Sammála Attenborough og segir tegundir þurrkaðar út Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. júní 2025 20:03 Arthur Bogason formaður Landssambands smábátaeigenda segir botnvörpuveiðar Íslendinga of algengar. Þær hafi þurrkað tegundir út. Sambandið auglýsti málið í blöðum fyrir næstum þrjátíu árum. Vísir Tegundir hafa þurrkast út við landið vegna botnvörpuveiða að sögn formanns Landssambands smábátaeigenda. Sambandið tekur undir áhyggjur sem koma fram í heimildarmynd David Attenborough um skaðsemi veiðanna á lífríki sjávar. Gjöreyðilegging af völdum botnvörpuveiða er meðal þess sem kemur fram í Hafinu nýrri heimildarmynd breska sjónvarpsmannsins Davids Attenboroughs. Leikstjóri myndarinnar sagði í samtali við fréttastofu þegar myndin var frumsýnd í maí að hann vonaði að myndin hreyfði við þjóðum sem stunda slíkar veiðar. Landssambandið bent á skaðsemi í 40 ár Landssamband smábátaeigenda hefur lengi bent á að botnvörpuveiðar séu skaðlegri en aðrar veiðiaðferðir að sögn Arthurs Bogasonar. Sambandið krefst þess að veiðiaðferðirnar verði rannsakaðar. „Við höfum allt frá stofnun félagsins fyrir 40 árum haft áhyggjur af því að það skipti jafnmiklu máli hvernig er veitt og hversu mikið er veitt. Þetta er ekkert sem kemur okkur á óvart. Myndefni eins og í heimildarmyndinni er búið að vera til hér á landi í áratugi. Það hefur bara ekkert verið gert með það. Við höfum reynt að gera Hafró, stjórnmálamönnum og hagsmunasamtökum viðvart um skaðsemi slíkra veiðiaðferða en það hefur ríkt algjör þögn í málaflokknum,“ segir Arthur. Enginn humar vegna veiðiaðferðar Hann telur að slíkar aðferðir við að veiða humar hafi haft þau áhrif að hann veiðist ekki á sumum svæðum við Ísland. „Sjávartúvegsfyrirtækjum tókst að veiða og eyðileggja svæðin sem humarinn hefst við á vegna slíkra veiðiaðferða og ráðgjöf Hafró um veiði á stofninum hefur verið núll í nokkur ár,“ segir Arthur. Auglýsing Landssamband smábátaeigenda gegn botnvörpuveiðum birtist í fjölmiðlum árið 2001. Sambandið hefur lengi barist gegn slíkum veiðum að sögn formannsins.Vísir Þá segir hann botnvörpuveiðar notaðar að stærstum hluta þegar þorskur er veiddur við landið. „Það liggur fyrir að 66 prósent af þorskinum sem veiddur var á síðasta almanaksári var veiddur með botndregnum veiðafærum. Ég er sannfærður um að það er alltof hátt,“ segir Arthur. Hann segist enn fremur hafa verið við veiðar á togurum á yngri árum þar sem botnvörpuveiðar hafi verið stundaðar. Hann hafi séð alls kyns tegundir koma í netin og heilu kóralarnir hafi verið dregnir upp. Hann telur að þær veiðarnar hafi því skilið eftir sig sviðinn hafsbotn. Sjávarútvegur Alþingi Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Sjá meira
Gjöreyðilegging af völdum botnvörpuveiða er meðal þess sem kemur fram í Hafinu nýrri heimildarmynd breska sjónvarpsmannsins Davids Attenboroughs. Leikstjóri myndarinnar sagði í samtali við fréttastofu þegar myndin var frumsýnd í maí að hann vonaði að myndin hreyfði við þjóðum sem stunda slíkar veiðar. Landssambandið bent á skaðsemi í 40 ár Landssamband smábátaeigenda hefur lengi bent á að botnvörpuveiðar séu skaðlegri en aðrar veiðiaðferðir að sögn Arthurs Bogasonar. Sambandið krefst þess að veiðiaðferðirnar verði rannsakaðar. „Við höfum allt frá stofnun félagsins fyrir 40 árum haft áhyggjur af því að það skipti jafnmiklu máli hvernig er veitt og hversu mikið er veitt. Þetta er ekkert sem kemur okkur á óvart. Myndefni eins og í heimildarmyndinni er búið að vera til hér á landi í áratugi. Það hefur bara ekkert verið gert með það. Við höfum reynt að gera Hafró, stjórnmálamönnum og hagsmunasamtökum viðvart um skaðsemi slíkra veiðiaðferða en það hefur ríkt algjör þögn í málaflokknum,“ segir Arthur. Enginn humar vegna veiðiaðferðar Hann telur að slíkar aðferðir við að veiða humar hafi haft þau áhrif að hann veiðist ekki á sumum svæðum við Ísland. „Sjávartúvegsfyrirtækjum tókst að veiða og eyðileggja svæðin sem humarinn hefst við á vegna slíkra veiðiaðferða og ráðgjöf Hafró um veiði á stofninum hefur verið núll í nokkur ár,“ segir Arthur. Auglýsing Landssamband smábátaeigenda gegn botnvörpuveiðum birtist í fjölmiðlum árið 2001. Sambandið hefur lengi barist gegn slíkum veiðum að sögn formannsins.Vísir Þá segir hann botnvörpuveiðar notaðar að stærstum hluta þegar þorskur er veiddur við landið. „Það liggur fyrir að 66 prósent af þorskinum sem veiddur var á síðasta almanaksári var veiddur með botndregnum veiðafærum. Ég er sannfærður um að það er alltof hátt,“ segir Arthur. Hann segist enn fremur hafa verið við veiðar á togurum á yngri árum þar sem botnvörpuveiðar hafi verið stundaðar. Hann hafi séð alls kyns tegundir koma í netin og heilu kóralarnir hafi verið dregnir upp. Hann telur að þær veiðarnar hafi því skilið eftir sig sviðinn hafsbotn.
Sjávarútvegur Alþingi Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Sjá meira