Einar horfir til hægri Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. júní 2025 13:19 Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík. vísir/vilhelm Borgarstjórnarflokkur Framsóknar myndi þurrkast út ef gengið yrði til kosninga í dag samkvæmt nýrri könnun Gallup. Oddviti flokksins segist ósáttur við niðurstöðuna og telur uppi skýrt ákall um nýjan meirihluta til hægri. Framsókn mælist með þriggja prósenta fylgi í nýrri könnun Gallup sem unnin var fyrir Viðskiptablaðið og myndi samkvæmt því missa alla sína fjóra fulltrúa úr borgarstjórn Reykjavíkur. Fallið er hátt þar sem flokkurinn uppskar sögulegt nítján prósenta fylgi í síðustu kosningum. „Við erum auðvitað ósátt við þessa könnun enda teljum við að Framsókn hafi sýnt borgarbúum að við tókum í taumana á þessu kjörtímabili,“ segir Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík. Innan við ár er í næstu sveitastjórnarkosningar og Einar segir flokkinn ætla að nýta tímann vel og veita meirihlutanum öflugt aðhald. Hann íhugi sína stöðu ekkert sérstaklega vegna þessa. „Nei, þetta er ein könnun. Auðvitað er hún ekki góð en við erum kosin til að láta gott af okkur leiða og höldum því ótrauð áfram.“ Ákall eftir því að skipta „rækilega um meirihluta“ Samkvæmt könnuninni mælist Sjálfstæðisflokkurinn með mest fylgi flokka í Reykjavík, eða þrjátíu og eitt prósent og myndi fara úr sex borgarfulltrúum í átta. Þá myndi Miðflokkurinn fá einn borgarfulltrúa kjörinn en flokkurinn er ekki með neinn í dag. „Ég held að það sé ákall eftir því að skipta rækilega um meirihluta og það var nú það sem við reyndum að gera á þessu kjörtímabili með því að ganga frá því samstarfi sem við vorum í og mynda meirihluta með Viðreisn, Sjálfstæðisflokki og Flokki Fólksins. Ef það hefði gengið, og Flokkur fólksins hefði staðið við það sem hann sagði, hefði það verið mjög til bóta fyrir Reykvíkinga. En það gekk ekki eftir og Flokkur fólksins ákvað að fara í þennan róttæka vinstri meirihluta. Vonandi vinnur sá meirihluti ekki mikið tjón á rekstri borgarinnar og þjónustu og það verður hægt að skipta honum út eftir næstu kosningar en þá þarf Framsókn svo sannarlega að vaxa.“ Einar Þorsteinsson lýsir meirihlutanum sem tók við í borginni í ársbyrjum sem róttækum vinstri meirihluta.Vísir/Vilhelm Samfylkingin mælist nú með 26 prósenta fylgi og myndi samkvæmt því bæta við sig tveimur fulltrúum og fá sjö kjörna. Viðreisn færi úr einum í tvo en staða Flokks fólksins, Sósíalista og Vinstri Grænna héldist óbreytt. Píratar tapa tveimur og fara úr þremur fulltrúum í einn. „Ég hef reynt samstarf með þessum flokkum og sumu tókst að breyta en ég held að það verði erfitt fyrir Framsókn að mynda meirihluta með þeim aftur á meðan stefnan er svona einstrenginsleg og einkennist af tilraunamennsku eins og Brákarborgarævintýrið ber með sér. Við verðum einfaldlega að fá ferska vinda inn í borgina,“ segir Einar. Staða formannsins Sigurðar Inga Jóhannssonar hefur verið til umræðu í kjölfar skoðanakannana undanfarið.Vísir/Vilhelm Framsókn hefur ekki riðið feitum hesti frá skoðanakönnunum undanfarið. Fylgið á landsvísu hefur hríðfallið og mældist 5,5 prósent í síðasta þjóðarpúlsi Gallup. Einar segir mögulegt að sú staða endurspeglist í fylginu í borginni. Kallar þetta á nýja forystu í flokknum? „Það er alveg rétt að flokkurinn stendur ekki vel á landsvísu og um það hefur verið mikil umræða innan flokksins. Á næsta ári er flokksþing og það er náttúrulega flokksins að ákveða hver er í forsvari fyrir flokkinn og hvernig við beitum okkur sem öflugt stjórnmálaafl. Ég treysti bara flokknum til þess að meta það.“ Framsóknarflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Skoðanakannanir Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Framsókn mælist með þriggja prósenta fylgi í nýrri könnun Gallup sem unnin var fyrir Viðskiptablaðið og myndi samkvæmt því missa alla sína fjóra fulltrúa úr borgarstjórn Reykjavíkur. Fallið er hátt þar sem flokkurinn uppskar sögulegt nítján prósenta fylgi í síðustu kosningum. „Við erum auðvitað ósátt við þessa könnun enda teljum við að Framsókn hafi sýnt borgarbúum að við tókum í taumana á þessu kjörtímabili,“ segir Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík. Innan við ár er í næstu sveitastjórnarkosningar og Einar segir flokkinn ætla að nýta tímann vel og veita meirihlutanum öflugt aðhald. Hann íhugi sína stöðu ekkert sérstaklega vegna þessa. „Nei, þetta er ein könnun. Auðvitað er hún ekki góð en við erum kosin til að láta gott af okkur leiða og höldum því ótrauð áfram.“ Ákall eftir því að skipta „rækilega um meirihluta“ Samkvæmt könnuninni mælist Sjálfstæðisflokkurinn með mest fylgi flokka í Reykjavík, eða þrjátíu og eitt prósent og myndi fara úr sex borgarfulltrúum í átta. Þá myndi Miðflokkurinn fá einn borgarfulltrúa kjörinn en flokkurinn er ekki með neinn í dag. „Ég held að það sé ákall eftir því að skipta rækilega um meirihluta og það var nú það sem við reyndum að gera á þessu kjörtímabili með því að ganga frá því samstarfi sem við vorum í og mynda meirihluta með Viðreisn, Sjálfstæðisflokki og Flokki Fólksins. Ef það hefði gengið, og Flokkur fólksins hefði staðið við það sem hann sagði, hefði það verið mjög til bóta fyrir Reykvíkinga. En það gekk ekki eftir og Flokkur fólksins ákvað að fara í þennan róttæka vinstri meirihluta. Vonandi vinnur sá meirihluti ekki mikið tjón á rekstri borgarinnar og þjónustu og það verður hægt að skipta honum út eftir næstu kosningar en þá þarf Framsókn svo sannarlega að vaxa.“ Einar Þorsteinsson lýsir meirihlutanum sem tók við í borginni í ársbyrjum sem róttækum vinstri meirihluta.Vísir/Vilhelm Samfylkingin mælist nú með 26 prósenta fylgi og myndi samkvæmt því bæta við sig tveimur fulltrúum og fá sjö kjörna. Viðreisn færi úr einum í tvo en staða Flokks fólksins, Sósíalista og Vinstri Grænna héldist óbreytt. Píratar tapa tveimur og fara úr þremur fulltrúum í einn. „Ég hef reynt samstarf með þessum flokkum og sumu tókst að breyta en ég held að það verði erfitt fyrir Framsókn að mynda meirihluta með þeim aftur á meðan stefnan er svona einstrenginsleg og einkennist af tilraunamennsku eins og Brákarborgarævintýrið ber með sér. Við verðum einfaldlega að fá ferska vinda inn í borgina,“ segir Einar. Staða formannsins Sigurðar Inga Jóhannssonar hefur verið til umræðu í kjölfar skoðanakannana undanfarið.Vísir/Vilhelm Framsókn hefur ekki riðið feitum hesti frá skoðanakönnunum undanfarið. Fylgið á landsvísu hefur hríðfallið og mældist 5,5 prósent í síðasta þjóðarpúlsi Gallup. Einar segir mögulegt að sú staða endurspeglist í fylginu í borginni. Kallar þetta á nýja forystu í flokknum? „Það er alveg rétt að flokkurinn stendur ekki vel á landsvísu og um það hefur verið mikil umræða innan flokksins. Á næsta ári er flokksþing og það er náttúrulega flokksins að ákveða hver er í forsvari fyrir flokkinn og hvernig við beitum okkur sem öflugt stjórnmálaafl. Ég treysti bara flokknum til þess að meta það.“
Framsóknarflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Skoðanakannanir Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent