Sjófólksdagurinn Sighvatur Björgvinsson skrifar 18. júní 2025 13:00 Mér er enn minnisstætt þegar málfarsráðunautur ríkiútvarpsins lét hætta að greina frá því, hver hefði verið tilnefndur maður ársins. Þess í stað varð til hjá RUV manneskja ársins. Ástæða: Kona getur ekki verið verið maður – því orðið maður er karlkyns. Sé kona kjörin til að njóta þeirrar virðingar, sem táknuð var með heitinu maður ársins skal sú virðigarstaða heita manneskja ársins. Það hæfir konu og skal því svo vera. Feðravaldið burt! …og að lokum þingnár. Eins er að mestu hætt að kalla konu, sem situr á Alþingi Íslendinga, þingmann. Feðraveldið verður þar að víkja. Slíka konu ber að nefna þingkonu. En nú stendur svo á að kynin á Íslandi teljast vera fleiri en bara karl og kona. Tillit til þess verður talsmátinn að taka. Sjálfsagt kemur að því að hvorki þingmaður né þingkona geta talist réttnefni. Þá verður væntanlega til þingkvár. Og þingtrans! Jafnvel nær málvöndunn svo langt að líka verður hægt að brúka heitið þingnár. Þ.e.a.s.þegar viðkomandi þingmaður, þingkona, þingkvár eða þingtrans hafa lokið sinni hérvist. Nýtt heiti – sami dagur. Hví kemur mér þetta í hug. Nýliðinn er sá dagur, sem á góðri íslensku hefur borið heitið sjómannadagur. Hann er sunginn, kveðinn, kyrjaður – margauglýstur í RÚV auðkenndur af sömu harðdrægu ferðraveldissjónarmiðum og áður einkenndu manneskju ársins. Er ekki löngu kominn tími til þess að málfarsráðunautur RUV beiti hér valdi sínu. Hver og einn sem sjóinn sækir getur verið sjómaður, sjókona, sjókvár eða sjótrans – og sjónár eftir að lífinu lýkur. Hvílíkt tækifæri fyrir málfarsráðunaut RUV og aðra andstæðinga feðraveldisins í orðavali. Og næst þegar sá dagur rennur upp, sem kenndur hefur verið við sjósóknara mun heitið væntanlega vera sjófólksdagurinn. Nær þá til alls fólks, sem sjóinn stundar – jafnt til sjókarla, sjókvenna,sjókvár, sjótrans – og líka sjónái. Höfundur er fyrrv.alþingismaður ekki orðinn sjónár. Kæri málfarsráðunautur RUV. Hvílíkt tækifæri! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Mér er enn minnisstætt þegar málfarsráðunautur ríkiútvarpsins lét hætta að greina frá því, hver hefði verið tilnefndur maður ársins. Þess í stað varð til hjá RUV manneskja ársins. Ástæða: Kona getur ekki verið verið maður – því orðið maður er karlkyns. Sé kona kjörin til að njóta þeirrar virðingar, sem táknuð var með heitinu maður ársins skal sú virðigarstaða heita manneskja ársins. Það hæfir konu og skal því svo vera. Feðravaldið burt! …og að lokum þingnár. Eins er að mestu hætt að kalla konu, sem situr á Alþingi Íslendinga, þingmann. Feðraveldið verður þar að víkja. Slíka konu ber að nefna þingkonu. En nú stendur svo á að kynin á Íslandi teljast vera fleiri en bara karl og kona. Tillit til þess verður talsmátinn að taka. Sjálfsagt kemur að því að hvorki þingmaður né þingkona geta talist réttnefni. Þá verður væntanlega til þingkvár. Og þingtrans! Jafnvel nær málvöndunn svo langt að líka verður hægt að brúka heitið þingnár. Þ.e.a.s.þegar viðkomandi þingmaður, þingkona, þingkvár eða þingtrans hafa lokið sinni hérvist. Nýtt heiti – sami dagur. Hví kemur mér þetta í hug. Nýliðinn er sá dagur, sem á góðri íslensku hefur borið heitið sjómannadagur. Hann er sunginn, kveðinn, kyrjaður – margauglýstur í RÚV auðkenndur af sömu harðdrægu ferðraveldissjónarmiðum og áður einkenndu manneskju ársins. Er ekki löngu kominn tími til þess að málfarsráðunautur RUV beiti hér valdi sínu. Hver og einn sem sjóinn sækir getur verið sjómaður, sjókona, sjókvár eða sjótrans – og sjónár eftir að lífinu lýkur. Hvílíkt tækifæri fyrir málfarsráðunaut RUV og aðra andstæðinga feðraveldisins í orðavali. Og næst þegar sá dagur rennur upp, sem kenndur hefur verið við sjósóknara mun heitið væntanlega vera sjófólksdagurinn. Nær þá til alls fólks, sem sjóinn stundar – jafnt til sjókarla, sjókvenna,sjókvár, sjótrans – og líka sjónái. Höfundur er fyrrv.alþingismaður ekki orðinn sjónár. Kæri málfarsráðunautur RUV. Hvílíkt tækifæri!
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar