„Honum fylgir auðvitað ákveðinn ófyrirsjáanleiki“ Smári Jökull Jónsson skrifar 24. júní 2025 13:02 Dagur B. Eggertsson leiðir Íslandsdeild þings Atlantshafsbandalagsins og búist er við að Donald Trump Bandaríkjaforseti mæti til Haag í kvöld. Vísir/Getty/Einar Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hófst í Haag í morgun. Hann er haldinn í skugga áframhaldandi stríðsátaka í Úkraínu og ástandsins í Miðausturlöndum. Búist er við að samþykkt verði að bandalagsríki skuldbindi sig til að auka framlag til öryggis- og varnarmála. Á fundinn í Hollandi koma leiðtogar allra bandalagsríkja Atlantshafsbandalagsins og þar á meðal Donald Trump Bandaríkjaforseti. Dagur B. Eggertsson þingmaður Samfylkingar leiðir Íslandsdeild NATO þingsins og hann segir hagsmuni Íslands felast í að Atlantshafsbandalagið sýni samstöðu og komi samhent af fundinum. Hann segir breiðan skilning ríkja á sérstöðu Íslands sem herlaus þjóð. „Það er auðvitað verið að tala um mjög mikla aukningu í varnarútgjöldum hjá þjóðum sem eru með her, upp í 3,5 prósent af þjóðarframleiðslu en síðan 1,5 prósent fyrir varnartengd útgjöld. Þar kemur Ísland við sögu en ekki í þessum beinlínis varnartengdu útgjöldum,“ sagði Dagur í samtali við fréttastofu Sýnar í morgun. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði í kvöldfréttum Sýnar í gær að Ísland sem herlaus þjóð muni ekki verja fimm prósentum þjóðarframleiðslu til varnarmála. Ísland sé þó þegar byrjað að fjárfesta í þeim innviðum sem landinu er gert að fjárfesta í. Fundurinn í Hollandi er haldinn í skugga stríðsátakanna í Úkraínu og ástandsins í Miðausturlöndum. Dagur segir að Ísland muni áfram sýna skýran stuðning við Úkraínu og býst við því sama af NATO. „Þó við séum herlaus þjóð þá höfum við tekið fullan þátt þar. Ég á ekki von á öðru en að NATO muni undirstrika áframhald á því. Þó það sem sé að gerast sé að Evrópa er að axla stærri og stærri hlut af þeim stuðningi en áður voru Bandaríkin lang, lang stærst á því sviði.“ Búist er við að Donald Trump Bandaríkjaforseti komi til Haag í kvöld. Hann tekur þátt í kvöldverði leiðtoga bandalagsríkjanna í kvöld og fundi þeirra á morgun. Þar verður Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra fulltrúi Íslands. „Honum fylgir auðvitað ákveðinn ófyrirsjáanleiki. Ég held að ég lýsi því bara best þannig að fólk haldi niðri í sér andanum hvað það varðar.“ Fjöldi funda fram undan Í tilkynningu frá stjórnarráðinu kemur fram að á hátíðarkvöldverðinum verði einnig meðal gesta forseti Úkraínu, leiðtogar Evrópusambandsins (ESB), forsætisráðherra Nýja Sjálands og háttsettir fulltrúar Japans, Suður Kóreu og Ástralíu verða jafnframt meðal gesta. Á sama tíma muni utanríkisráðherrar bandalagsins í NATO-Úkraínuráðinu funda um stöðu mála í Úkraínu með utanríkisráðherra landsins og utanríkismálastjóra ESB. Þá muni einnig funda varnarmálaráðherrar bandalagsríkja um varnir og skuldbindingar bandalagsins í ljósi gjörbreytts öryggisumhverfis á Evró-Atlantshafssvæðinu. Samkvæmt tilkynningu fer á morgun fram formlegur fundur leiðtoga bandalagsríkja þar sem framlög til varnarmála, ný viðmið og jafnari byrðir verða ofarlega á blaði, sem og ógnin frá Rússlandi og friðarumleitanir og stuðningur við varnarbaráttu Úkraínu. Hægt er að fylgjast með dagskrá leiðtogafundarins á vefsíðu Atlantshafsbandalagsins. NATO Donald Trump Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Á fundinn í Hollandi koma leiðtogar allra bandalagsríkja Atlantshafsbandalagsins og þar á meðal Donald Trump Bandaríkjaforseti. Dagur B. Eggertsson þingmaður Samfylkingar leiðir Íslandsdeild NATO þingsins og hann segir hagsmuni Íslands felast í að Atlantshafsbandalagið sýni samstöðu og komi samhent af fundinum. Hann segir breiðan skilning ríkja á sérstöðu Íslands sem herlaus þjóð. „Það er auðvitað verið að tala um mjög mikla aukningu í varnarútgjöldum hjá þjóðum sem eru með her, upp í 3,5 prósent af þjóðarframleiðslu en síðan 1,5 prósent fyrir varnartengd útgjöld. Þar kemur Ísland við sögu en ekki í þessum beinlínis varnartengdu útgjöldum,“ sagði Dagur í samtali við fréttastofu Sýnar í morgun. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði í kvöldfréttum Sýnar í gær að Ísland sem herlaus þjóð muni ekki verja fimm prósentum þjóðarframleiðslu til varnarmála. Ísland sé þó þegar byrjað að fjárfesta í þeim innviðum sem landinu er gert að fjárfesta í. Fundurinn í Hollandi er haldinn í skugga stríðsátakanna í Úkraínu og ástandsins í Miðausturlöndum. Dagur segir að Ísland muni áfram sýna skýran stuðning við Úkraínu og býst við því sama af NATO. „Þó við séum herlaus þjóð þá höfum við tekið fullan þátt þar. Ég á ekki von á öðru en að NATO muni undirstrika áframhald á því. Þó það sem sé að gerast sé að Evrópa er að axla stærri og stærri hlut af þeim stuðningi en áður voru Bandaríkin lang, lang stærst á því sviði.“ Búist er við að Donald Trump Bandaríkjaforseti komi til Haag í kvöld. Hann tekur þátt í kvöldverði leiðtoga bandalagsríkjanna í kvöld og fundi þeirra á morgun. Þar verður Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra fulltrúi Íslands. „Honum fylgir auðvitað ákveðinn ófyrirsjáanleiki. Ég held að ég lýsi því bara best þannig að fólk haldi niðri í sér andanum hvað það varðar.“ Fjöldi funda fram undan Í tilkynningu frá stjórnarráðinu kemur fram að á hátíðarkvöldverðinum verði einnig meðal gesta forseti Úkraínu, leiðtogar Evrópusambandsins (ESB), forsætisráðherra Nýja Sjálands og háttsettir fulltrúar Japans, Suður Kóreu og Ástralíu verða jafnframt meðal gesta. Á sama tíma muni utanríkisráðherrar bandalagsins í NATO-Úkraínuráðinu funda um stöðu mála í Úkraínu með utanríkisráðherra landsins og utanríkismálastjóra ESB. Þá muni einnig funda varnarmálaráðherrar bandalagsríkja um varnir og skuldbindingar bandalagsins í ljósi gjörbreytts öryggisumhverfis á Evró-Atlantshafssvæðinu. Samkvæmt tilkynningu fer á morgun fram formlegur fundur leiðtoga bandalagsríkja þar sem framlög til varnarmála, ný viðmið og jafnari byrðir verða ofarlega á blaði, sem og ógnin frá Rússlandi og friðarumleitanir og stuðningur við varnarbaráttu Úkraínu. Hægt er að fylgjast með dagskrá leiðtogafundarins á vefsíðu Atlantshafsbandalagsins.
NATO Donald Trump Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira