Afruglari Þórður Björn Sigurðsson skrifar 22. júní 2025 23:33 Þegar Stöð 2, sem brátt mun heyra sögunni til, kom á markað var dagskráin að mestu leiti rugluð. Hljóð og mynd ógreinileg þó sumir létu sig hafa það á köflum að horfa á læsta dagskrá. Í gríni var sagt að ef menn hristu hausinn á meðan áhorfi stæði eða ef sigti væri sveiflað fyrir vitum, yrði myndin greinileg. Öllu gríni slepptu var hægt að gerast áskrifandi að dýrðinni gegn mánaðargjaldi. NBA, Afi, Grannar. Áskriftinni fylgdi box á stærð við stofuborðsbók sem kallaðist afruglari. Afruglarinn var tengdur við loftnet og sjónvarp og skilaði svo efninu óbrengluðu og skiljanlegu á skjáinn. Afruglari er gott orð. Og ef hægt væri að stinga veröldinni í geopólitískum skilningi í samband við einn slíkan yrði það til mikilla bóta. Í þessu samhengi er ég ekki að hugsa um þá augljósu grimmd og græðgi sem skín í gegn þessi misserin - til að sjá illskuna þarf engan sérstakan búnað. Hins vegar væri sterkur leikur ef hægt væri að afrugla þá valdamenn sem ríða röftum nú sem aldrei fyrr. Að afrugla vora tíma í þágu friðar. Friðar milli manna og gagnvart lífríkinu sem maðurinn hefur nú þegar stórskaðað. Jarðvegur þornar, höf stíga, jöklar hörfa, tegundir hverfa án þess að við kveðjum þær og öfgaveður ryðst fram af æ meiri krafti. Hlýnun jarðar er ekki dulkóðuð mynd — hún er þegar orðin óbrengluð og skýr. Spurningin er hvort við treystum okkur til að horfast í augu við hana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Sjá meira
Þegar Stöð 2, sem brátt mun heyra sögunni til, kom á markað var dagskráin að mestu leiti rugluð. Hljóð og mynd ógreinileg þó sumir létu sig hafa það á köflum að horfa á læsta dagskrá. Í gríni var sagt að ef menn hristu hausinn á meðan áhorfi stæði eða ef sigti væri sveiflað fyrir vitum, yrði myndin greinileg. Öllu gríni slepptu var hægt að gerast áskrifandi að dýrðinni gegn mánaðargjaldi. NBA, Afi, Grannar. Áskriftinni fylgdi box á stærð við stofuborðsbók sem kallaðist afruglari. Afruglarinn var tengdur við loftnet og sjónvarp og skilaði svo efninu óbrengluðu og skiljanlegu á skjáinn. Afruglari er gott orð. Og ef hægt væri að stinga veröldinni í geopólitískum skilningi í samband við einn slíkan yrði það til mikilla bóta. Í þessu samhengi er ég ekki að hugsa um þá augljósu grimmd og græðgi sem skín í gegn þessi misserin - til að sjá illskuna þarf engan sérstakan búnað. Hins vegar væri sterkur leikur ef hægt væri að afrugla þá valdamenn sem ríða röftum nú sem aldrei fyrr. Að afrugla vora tíma í þágu friðar. Friðar milli manna og gagnvart lífríkinu sem maðurinn hefur nú þegar stórskaðað. Jarðvegur þornar, höf stíga, jöklar hörfa, tegundir hverfa án þess að við kveðjum þær og öfgaveður ryðst fram af æ meiri krafti. Hlýnun jarðar er ekki dulkóðuð mynd — hún er þegar orðin óbrengluð og skýr. Spurningin er hvort við treystum okkur til að horfast í augu við hana.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar