Ferðaleiðsögn í skjóli ábyrgðar – tími til kominn að endurhugsa nálgunina Guðmundur Björnsson skrifar 23. júní 2025 13:32 Það ríkir undarleg þversögn í íslenskri ferðaþjónustu. Á meðan almenningur, fræðasamfélagið og stór hluti atvinnugreinarinnar viðurkennir mikilvægi fagmennsku og sérþekkingar í leiðsögn ferðamanna, þá virðist stjórnsýslan líta á ferðaleiðsögn sem eitthvað sem hver sem er geti sinnt – án sérstakra skilyrða, án viðurkenningar, án ábyrgðar. Í mörg ár hefur barist verið fyrir því að ferðaleiðsögumenn á Íslandi fái löggildingu, ámóta og margar aðrar stéttir sem sinna opinberri þjónustu. Sú viðleitni hefur verið leidd af fagfólki með menntun og sérþekkingu á sviðum eins og sögu, náttúru, menningu, samskiptum og öryggismálum. Nú verður þetta sama fagfólk vitni að því að fagmennska í ferðaleiðsögn sé að fjara út. Sífellt fleiri eru ráðnir til starfa án menntunar, án faglegra krafna og án ábyrgðar. Leiðsögn er orðin markaðsvara sem lítur betur út á vefnum en hún hljómar í raunheimum. Þar sem áherslan hefur færst frá innihaldsríkri fræðslu yfir í glansmynd og yfirborðsmennsku. Eitt dæmi segir meira en mörg orð: Í dagsferð frá Reykjavík spurði erlendur leiðsögumaður íslenskan fagmenntaðan ferðaleiðsögumann, á afar lélegri ensku, hvar allt „hestakjötið“ sem við ræktum á Íslandi færi á markað. Þegar hinn íslenski leiðsögumaður útskýrði að hestar væru hér fyrst og fremst ræktaðir til reiðmennsku og ræktunar, en ekki til slátrunar, varð ljóst að viðkomandi hafði hvorki skilning né samhengi um málið og virtist gjörsamlega úr tengslum við raunveruleikann. Í ljós kom að hann hafði enga fræðilega menntun á sviði leiðsagnar, hafði áður ekið strætisvagni í Reykjavík, en var nú farinn að leiðsegja hópum ferðamanna um íslenskt samfélag, náttúru og menningu. Þetta er ekki einangrað tilvik – heldur lýsandi fyrir alvarlegt og vaxandi vandamál: Sífellt fleiri sinna ferðaleiðsögn án nauðsynlegrar þekkingar, reynslu eða menntunar. Um leið eru fagmenntaðir ferðaleiðsögumenn settir til hliðar, þar sem fagmennska og gæði víkja fyrir lægri kostnaði og þeirri hættulegu hugmynd að „allir geti sagt eitthvað“. Þetta endurspeglar þróun þar sem fagleg viðmið eru látin mæta afgangi til að þóknast skammtímahagsmunum og rekstrarlegu hagræði. Viðurkenndar menntastofnanir bjóða faglegt og viðurkennt nám í ferðaleiðsögn, margir leggja í endurmenntun og sérhæfingu, og fjölmargir ferðaleiðsögumenn hafa yfir að ráða háskólamenntun og víðtækri reynslu. Þeir vinna samkvæmt siðareglum, meta ábyrgð sína gagnvart gestum, náttúru og samfélagi, og leggja sig fram við að miðla dýpri merkingu – ekki bara staðreyndum. Samt sem áður er staðan sú að hver sem er, án menntunar, reynslu eða tengsla við landið, getur tekið að sér ferðaleiðsögn – svo lengi sem hann hefur t.d. meirapróf. Þetta telst í dag eðlilegt, jafnvel þrátt fyrir að viðkomandi hafi enga þekkingu á sögu, náttúru eða menningu. Það er grafalvarlegt brot á faglegum og siðferðilegum viðmiðum. Við myndum aldrei sætta okkur við að ómenntaður einstaklingur kenndi börnunum okkar, að óreyndur maður sinnti læknisþjónustu, að hver sem er mætti bjóða upp á sálfræðimeðferð af því hann „er góður með fólki“, eða að einhver með ökuréttindi en enga kennslureynslu fengi að kenna börnunum okkar að aka. Þó svo enginn myndi samþykkja slíkt annars staðar í samfélaginu, þá virðist í lagi að ómenntaður og reynslulaus einstaklingur leiði erlenda gesti um helstu sögusvið þjóðarinnar og viðkvæmustu náttúrusvæði landsins. Stofnanirnar þurfa að stíga fram – og taka ábyrgð Það blasir við að almenn löggilding ferðaleiðsögumanna sem lögverndaðrar fagstéttar muni ekki verða að veruleika á næstu árum. Sú barátta hefur fest sig í sessi sem hluti af skrifræðilegri pattstöðu þar sem ekkert gerist og enginn ber ábyrgð. En það þýðir ekki að við séum án úrræða. Raunhæfar og áhrifaríkar leiðir eru innan seilingar, ef viljinn er fyrir hendi. Í stað þess að bíða eftir að þingheimur vakni til vitundar mætti: Reykjavíkurborg setja reglur um að aðeins þeir sem hafa viðeigandi fagmenntun í ferðaleiðsögn megi leiðsegja innan borgarlandsins. Með því væri hægt að tryggja að sú fræðsla sem ferðamenn fá um sögu, menningu og samfélag sé í höndum hæfra einstaklinga sem bera virðingu fyrir staðnum og íbúum hans. Náttúruverndarstofnun – ný stofnun með sterkt umboð til náttúruverndar – gæti sett það í reglur að einungis menntaðir ferðaleiðsögumenn með sérþekkingu í náttúru og vernd svæða megi leiðsegja innan þjóðgarða og friðlýstra svæða. Slíkar reglur eru víða við lýði erlendis, t.d. innan National Park Service í Bandaríkjunum. Skoða leyfisskyldu á ferðaleiðsögn á Íslandi. Með einföldu skráningarferli og skilgreindum lágmarkskröfum gæti Ferðamálastofa veitt starfsleyfi fyrir þá sem vilja starfa við ferðaleiðsögn. Það væru ekki höft heldur fagleg staðfesting og gæðatrygging; í þágu gesta, samfélags og stéttar. Tími til kominn að hreyfa við kerfinu Við stöndum á krossgötum. Ef við viljum að ferðaleiðsögn verði áfram fagstétt sem metin er að verðleikum, verðum við að bregðast við núna. Við þurfum að vinna með sveitarfélögum, stofnunum og hagsmunaaðilum – og kalla eftir raunverulegum aðgerðum. Ekki fleiri ályktunum, ekki fleiri fundum; heldur reglum sem vernda gæði og fagmennsku. Ferðaleiðsögn er ekki aukaatriði. Hún er hjarta upplifunar ferðamannsins; brúin á milli lands og gests, milli veruleika og skilnings. Ef sú brú er byggð á vanþekkingu, kæruleysi eða hentisemi, er hætt við að allt falli saman. Höfundur er aðjúnkt í ferðamálafræði við HÍ og faglegur umsjónarmaður leiðsögunáms hjá Endurmenntun HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Björnsson Ferðaþjónusta Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Það ríkir undarleg þversögn í íslenskri ferðaþjónustu. Á meðan almenningur, fræðasamfélagið og stór hluti atvinnugreinarinnar viðurkennir mikilvægi fagmennsku og sérþekkingar í leiðsögn ferðamanna, þá virðist stjórnsýslan líta á ferðaleiðsögn sem eitthvað sem hver sem er geti sinnt – án sérstakra skilyrða, án viðurkenningar, án ábyrgðar. Í mörg ár hefur barist verið fyrir því að ferðaleiðsögumenn á Íslandi fái löggildingu, ámóta og margar aðrar stéttir sem sinna opinberri þjónustu. Sú viðleitni hefur verið leidd af fagfólki með menntun og sérþekkingu á sviðum eins og sögu, náttúru, menningu, samskiptum og öryggismálum. Nú verður þetta sama fagfólk vitni að því að fagmennska í ferðaleiðsögn sé að fjara út. Sífellt fleiri eru ráðnir til starfa án menntunar, án faglegra krafna og án ábyrgðar. Leiðsögn er orðin markaðsvara sem lítur betur út á vefnum en hún hljómar í raunheimum. Þar sem áherslan hefur færst frá innihaldsríkri fræðslu yfir í glansmynd og yfirborðsmennsku. Eitt dæmi segir meira en mörg orð: Í dagsferð frá Reykjavík spurði erlendur leiðsögumaður íslenskan fagmenntaðan ferðaleiðsögumann, á afar lélegri ensku, hvar allt „hestakjötið“ sem við ræktum á Íslandi færi á markað. Þegar hinn íslenski leiðsögumaður útskýrði að hestar væru hér fyrst og fremst ræktaðir til reiðmennsku og ræktunar, en ekki til slátrunar, varð ljóst að viðkomandi hafði hvorki skilning né samhengi um málið og virtist gjörsamlega úr tengslum við raunveruleikann. Í ljós kom að hann hafði enga fræðilega menntun á sviði leiðsagnar, hafði áður ekið strætisvagni í Reykjavík, en var nú farinn að leiðsegja hópum ferðamanna um íslenskt samfélag, náttúru og menningu. Þetta er ekki einangrað tilvik – heldur lýsandi fyrir alvarlegt og vaxandi vandamál: Sífellt fleiri sinna ferðaleiðsögn án nauðsynlegrar þekkingar, reynslu eða menntunar. Um leið eru fagmenntaðir ferðaleiðsögumenn settir til hliðar, þar sem fagmennska og gæði víkja fyrir lægri kostnaði og þeirri hættulegu hugmynd að „allir geti sagt eitthvað“. Þetta endurspeglar þróun þar sem fagleg viðmið eru látin mæta afgangi til að þóknast skammtímahagsmunum og rekstrarlegu hagræði. Viðurkenndar menntastofnanir bjóða faglegt og viðurkennt nám í ferðaleiðsögn, margir leggja í endurmenntun og sérhæfingu, og fjölmargir ferðaleiðsögumenn hafa yfir að ráða háskólamenntun og víðtækri reynslu. Þeir vinna samkvæmt siðareglum, meta ábyrgð sína gagnvart gestum, náttúru og samfélagi, og leggja sig fram við að miðla dýpri merkingu – ekki bara staðreyndum. Samt sem áður er staðan sú að hver sem er, án menntunar, reynslu eða tengsla við landið, getur tekið að sér ferðaleiðsögn – svo lengi sem hann hefur t.d. meirapróf. Þetta telst í dag eðlilegt, jafnvel þrátt fyrir að viðkomandi hafi enga þekkingu á sögu, náttúru eða menningu. Það er grafalvarlegt brot á faglegum og siðferðilegum viðmiðum. Við myndum aldrei sætta okkur við að ómenntaður einstaklingur kenndi börnunum okkar, að óreyndur maður sinnti læknisþjónustu, að hver sem er mætti bjóða upp á sálfræðimeðferð af því hann „er góður með fólki“, eða að einhver með ökuréttindi en enga kennslureynslu fengi að kenna börnunum okkar að aka. Þó svo enginn myndi samþykkja slíkt annars staðar í samfélaginu, þá virðist í lagi að ómenntaður og reynslulaus einstaklingur leiði erlenda gesti um helstu sögusvið þjóðarinnar og viðkvæmustu náttúrusvæði landsins. Stofnanirnar þurfa að stíga fram – og taka ábyrgð Það blasir við að almenn löggilding ferðaleiðsögumanna sem lögverndaðrar fagstéttar muni ekki verða að veruleika á næstu árum. Sú barátta hefur fest sig í sessi sem hluti af skrifræðilegri pattstöðu þar sem ekkert gerist og enginn ber ábyrgð. En það þýðir ekki að við séum án úrræða. Raunhæfar og áhrifaríkar leiðir eru innan seilingar, ef viljinn er fyrir hendi. Í stað þess að bíða eftir að þingheimur vakni til vitundar mætti: Reykjavíkurborg setja reglur um að aðeins þeir sem hafa viðeigandi fagmenntun í ferðaleiðsögn megi leiðsegja innan borgarlandsins. Með því væri hægt að tryggja að sú fræðsla sem ferðamenn fá um sögu, menningu og samfélag sé í höndum hæfra einstaklinga sem bera virðingu fyrir staðnum og íbúum hans. Náttúruverndarstofnun – ný stofnun með sterkt umboð til náttúruverndar – gæti sett það í reglur að einungis menntaðir ferðaleiðsögumenn með sérþekkingu í náttúru og vernd svæða megi leiðsegja innan þjóðgarða og friðlýstra svæða. Slíkar reglur eru víða við lýði erlendis, t.d. innan National Park Service í Bandaríkjunum. Skoða leyfisskyldu á ferðaleiðsögn á Íslandi. Með einföldu skráningarferli og skilgreindum lágmarkskröfum gæti Ferðamálastofa veitt starfsleyfi fyrir þá sem vilja starfa við ferðaleiðsögn. Það væru ekki höft heldur fagleg staðfesting og gæðatrygging; í þágu gesta, samfélags og stéttar. Tími til kominn að hreyfa við kerfinu Við stöndum á krossgötum. Ef við viljum að ferðaleiðsögn verði áfram fagstétt sem metin er að verðleikum, verðum við að bregðast við núna. Við þurfum að vinna með sveitarfélögum, stofnunum og hagsmunaaðilum – og kalla eftir raunverulegum aðgerðum. Ekki fleiri ályktunum, ekki fleiri fundum; heldur reglum sem vernda gæði og fagmennsku. Ferðaleiðsögn er ekki aukaatriði. Hún er hjarta upplifunar ferðamannsins; brúin á milli lands og gests, milli veruleika og skilnings. Ef sú brú er byggð á vanþekkingu, kæruleysi eða hentisemi, er hætt við að allt falli saman. Höfundur er aðjúnkt í ferðamálafræði við HÍ og faglegur umsjónarmaður leiðsögunáms hjá Endurmenntun HÍ.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun