Sagði Khamenei „nútíma Hitler“ og að markmiðið sé að fella hann Samúel Karl Ólason skrifar 19. júní 2025 11:51 Israel Katz, varnarmálaráðherra Íran. EPA/ABIR SULTAN Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, segir að Ali Khamenei, æðstiklerkur Íran, sé „nútíma Hitler“ og nauðsynlegt sé að bana honum. Þetta sé orðið eitt helsta markmið Ísraela í Íran. Þetta sagði ráðherrann þegar hann heimsótti sjúkrahús í Ísrael sem varð fyrir eldflaug frá Íran í nótt. Þar fór Katz hörðum orðum um Khamenei. „Einræðisherra eins og Khamenei, sem stýrir ríki eins og Íran og hefur gert útrýmingu Ísrael að yfirlýstu markmiði sínu, þetta hræðilega markmið um eyðileggingu Ísrael, getur ekki verið leyft að vera til,“ sagði Katz, samkvæmt frétt Times of Israel og frétt Al Jazeera. Hann sagði Khamenei hafa um árabil beitt Íran gegn Ísrael og það jafnvel á kostnað þegna sinna. „Í dag sjáum við sönnun þess að hann hafi persónulega fyrirskipað árás á sjúkrahús og íbúðarhús,“ sagði Katz. Þetta sagði hann til sönnunar þess að Khamenei vildi eyða Ísrael. Sjá einnig: Tugir særðir í Ísrael eftir árás Írana á spítala Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa sagt ráðamönnum í Ísrael að hann vildi ekki að þeir reyndu að bana Khamenei. Fyrr í vikunni sagði Trump svo að vitað væri hvar æðstiklerkurinn væri í felum og hann væri auðvelt skotmark. Trump sagðist þó ekki vilja „taka hann úr umferð (Drepa!)“. Að minnsta kosti ekki að svo stöddu. Forsetinn ítrekaði þó í þeirri færslu á Truth Social að hann vildi ekki að írönskum eldflaugum yrði skotið að óbreyttum borgurum eða bandarískum hermönnum. Segja frásganir um herstöð rangar Ísraelski herinn dreifði í morgun yfirlýsingu á farsí um að sögusagnir frá fjölmiðlum í Íran um að Soroka sjúkrahúsið, sem varð fyrir eldflaug í nótt, hafi verið notað í hernaðarlegum tilgangi væru lygar. Slíkar yfirlýsingar fóru í dreifingu á samfélagsmiðlum og birtu íranskir meðal annars grafík sem sögð var sýna hvernig herstöð mætti finna undir sjúkrahúsinu. Mikil hæðni einkenndi þessar yfirlýsingar, þar sem þær líkjast mörgum slíkum sem Ísraelar hafa gefið út varðandi ítrekaðar árásir þeirra á sjúkrahús á Gasaströndinni og að vígamenn Hamas-samtakanna hafi notað þau sjúkrahús. Iranian media posted a sarcastic video claiming there was a military base under the Israeli hospital that was hit today— mocking Israel’s past justification for striking dozens of Gaza hospitals. pic.twitter.com/iGn1zNwIpJ— Clash Report (@clashreport) June 19, 2025 Ísrael Íran Hernaður Donald Trump Tengdar fréttir Vill ekki í stríð en segir klerkastjórnina ekki mega eignast kjarnorkuvopn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist ekki hafa tekið ákvörðun um það hvort hann ætlaði að gera árásir á kjarnorkurannsóknarstöðvar í Íran. Hann sagðist ekki vilja í stríð við Íran en sagði að þegar valið stæði milli þess að berjast eða leyfa klerkastjórninni í Íran að eignast kjarnorkuvopn yrði maður „að gera það sem maður þarf að gera“. 18. júní 2025 22:01 Óttast um líf fjölskyldu sinnar í Íran: „Ég sef ekki á nóttunni“ Íranskur flóttamaður á Íslandi lýsir áhyggjum af fjölskyldu sinni sem er föst í Teheran, þar sem stríð hefur nú geisað í fimm daga. Hann segir að eiginkona sín og barn séu búin að fá dvalarleyfi hér á landi en fyrirtækið sem skaffar vegabréfsáritanir í Íran sé lokað vegna stríðsins. 18. júní 2025 17:11 Fjórtán tonna sprengjan sem Ísraela vantar Ráðamenn í Ísrael hafa um nokkuð skeið reynt að fá Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til að aðstoða við árásir á Íran. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, er sagður hafa tvisvar sinnum beðið Trump persónulega um að fá aðstoð í formi fjórtán tonna sprengju sem hönnuð er til að granda byrgjum sem grafin eru djúpt í jörðu. 18. júní 2025 16:15 „Kannski geri ég það, kannski geri ég það ekki“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Bandaríkin kannski munu skerast í leikinn í átökum Írana og Ísraela, þrátt fyrir að Íranir hafi hótað „óbætanlegu tjóni“ ef þau gerðu það. Forsetinn segist hafa gefið Írönum úrslitakost, eða raunar „úrslita-úrslitakost“. 18. júní 2025 15:21 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira
Þetta sagði ráðherrann þegar hann heimsótti sjúkrahús í Ísrael sem varð fyrir eldflaug frá Íran í nótt. Þar fór Katz hörðum orðum um Khamenei. „Einræðisherra eins og Khamenei, sem stýrir ríki eins og Íran og hefur gert útrýmingu Ísrael að yfirlýstu markmiði sínu, þetta hræðilega markmið um eyðileggingu Ísrael, getur ekki verið leyft að vera til,“ sagði Katz, samkvæmt frétt Times of Israel og frétt Al Jazeera. Hann sagði Khamenei hafa um árabil beitt Íran gegn Ísrael og það jafnvel á kostnað þegna sinna. „Í dag sjáum við sönnun þess að hann hafi persónulega fyrirskipað árás á sjúkrahús og íbúðarhús,“ sagði Katz. Þetta sagði hann til sönnunar þess að Khamenei vildi eyða Ísrael. Sjá einnig: Tugir særðir í Ísrael eftir árás Írana á spítala Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa sagt ráðamönnum í Ísrael að hann vildi ekki að þeir reyndu að bana Khamenei. Fyrr í vikunni sagði Trump svo að vitað væri hvar æðstiklerkurinn væri í felum og hann væri auðvelt skotmark. Trump sagðist þó ekki vilja „taka hann úr umferð (Drepa!)“. Að minnsta kosti ekki að svo stöddu. Forsetinn ítrekaði þó í þeirri færslu á Truth Social að hann vildi ekki að írönskum eldflaugum yrði skotið að óbreyttum borgurum eða bandarískum hermönnum. Segja frásganir um herstöð rangar Ísraelski herinn dreifði í morgun yfirlýsingu á farsí um að sögusagnir frá fjölmiðlum í Íran um að Soroka sjúkrahúsið, sem varð fyrir eldflaug í nótt, hafi verið notað í hernaðarlegum tilgangi væru lygar. Slíkar yfirlýsingar fóru í dreifingu á samfélagsmiðlum og birtu íranskir meðal annars grafík sem sögð var sýna hvernig herstöð mætti finna undir sjúkrahúsinu. Mikil hæðni einkenndi þessar yfirlýsingar, þar sem þær líkjast mörgum slíkum sem Ísraelar hafa gefið út varðandi ítrekaðar árásir þeirra á sjúkrahús á Gasaströndinni og að vígamenn Hamas-samtakanna hafi notað þau sjúkrahús. Iranian media posted a sarcastic video claiming there was a military base under the Israeli hospital that was hit today— mocking Israel’s past justification for striking dozens of Gaza hospitals. pic.twitter.com/iGn1zNwIpJ— Clash Report (@clashreport) June 19, 2025
Ísrael Íran Hernaður Donald Trump Tengdar fréttir Vill ekki í stríð en segir klerkastjórnina ekki mega eignast kjarnorkuvopn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist ekki hafa tekið ákvörðun um það hvort hann ætlaði að gera árásir á kjarnorkurannsóknarstöðvar í Íran. Hann sagðist ekki vilja í stríð við Íran en sagði að þegar valið stæði milli þess að berjast eða leyfa klerkastjórninni í Íran að eignast kjarnorkuvopn yrði maður „að gera það sem maður þarf að gera“. 18. júní 2025 22:01 Óttast um líf fjölskyldu sinnar í Íran: „Ég sef ekki á nóttunni“ Íranskur flóttamaður á Íslandi lýsir áhyggjum af fjölskyldu sinni sem er föst í Teheran, þar sem stríð hefur nú geisað í fimm daga. Hann segir að eiginkona sín og barn séu búin að fá dvalarleyfi hér á landi en fyrirtækið sem skaffar vegabréfsáritanir í Íran sé lokað vegna stríðsins. 18. júní 2025 17:11 Fjórtán tonna sprengjan sem Ísraela vantar Ráðamenn í Ísrael hafa um nokkuð skeið reynt að fá Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til að aðstoða við árásir á Íran. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, er sagður hafa tvisvar sinnum beðið Trump persónulega um að fá aðstoð í formi fjórtán tonna sprengju sem hönnuð er til að granda byrgjum sem grafin eru djúpt í jörðu. 18. júní 2025 16:15 „Kannski geri ég það, kannski geri ég það ekki“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Bandaríkin kannski munu skerast í leikinn í átökum Írana og Ísraela, þrátt fyrir að Íranir hafi hótað „óbætanlegu tjóni“ ef þau gerðu það. Forsetinn segist hafa gefið Írönum úrslitakost, eða raunar „úrslita-úrslitakost“. 18. júní 2025 15:21 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira
Vill ekki í stríð en segir klerkastjórnina ekki mega eignast kjarnorkuvopn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist ekki hafa tekið ákvörðun um það hvort hann ætlaði að gera árásir á kjarnorkurannsóknarstöðvar í Íran. Hann sagðist ekki vilja í stríð við Íran en sagði að þegar valið stæði milli þess að berjast eða leyfa klerkastjórninni í Íran að eignast kjarnorkuvopn yrði maður „að gera það sem maður þarf að gera“. 18. júní 2025 22:01
Óttast um líf fjölskyldu sinnar í Íran: „Ég sef ekki á nóttunni“ Íranskur flóttamaður á Íslandi lýsir áhyggjum af fjölskyldu sinni sem er föst í Teheran, þar sem stríð hefur nú geisað í fimm daga. Hann segir að eiginkona sín og barn séu búin að fá dvalarleyfi hér á landi en fyrirtækið sem skaffar vegabréfsáritanir í Íran sé lokað vegna stríðsins. 18. júní 2025 17:11
Fjórtán tonna sprengjan sem Ísraela vantar Ráðamenn í Ísrael hafa um nokkuð skeið reynt að fá Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til að aðstoða við árásir á Íran. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, er sagður hafa tvisvar sinnum beðið Trump persónulega um að fá aðstoð í formi fjórtán tonna sprengju sem hönnuð er til að granda byrgjum sem grafin eru djúpt í jörðu. 18. júní 2025 16:15
„Kannski geri ég það, kannski geri ég það ekki“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Bandaríkin kannski munu skerast í leikinn í átökum Írana og Ísraela, þrátt fyrir að Íranir hafi hótað „óbætanlegu tjóni“ ef þau gerðu það. Forsetinn segist hafa gefið Írönum úrslitakost, eða raunar „úrslita-úrslitakost“. 18. júní 2025 15:21