Íranir neita að hafa skotið eldflaugum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Kjartan Kjartansson skrifa 24. júní 2025 07:45 Íranir og Ísraelar hafi skotið á hvor annan síðustu daga. AP Ísraelsk stjórnvöld segja Írana hafa skotið eldflaugum í átt að Ísrael og boða harðar gagnárásir. Íranir neita því að hafa skotið eldflaugum. Allt útlit er fyrir að vopnahlé sem bæði ríki virtust hafa samþykkt í nótt sé þegar farið út um þúfur. Svo virtist sem að bæði Ísraelar og Íranir hefðu fallist á vopnahlé sem Bandaríkjastjórn og Katar höfðu milligöngu um. Ísraelar gerðu árásir sem er lýst sem þeim hörðustu til þessa á Teheran, höfuðborg Írans, í nótt en allt hefur verið með kyrrum kjörum frá því klukkan fjögur í nótt að staðartíma þar. Nú í morgun sökuðu Ísraelar svo Írani um að hafa skotið eldflaugum að Ísrael. Loftvarnaflautur voru sagðar óma um norðurhluta Ísraels og sprengingar heyrðust þegar loftvarnakerfi Ísraels skaut niður eldflaugar, að sögn AP-fréttastofunnar. Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísraels, segist hafa skipað ísraelska hernum að bregðast við af hörku. Nokkru seinna höfnuðu írönsk stjórnvöld að hafa rofið vopnahlé með því að skjóta eldflaugum á Ísrael. Vísir fylgist með fréttum af átökunum í vaktinni hér að neðan. Ef vaktin opnast ekki er ráð að endurhlaða síðuna.
Svo virtist sem að bæði Ísraelar og Íranir hefðu fallist á vopnahlé sem Bandaríkjastjórn og Katar höfðu milligöngu um. Ísraelar gerðu árásir sem er lýst sem þeim hörðustu til þessa á Teheran, höfuðborg Írans, í nótt en allt hefur verið með kyrrum kjörum frá því klukkan fjögur í nótt að staðartíma þar. Nú í morgun sökuðu Ísraelar svo Írani um að hafa skotið eldflaugum að Ísrael. Loftvarnaflautur voru sagðar óma um norðurhluta Ísraels og sprengingar heyrðust þegar loftvarnakerfi Ísraels skaut niður eldflaugar, að sögn AP-fréttastofunnar. Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísraels, segist hafa skipað ísraelska hernum að bregðast við af hörku. Nokkru seinna höfnuðu írönsk stjórnvöld að hafa rofið vopnahlé með því að skjóta eldflaugum á Ísrael. Vísir fylgist með fréttum af átökunum í vaktinni hér að neðan. Ef vaktin opnast ekki er ráð að endurhlaða síðuna.
Íran Ísrael Bandaríkin Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Sjá meira