú búið að hnika áformunum til. Þetta er vindmylluvirkjun sem nú verður austan við Sultartangastöð og heitir núna Vaðölduver. Þar eru framkvæmdir hafnar. Eigum við nokkuð að ræða um áformin um miðlunarlón í Tungná við Snjóöldu austan við Veiðivötn, eða Bjallavirkjun við Bjallavað í Tungná, þar sem Friðland að Fjallabaki byrjar? Nei, nei, það er óþarfi að flækja myndina af Þjórsár-Tungnársvæðinu með fleiri aðskildum framkvæmdaáformum. Og það hefur engum dottið í hug að veita Skaftá inn í Langasjó, stífla Útfallið og grafa nýja leið til að veita þessu vatni út í Tungná. Á Íslandi er þegar búið að virkja hagkvæmustu kostina. Þar með verða næst hagkvæmustu kostirnir orðnir þeir hagkvæmustu o.s.frv. Höfundur hefur bæði ferðast og starfað á miðhálendi Íslands um nokkurra ára skeið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Landsvirkjun er löngu búin að ráða gátuna: Hvernig borðar maður fíl? Einn bita í einu! Framkvæmdstjóri Vatnsafls hjá Landsvirkjun ritar skoðanagrein sem birt var á visir.is þann 22. júní s.l. sem ber yfirskriftina Við þurfum hagkvæmu virkjunarkostina. Með greininni fylgir mynd af landakorti. Á þessu litla korti má sjá langa sögu vatnaflutninga þvers og kruss um Suðurhálendið. Hér er ég að bæta inn svolitlu um sögu þess sem sjá má á korti þessu. Landsvirkjun Kortið spannar vatnasvið Þjórsár-Tungnár svæðisins niðurundir Búrfell. Það samanstendur af þremur jökulám, Köldukvísl, Tungná og Þjórsá. Stóra málið er að ná vatni þeirra inn í Þórisvatn sem er lang stærsta og mikilvægasta miðlunarlón Landsvirkjunar. Tungná kemur frá suðvesturhluta Vatnajökuls, krækir vel suðurfyrir Veiðivötn og svo norður aftur og vestur sunnan við Þórisvatn. Þar hefur Landsvirkjun stíflað ána á tveimur stöðum og myndað fyrst Krókslón, sem er lónið fyrir Sigöldustöð og síðan Hrauneyjalón, sem er lónið fyrir Hrauneyjastöð. Köldukvísl kemur úr Vonarskarði, sem er milli Tungnafellsjökuls og vestanverðs Vatnajökuls. Þar reisti Landsvirkjun tvær litar stíflur við gömul eldfjöll sem setja svip sinn á umhverfið og heita Nyrðri- og Syðri-Háganga. Við þar varð til miðlunarlónið Hágöngulón (miðlunarlón safnar vatni að sumri og miðlar því að vetri til), sem er í fullri vatnshæð stærra en Mývatn. Þar var áður ekkert stöðuvatn, aðeins votlendi og tjarnir. Undir Hágöngulóni drekkti Landsvirkjun háhitasvæði, sem þá var talið óvirkjanlegt, en meira um það á eftir. Úr Hágöngulóni rennur Kaldakvísl áfram suður að Þórisvatni, austan með fjallgarði sem heitir Sauðafell. Í sínu náttúrulega fari sveigði Kaldakvísl vestur rétt norðan við Þórisvatn og inn í hana féll Þórisós, eina útfall Þórisvatns. Þessu breytti Landsvirkjun og veitti Köldukvísl inn í Þórisvatn. Til þess var Þórisós stíflaður og reist stífla suður Sauðafelli og þannig var Köldukvísl lyft upp til að fara inn í Þórisvatn. Síðan var grafið suður úr Þórisvatni til að veita inn í efstu virkjnirnar á svæðinu. Við þetta breyttist Þórisvatn úr bláu fjallavatni í hvítleitt jökulvatn, með tilheyrandi raski á náttúru þess og hruni á silungsstofni sínum. Kaldakvísl rann áður út í Tungná, rétt áður en Tungná rann út í Þjórsá, rétt ofan við þar sem nú er Sultartangastöð, en nú rennur tær smá spræna um farveg Köldukvíslar frá Þórisvatni. Efsta virkjunin er Vatnsfell við útfall Þórisvatns og úr henni fer vatnið beint út í Krókslón í Tungná og gegnum Sigöldustöð í Hrauneyjalón, þaðan gegnum Hrauneyjastöð út í Sporðöldulón, þaðan um jarðgöng undir Búðarháls og inn í Búðarhálsstöð á bakka Sultartangalóns í Þjórsá. Frá Sultartangastöð rennur vatnið um skurð út í Bjarnalón, inntakslón Búrfellsstöðvar, sem stendur vestan við Búrfell, en gamli farvegur Þjórsár sveigir austan við fellið og fær stundum vatn þegar þannig liggur á Landsvirkjun. Þá að Þjórsá. Efri Þjórsá tekur mest allt vatn frá Höfsjökli, sunnan og austanverðum. Að sunnanverðu flæmast kvíslarnar frá jöklinum um þar sem kallast Þjórsárver og er mjög sérstakt náttúrufyrirbrigði. Þar er að finna ása sem kallast Norðlingaalda og við hana stóð til að reisa stíflu og mynda gríðarstóra miðlunarlónið Norðlingaölduveitu, sem næði öllum upphafskvíslum Þjórsár. Í þeim áformum átti að miðla vatninu frá Norðlingaölduveitu um jarðgöng inn í Köldukvísl fyrir ofan Sauðafell og þar með inn í Þórisvatn. Þessi áform eru áratuga gömul og hafa þróast í gegnum tíðina. Meðan þráttað var um Norðlingaölduveitu var ráðist í Kvíslaveitur. Þar eru kvíslarnar austur frá Hofsjökli og Fjórðungskvísl vestur frá Tungnafellsjökli, fangaðar með stíflu í Þjórsá sem myndar Þjórsárlón. Þaðan er vatninu veitt með skurði inn í Kvíslavötn, sem áður fyrr rann vesturúr út í Þjórsá, en þau útföll hafa verið stífluð og vötnin tengd saman með skurðum og náttúrulegum farvegum og nokkru sunnan við Versali sveigir straumurinn í austur og um Illugaver inn í Köldukvísl ofan Sauðafells og í hið mikilvæga Þórisvatn. Frá Norðlingaölduveitu hefur nú verið fallið, með breyttum áformum um hvernig vatnið skuli fangað og flutt eftir sem áður út í Köldukvísl ofan Þórisvatns. Nýju áformin heita Kjalölduveita. Kjalölduveita byrjar sunnan við það svæði sem nú er búið að friðlýsa í Þjórsárverum. Þar verður sett stífla fyrir inntakslón þaðan sem vatninu verður dælt upp í rör og inn í Kvíslavötn nærri þessarri Kjalöldu og þá loks kemst öll norðanverð Þjórsá inn í Köldukvísl og Þórisvatn. Við það verður afar vatnslítið í farvegi Þjórsár alveg þar til kemur að Sultartangalóni. Við það missa stórfegnlegir fossar vatn sitt, en það gerir ekkert til, því séð hefur verið fyrir því að þangað liggur enginn uppbyggður vegur og varla akfær slóði heldur. Í sunnanverðri Þjórsá, eftir að hún er komin niður í byggð, eru nú áform um að reisa þrjár virkjanir. Efst þeirra er Hvammsvirkjun, næst á að koma Holtavirkjun og loks Urriðafossvirkjun. Framkvæmdir eru hafnar við Hvammsvirkjun. Um allar þessar virkjanir gildir það sama, að þær fara hver í sitt umhverfismat og umfjöllun í 2-4 sveitarfélögum. Inn í orðaforða íslensku hefur bæst orðið vatnshlot. Það vatnshlot sem tekið er fyrir hverju sinni nær yfir svæðið frá því þar sem vatnið í ánni byrjar að hækka vegna stíflunnar og þar til vatnið fer aftur úr frárennslisskurði út í ána. Þar á eftir kemur allt annað vatnshlot, sem alls ekki má rugla saman við það sem að ofan er eða neðar verður, því þá gæti reiknigeta umhverfisáhrifatölvunnar ofhitnað. Þetta eru sumsé alls ekki ein áform um þrjár virkjanir, heldur þrjú aðskilin áform. Nú brunum við aðeins upp á Sprengisandsleið aftur og komum að enn einni malarhrúgunni þar, í þetta sinn Skrokköldu sem er suðvestan við Hágöngulón. Við hana áformar Landsvirkjun að reisa stöð sem virkjar fallið frá Hágöngulóni og niður í Þórisvatn. Það á að gera með því að taka vatn úr Hágöngulóni og virkja það í Skrokköldustöð og þaðan verður því svo sleppt út í Kvíslavötn og um margumrædda leið í bland við affallið frá Kjalölduveitu, um Illugaver og út í Köldukvísl aftur og inn í Þórisvatn. Frá Skrokköldustöð er nokkur spölur suður að flutningslínum rafmagnsins frá virkjununum sem fyrir eru. Það skal hins vegar enginn blanda þeim orkuflutningum við einhver möguleg áform um Sprengisandslínu eða raforkuflutninga frá mögulegri Hágönguvirkjun. Þetta eru allt aðskilin verkefni. Landsvirkjun er búin að átta sig á því að það er víst hægt að virkja háhitasvæði uppi á hálendinu. Þeir blésu þann kost út af borðinu þegar þeir drekktu háhitavæði undir Hágöngulóni á sínum tíma. Nú eru þeir hins vegar búnir að leggja talsverða vinnu í að útfæra mögulega Hágönguvirkjun sem staðsetja skal á hraunfláka austan við Hágöngulón og skábora þaðan undir lónið til að komast í háhitann. Til þess að koma svo mikið sem tilraunabor inn á svæðið, þarf að leggja uppbyggðan veg með skeringum og fyllingum, til að flytja þung tæki á staðinn. Sá vegur er áformaður að fari eftir öldum (hryggir og fell heita öldur á þessum slóðum) norðurfyrir Hágöngulón. Í umsögn Landsvirkjunar um skipulag Suðurhálendisins, stakk Landsvirkjun upp á því að byrja með eina undir 10MW virkjun þarna af því þá þarf ekki svona mikið umhverfismats stúss. Eins sagði að þarmeð gæti verið upplagt að bjóða upp á upphituð tjaldsvæði og baðlón til að kæla affallið aðeins niður áður en það rynni út í Hágöngulón og að túristarnir gætu komið brunandi eftir nýja veginum. Svangir túristar gætu svo samnýtt mötuneyti með starfsmönnum Landsvirkjunar og nokkrum landvörðum frá Vatnajökulsþjóðgarði og huggulegan gistiskála líka. Þegar búið verður að reisa <10MW virkjun þarna og ferðamannaparadís með, þá verður svæðið klárlega orðið nógu mikið manngert til að létt verk verði að fá umhverfismat fyrir stærri virkjun, ef svo heppilega standi til. Eitt að lokum. Þar sem merkt er Hafið á þessu korti, er nú búið að hnika áformunum til. Þetta er vindmylluvirkjun sem nú verður austan við Sultartangastöð og heitir núna Vaðölduver. Þar eru framkvæmdir hafnar. Eigum við nokkuð að ræða um áformin um miðlunarlón í Tungná við Snjóöldu austan við Veiðivötn, eða Bjallavirkjun við Bjallavað í Tungná, þar sem Friðland að Fjallabaki byrjar? Nei, nei, það er óþarfi að flækja myndina af Þjórsár-Tungnársvæðinu með fleiri aðskildum framkvæmdaáformum. Og það hefur engum dottið í hug að veita Skaftá inn í Langasjó, stífla Útfallið og grafa nýja leið til að veita þessu vatni út í Tungná. Á Íslandi er þegar búið að virkja hagkvæmustu kostina. Þar með verða næst hagkvæmustu kostirnir orðnir þeir hagkvæmustu o.s.frv. Höfundur hefur bæði ferðast og starfað á miðhálendi Íslands um nokkurra ára skeið.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun