Flaug í einkaflugi með Støre Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 23. júní 2025 11:42 Kristrún hefur sótt tíu opinbera fundi á alþjóðavettvangi og farið í eina vinnuheimsókn frá því að hún tók við embætti. Anton Brink Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hefur farið í átta ferðir til útlanda til að sækja tíu fundi og fara í eina vinnuheimsókn frá því að hún tók við embætti í lok síðasta árs. Þetta kemur fram í skriflegu svari forsætisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu, þar sem sundurliðaðar eru allar opinberar ferðir hennar, hve langar þær voru og með hvaða flugfélagi var flogið. Fundir óvenjutíðir Athygli vekur að hluta leiða sinna til og frá Kænugarði á minningarathöfn vegna stríðsins í Úkraínu flaug Kristrún í einkaflugi með Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs. Saman flugu þau frá Ósló til Póllands og til baka í einkaflugi. Ferðast var með lest milli Póllands og Kænugarðs. Samkvæmt svari ráðuneytisins hefur Kristrún oftast flogið með Icelandair í opinberum ferðum sínum, eða í átta flugferðum af 22. Þá hefur hún einu sinni flogið með Play, í þrígang með SAS, tvígang með KLM og einu sinni með öðrum evrópskum flugfélögum. Fundir forsætisráðherra á alþjóðavettvangi hafa verið óvenjutíðir undanfarna mánuði þar sem miklar vendingar hafa orðið í alþjóðamálum, sér í lagi í tengslum við stríð og varnarmál. Allar ferðir Kristrúnar voru einnar til fjögurra nátta. Sótti Færeyjar heim í þrjá daga Fyrsta ferð Kristrúnar í embætti var um miðjan febrúar á öryggismálaráðstefnu í München. Síðar í þeim mánuði sótti hún áðurnefndan fund í Kænugarði og sótti í leið fund SAMAK – samráðsnefndar jafnaðarflokka og alþýðusambanda á Norðurlöndum, og fund með sendiherrum Norðurlanda gagnvart Íslandi í Ósló. Í lok mars fór Kristrún til Parísar á leiðtogafund um málefni Úkraínu og í byrjun apríl sótti hún fundi með forseta framkvæmdastjórnar ESB og forseta leiðtogaráðs ESB Í Brussel. Í byrjun maí fór Kristrún á leiðtogafund JEF-ríkjanna í Ósló og hélt síðan í þriggja daga opinbera vinnuheimsókn til Færeyja. Þá sótti hún leiðtogafund EPC í Tirana í Albaníu um miðjan maí. Í lok maí sló Kristrún þrjár flugur í einu höggi og sótti sumarfund forsætisráðherra Norðurlandanna í Turku í Finnlandi, fund með forsætisráðherra Hollands í Haag og fund með framkvæmdastjóra NATO í Brussel. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Utanríkismál Fréttir af flugi Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Fleiri fréttir Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang Sjá meira
Þetta kemur fram í skriflegu svari forsætisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu, þar sem sundurliðaðar eru allar opinberar ferðir hennar, hve langar þær voru og með hvaða flugfélagi var flogið. Fundir óvenjutíðir Athygli vekur að hluta leiða sinna til og frá Kænugarði á minningarathöfn vegna stríðsins í Úkraínu flaug Kristrún í einkaflugi með Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs. Saman flugu þau frá Ósló til Póllands og til baka í einkaflugi. Ferðast var með lest milli Póllands og Kænugarðs. Samkvæmt svari ráðuneytisins hefur Kristrún oftast flogið með Icelandair í opinberum ferðum sínum, eða í átta flugferðum af 22. Þá hefur hún einu sinni flogið með Play, í þrígang með SAS, tvígang með KLM og einu sinni með öðrum evrópskum flugfélögum. Fundir forsætisráðherra á alþjóðavettvangi hafa verið óvenjutíðir undanfarna mánuði þar sem miklar vendingar hafa orðið í alþjóðamálum, sér í lagi í tengslum við stríð og varnarmál. Allar ferðir Kristrúnar voru einnar til fjögurra nátta. Sótti Færeyjar heim í þrjá daga Fyrsta ferð Kristrúnar í embætti var um miðjan febrúar á öryggismálaráðstefnu í München. Síðar í þeim mánuði sótti hún áðurnefndan fund í Kænugarði og sótti í leið fund SAMAK – samráðsnefndar jafnaðarflokka og alþýðusambanda á Norðurlöndum, og fund með sendiherrum Norðurlanda gagnvart Íslandi í Ósló. Í lok mars fór Kristrún til Parísar á leiðtogafund um málefni Úkraínu og í byrjun apríl sótti hún fundi með forseta framkvæmdastjórnar ESB og forseta leiðtogaráðs ESB Í Brussel. Í byrjun maí fór Kristrún á leiðtogafund JEF-ríkjanna í Ósló og hélt síðan í þriggja daga opinbera vinnuheimsókn til Færeyja. Þá sótti hún leiðtogafund EPC í Tirana í Albaníu um miðjan maí. Í lok maí sló Kristrún þrjár flugur í einu höggi og sótti sumarfund forsætisráðherra Norðurlandanna í Turku í Finnlandi, fund með forsætisráðherra Hollands í Haag og fund með framkvæmdastjóra NATO í Brussel.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Utanríkismál Fréttir af flugi Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Fleiri fréttir Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang Sjá meira