Segja aftur ráðist á neðanjarðarauðgunarstöð í Íran Kjartan Kjartansson skrifar 23. júní 2025 09:48 Gervihnattarmynd af auðgunarstöð Írana í Fordó eftir loftárás Bandaríkjamanna í gær. AP/Planet Labs PBC Sprengjum var aftur varpað á neðanjarðarauðgunarstöð í Fordó í Íran í dag, að sögn íranska ríkisútvarpsins. Stöðin er ein þriggja sem Bandaríkjamenn réðust á með risasprengjum sem eru hannaðar gegn neðanjarðarbyrgjum. Ekki er greint frá því í ríkisfjölmiðlinum hver kastaði sprengjunum né hvers konar skemmdir hafi orðið af völdum þeirra, að sögn AP-fréttastofunnar. Ísraelar hafa hins vegar haldið uppi loftárásum í Íran í dag og síðustu daga. Ísraelskir fjölmiðlar segja að herinn hafi ráðist á veg sem liggur að stöðinni í Fordó. Stöðin í Fordó er grafin tugi metra ofan í fjall en þar eru Íranir sagðir auðga úran fyrir kjarnorkuáætlun sína. Bandarísk stjórnvöld hafa réttlætt árásirnar á kjarnorkustöðvar Írana með þeim rökum að klerkastjórnin hafi verið komin nálægt því að þróa kjarnorkuvopn. Það gengur þvert á álit bandarísku leyniþjónustunnar frá því í vor. Hafi frjálsar hendur til að ráðast á Bandaríkjamenn Írönsk stjórnvöld hafa ekki upplýst hversu mikið tjón varð á stöðvunum. Rafael Grossi, yfirmaður Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar, sagðist í morgun telja að miklar skemmdir hljóti að hafa orðið í ljósi þess hversu öflugum sprengjum var varpað á þær og hvers viðkvæmar skilvindur sem eru notaðar til auðgunar úrans séu fyrir titringi. Lagði Grossi þó áherslu á að enginn væri í aðstöðu til þess að meta skemmdirnar á neðanjarðarstöðinni í Fordó. Formaður herforingjaráðs Írans sagði í morgun að árási Bandaríkjamanna veiti íranska hernum „frjálsar hendur“ til þess að ráðast á Bandaríkjaher og gegn bandarískum hagsmunum. Íranir eru jafnframt sagðir búa sig undir að loka fyrir skipaumferð um Hormússund, eina mikilvægustu siglingaleið í heimi, ekki síst fyrir olíuflutninga. Íran Ísrael Bandaríkin Kjarnorka Hernaður Tengdar fréttir Bandaríkjamenn gera loftárásir á Íran Bandaríkjamenn hafa gert loftárásir á þrjár kjarnorkurannsóknarstöðvar í Íran. Þeirra á meðal er neðanjarðarmiðstöðin í Fordó til auðgunar úrans sem er grafin áttatíu metrum undir fjalli. Er hún talin hryggjarstykkið í kjarnorkuvopnaframleiðslugetu Írana. 22. júní 2025 00:01 Íranir séu vikum eða mánuðum frá kjarnorkusprengju Hernaðarsagnfræðingur segir árásir umfangsmiklar loftárásir Ísraela á Íran í nótt ekki koma sér á óvart. Allt bendi til þess að Íranir séu á barmi þess að koma sér upp sér kjarnorkusprengju og Ísraelar líti á það sem tilvistarógn. 13. júní 2025 09:09 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Ekki er greint frá því í ríkisfjölmiðlinum hver kastaði sprengjunum né hvers konar skemmdir hafi orðið af völdum þeirra, að sögn AP-fréttastofunnar. Ísraelar hafa hins vegar haldið uppi loftárásum í Íran í dag og síðustu daga. Ísraelskir fjölmiðlar segja að herinn hafi ráðist á veg sem liggur að stöðinni í Fordó. Stöðin í Fordó er grafin tugi metra ofan í fjall en þar eru Íranir sagðir auðga úran fyrir kjarnorkuáætlun sína. Bandarísk stjórnvöld hafa réttlætt árásirnar á kjarnorkustöðvar Írana með þeim rökum að klerkastjórnin hafi verið komin nálægt því að þróa kjarnorkuvopn. Það gengur þvert á álit bandarísku leyniþjónustunnar frá því í vor. Hafi frjálsar hendur til að ráðast á Bandaríkjamenn Írönsk stjórnvöld hafa ekki upplýst hversu mikið tjón varð á stöðvunum. Rafael Grossi, yfirmaður Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar, sagðist í morgun telja að miklar skemmdir hljóti að hafa orðið í ljósi þess hversu öflugum sprengjum var varpað á þær og hvers viðkvæmar skilvindur sem eru notaðar til auðgunar úrans séu fyrir titringi. Lagði Grossi þó áherslu á að enginn væri í aðstöðu til þess að meta skemmdirnar á neðanjarðarstöðinni í Fordó. Formaður herforingjaráðs Írans sagði í morgun að árási Bandaríkjamanna veiti íranska hernum „frjálsar hendur“ til þess að ráðast á Bandaríkjaher og gegn bandarískum hagsmunum. Íranir eru jafnframt sagðir búa sig undir að loka fyrir skipaumferð um Hormússund, eina mikilvægustu siglingaleið í heimi, ekki síst fyrir olíuflutninga.
Íran Ísrael Bandaríkin Kjarnorka Hernaður Tengdar fréttir Bandaríkjamenn gera loftárásir á Íran Bandaríkjamenn hafa gert loftárásir á þrjár kjarnorkurannsóknarstöðvar í Íran. Þeirra á meðal er neðanjarðarmiðstöðin í Fordó til auðgunar úrans sem er grafin áttatíu metrum undir fjalli. Er hún talin hryggjarstykkið í kjarnorkuvopnaframleiðslugetu Írana. 22. júní 2025 00:01 Íranir séu vikum eða mánuðum frá kjarnorkusprengju Hernaðarsagnfræðingur segir árásir umfangsmiklar loftárásir Ísraela á Íran í nótt ekki koma sér á óvart. Allt bendi til þess að Íranir séu á barmi þess að koma sér upp sér kjarnorkusprengju og Ísraelar líti á það sem tilvistarógn. 13. júní 2025 09:09 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Bandaríkjamenn gera loftárásir á Íran Bandaríkjamenn hafa gert loftárásir á þrjár kjarnorkurannsóknarstöðvar í Íran. Þeirra á meðal er neðanjarðarmiðstöðin í Fordó til auðgunar úrans sem er grafin áttatíu metrum undir fjalli. Er hún talin hryggjarstykkið í kjarnorkuvopnaframleiðslugetu Írana. 22. júní 2025 00:01
Íranir séu vikum eða mánuðum frá kjarnorkusprengju Hernaðarsagnfræðingur segir árásir umfangsmiklar loftárásir Ísraela á Íran í nótt ekki koma sér á óvart. Allt bendi til þess að Íranir séu á barmi þess að koma sér upp sér kjarnorkusprengju og Ísraelar líti á það sem tilvistarógn. 13. júní 2025 09:09