„Það gengur ekki að þingið sé tekið í gíslingu“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. júní 2025 13:41 Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegarráðherra sakar stjórnarandstöðuna um málþóf í umræðu um veiðigjöld. Hún er þó bjartsýn á að það takist að afgreiða málið á þingi í sumar. Vísir Atvinnuvegaráðherra telur að þingmenn stjórnarandstöðunnar hafi tekið þingið í gíslingu í umræðu um veiðigjaldafrumvarpið. Hún er samt bjartsýn á að það takist að klára aðra umræðu fyrir sumarfrí. Þingfundur hefst á Alþingi í dag klukkan þrjú. Stóra málið á dagskrá er frumvarp atvinnuvegaráðherra um veiðigjöld. Önnur umræða um frumvarpið hófst á miðvikudaginn og hélt áfram þar til á laugardag. Þetta er því fimmti þingfundurinn þar sem önnur umræða um frumvarpið fer fram og eru tíu þingmenn stjórnarandstöðunnar á mælendaskrá í dag. Þingmenn Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Framsóknarflokks í atvinnuveganefnd hafa lagt fram frávísunartillögur. Stjórnarandstaðan beiti málþófi Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra svarar aðspurð að ekkert sé hæft í gagnrýni stjórnarandstöðunnar. „Þessar frávísunartillögur eru bara hluti af þessum málþófi sem er í gangi hjá minnihlutaflokkunum þremur og beinist gegn leiðréttingu veiðigjalda en hefur því miður áhrif á fjölda annarra mála líka,“ segir Hanna Katrín. Í texta með frumvarpinu kemur fram að þar séu lagðar til breytingar á lögum um veiðigjald, með það að markmiði að breyta viðmiði aflaverðmætis fyrir tiltekna nytjastofna sjávar þannig að viðmið í reiknistofni veiðigjalds endurspegli betur raunverulegt aflaverðmæti. Þá séu með frumvarpinu lagðar til breytingar á frítekjumarki álagningar hvers árs hjá gjaldskyldum aðilum til að koma til móts við litlar og meðalstórar útgerðir og botnfisksútgerðir sem ekki reka vinnslu. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í atvinnuveganefnd hafa lagt til að málinu verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar. Hanna Katrín telur hins vegar nægan tíma til að ljúka aðra umræðu um málið á þingi. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að það takist að ljúka annarri umræðu í sumar. En það er alveg ljóst að þetta er mjög vel skipulagt málþóf hjá minnihlutanum sem hefur lýst því yfir á þinginu og í fjölmiðlum að hann ætli að stöðva þessa leiðréttingu. Það er nú svo að það er góður meirihluti á þinginu fyrir þessu máli og við munum halda þessu til streitu. Sumarið er ekki langt komið. Tíminn er nægur. Það eru fordæmi fyrir því að þing fari inn í júlí eða að það sé gert hlé og haldið áfram með mál í ágúst. Vonandi eru uppbyggileg samtöl í gangi milli þingflokksformanna stjórnar- og stjórnarandstöðu. Ég held að flestir sjái að það gengur ekki að þingið sé tekið í gíslingu,“ segir hún. Forseta að ákveða hvort 71. grein verði notuð Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur sagði í fréttum RÚV í lok maí að ríkisstjórnin gæti samþykkt að ljúka málþófi stjórnarandstöðunnar og ganga til atkvæða um mál samkvæmt annarri málsgrein 71. greinar þingskaparlaga. Greininni var síðast beitt fyrir 66 árum. „Það væri í höndunum á forseta Alþingis. Það eru ekki fordæmi fyrir því að þessari grein væri beitt. Mér þætti miður ef fulltrúar meiri- og minnihluta geta ekki klárað málið á annan hátt. Ég get líka sagt það að það er fráleitt að hægt sé að stöðva starfsemi þingsins með svona málþófi eins og virðist vera í pípunum,“ segir Hanna Katrín. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Sjá meira
Þingfundur hefst á Alþingi í dag klukkan þrjú. Stóra málið á dagskrá er frumvarp atvinnuvegaráðherra um veiðigjöld. Önnur umræða um frumvarpið hófst á miðvikudaginn og hélt áfram þar til á laugardag. Þetta er því fimmti þingfundurinn þar sem önnur umræða um frumvarpið fer fram og eru tíu þingmenn stjórnarandstöðunnar á mælendaskrá í dag. Þingmenn Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Framsóknarflokks í atvinnuveganefnd hafa lagt fram frávísunartillögur. Stjórnarandstaðan beiti málþófi Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra svarar aðspurð að ekkert sé hæft í gagnrýni stjórnarandstöðunnar. „Þessar frávísunartillögur eru bara hluti af þessum málþófi sem er í gangi hjá minnihlutaflokkunum þremur og beinist gegn leiðréttingu veiðigjalda en hefur því miður áhrif á fjölda annarra mála líka,“ segir Hanna Katrín. Í texta með frumvarpinu kemur fram að þar séu lagðar til breytingar á lögum um veiðigjald, með það að markmiði að breyta viðmiði aflaverðmætis fyrir tiltekna nytjastofna sjávar þannig að viðmið í reiknistofni veiðigjalds endurspegli betur raunverulegt aflaverðmæti. Þá séu með frumvarpinu lagðar til breytingar á frítekjumarki álagningar hvers árs hjá gjaldskyldum aðilum til að koma til móts við litlar og meðalstórar útgerðir og botnfisksútgerðir sem ekki reka vinnslu. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í atvinnuveganefnd hafa lagt til að málinu verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar. Hanna Katrín telur hins vegar nægan tíma til að ljúka aðra umræðu um málið á þingi. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að það takist að ljúka annarri umræðu í sumar. En það er alveg ljóst að þetta er mjög vel skipulagt málþóf hjá minnihlutanum sem hefur lýst því yfir á þinginu og í fjölmiðlum að hann ætli að stöðva þessa leiðréttingu. Það er nú svo að það er góður meirihluti á þinginu fyrir þessu máli og við munum halda þessu til streitu. Sumarið er ekki langt komið. Tíminn er nægur. Það eru fordæmi fyrir því að þing fari inn í júlí eða að það sé gert hlé og haldið áfram með mál í ágúst. Vonandi eru uppbyggileg samtöl í gangi milli þingflokksformanna stjórnar- og stjórnarandstöðu. Ég held að flestir sjái að það gengur ekki að þingið sé tekið í gíslingu,“ segir hún. Forseta að ákveða hvort 71. grein verði notuð Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur sagði í fréttum RÚV í lok maí að ríkisstjórnin gæti samþykkt að ljúka málþófi stjórnarandstöðunnar og ganga til atkvæða um mál samkvæmt annarri málsgrein 71. greinar þingskaparlaga. Greininni var síðast beitt fyrir 66 árum. „Það væri í höndunum á forseta Alþingis. Það eru ekki fordæmi fyrir því að þessari grein væri beitt. Mér þætti miður ef fulltrúar meiri- og minnihluta geta ekki klárað málið á annan hátt. Ég get líka sagt það að það er fráleitt að hægt sé að stöðva starfsemi þingsins með svona málþófi eins og virðist vera í pípunum,“ segir Hanna Katrín.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent