Tugir drepnir á meðan þau biðu eftir matarskammti Lovísa Arnardóttir skrifar 18. júní 2025 07:34 Fólk syrgði þau sem voru drepin í Khan Younis í gær á meðan þau biðu eftir því að fá mat. Særð og látin voru flutt á Nasser spítalann. Vísir/Getty Rúmlega fimmtíu Palestínubúar voru drepnir og um 200 særðir á Gasa á meðan þau biðu þess að bílum á vegum Sameinuðu þjóðanna með hjálpargögn yrðu ekið inn á Khan Younis. Það er samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu á Gasa og spítala á svæðinu. Særð og látin voru flutt á Nasser spítalann sem hefur staðfest 51 andlát en samtökin Læknar án landamæra segja þau 59 og að 200 til viðbótar hafi særst á meðan þau biðu eftir því að fá skammt af hveiti í Khan Younis Fjallað er um þetta á vef AP. Þar er haft eftir vitni að árásinni að Ísraelar hafi hafið loftárás á heimili í Khan Younis og svo skotárásir í átt að mannfjöldanum. Í frétt AP segir enn fremur að Ísraelsher segir hermann hafa tekið eftir því að fólk væri að safnast saman við bíl með hjálpargögnum sem hafi verið fastur í Khan Younis. Þeir segja nokkra hafa dáið og að stjórnvöld muni rannsaka atvikið. Í vestur Gasa, á Rashid stræti, fengu Palestínubúar afhent hveiti í gær í kjölfar þess að bílum með hjálpargögn var hleypt inn á svæðið.Vísir/EPA Mannúðaraðstoð Sameinuðu þjóðanna, OCHA, segir fólkið hafa verið að bíða eftir matarskammt frá Sameinuðu þjóðunum. Í frétt AP segir einnig að loftárásir Ísraela á Ramallah á Vesturbakkanum hafi leitt til þess að ekkert síma- eða internetsamband var á Gasa. Skotið á fólk að sækja sér aðstoð Palestínumenn hafa ítrekað greint frá því síðustu vikur að Ísraelar hafi skotið á hópa fólks sem bíður þess að fá afhentan mat við dreifingarmiðstöðvar sem eru reknar af Bandaríkjamönnum og Ísraelum og opnuðu í síðasta mánuði. Ísraelar hafa viðurkennt að hafa skotið viðvörunarskotum að fólki sem þeim þykir hafa nálgast stöðvarnar með grunsamlegum hætti. Tilgangur stöðvanna er samkvæmt Ísrael að koma í veg fyrir að Hamas taki af neyðaraðstoðinni. Sameinuðu þjóðirnar og aðrar hjálparstofnanir hafa þvertekið fyrir að hjálpargögnum sé dreift til aðila sem ekki eigi að fá hana og hafa hafnað þessu nýja kerfi. Þau segja að ekki sé hægt að mæta þörfum fólksins á Gasa með því og að það sé mannréttindabrot að Ísraelar stjórni því hverjir fái aðstoð. Sérfræðingar hafa ítrekað varað við því að hungursneyð sé yfirvofandi á svæðinu en um tvær milljónir Palesínubúa búa á Gasa. Maður sem var drepinn við að sækja sér hveiti er borinn burt á Rashid stræti á vestur Gasa.Vísir/EPA Sameinuðu þjóðirnar hafa átt í vandræðum með að koma hjálpargögnum inn á Gasa frá mars þegar Ísrael lokaði á það. Í maí var svo opnað aftur með skilyrðum um að hjálpargögnin færu í gegnum stöðvarnar sem þeir reka með Bandaríkjunum. 55 þúsund drepin á Gasa Frá október 2023 hefur ísraelski herinn drepið rúmlega 55 þúsund Palestínubúa, meira en helmingur þeirra eru konur og börn samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu á Gasa. Ekki er gerður greinarmunur í þessum tölum á almennum borgurum og stríðsmanni. Ísraelar hófu áráris sínar í október í kjölfar þess að Hamas drap um 1.200 Ísraela, mestmegnis almenna borgara, og tóku 251 gísl. Enn eru 53 þeirra í haldi Hamas, flestir látnir. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Bandaríkin Tengdar fréttir Árásum á Teheran fjölgar og enn einn hershöfðinginn felldur Árásir Ísraela á Íran hafa haldið áfram í nótt og aukist að umfangi ef eitthvað er. Enn er beðið eftir því hvort Bandaríkjamenn ákveði að taka beinan þátt í hernaðinum en Donald Trump forseti hefur sent frá sér nokkrar yfirlýsingar á sem gefa slíkt til kynna. 18. júní 2025 06:38 Drápu tugi sem biðu þess að fá mat Minnst 51 er talinn af og meira en tvö hundruð eru særðir eftir að Ísraelsher hóf að skjóta á Palestínumenn nærri starfsstöð hjálparsamtaka í suðurhluta Gasa í dag. 17. júní 2025 11:22 Trump segir fólki að yfirgefa Tehran hið snarasta Íranar halda áfram að skjóta eldflaugum á Ísrael, eftir að Ísraelar hafa gert umfangsmiklar loftárásir í Íran. Eldflaugunum virðist þó fara sífellt fækkandi og Ísraelar segjast hafa tryggt sér yfirráð í háloftunum yfir Íran. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í kvöld að allir íbúar Tehran, höfuðborgar Íran, ættu að flýja en Bandaríkin hafa verið að flytja umtalsverðan herafla til Mið-Austurlanda. 16. júní 2025 22:57 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Sjá meira
Særð og látin voru flutt á Nasser spítalann sem hefur staðfest 51 andlát en samtökin Læknar án landamæra segja þau 59 og að 200 til viðbótar hafi særst á meðan þau biðu eftir því að fá skammt af hveiti í Khan Younis Fjallað er um þetta á vef AP. Þar er haft eftir vitni að árásinni að Ísraelar hafi hafið loftárás á heimili í Khan Younis og svo skotárásir í átt að mannfjöldanum. Í frétt AP segir enn fremur að Ísraelsher segir hermann hafa tekið eftir því að fólk væri að safnast saman við bíl með hjálpargögnum sem hafi verið fastur í Khan Younis. Þeir segja nokkra hafa dáið og að stjórnvöld muni rannsaka atvikið. Í vestur Gasa, á Rashid stræti, fengu Palestínubúar afhent hveiti í gær í kjölfar þess að bílum með hjálpargögn var hleypt inn á svæðið.Vísir/EPA Mannúðaraðstoð Sameinuðu þjóðanna, OCHA, segir fólkið hafa verið að bíða eftir matarskammt frá Sameinuðu þjóðunum. Í frétt AP segir einnig að loftárásir Ísraela á Ramallah á Vesturbakkanum hafi leitt til þess að ekkert síma- eða internetsamband var á Gasa. Skotið á fólk að sækja sér aðstoð Palestínumenn hafa ítrekað greint frá því síðustu vikur að Ísraelar hafi skotið á hópa fólks sem bíður þess að fá afhentan mat við dreifingarmiðstöðvar sem eru reknar af Bandaríkjamönnum og Ísraelum og opnuðu í síðasta mánuði. Ísraelar hafa viðurkennt að hafa skotið viðvörunarskotum að fólki sem þeim þykir hafa nálgast stöðvarnar með grunsamlegum hætti. Tilgangur stöðvanna er samkvæmt Ísrael að koma í veg fyrir að Hamas taki af neyðaraðstoðinni. Sameinuðu þjóðirnar og aðrar hjálparstofnanir hafa þvertekið fyrir að hjálpargögnum sé dreift til aðila sem ekki eigi að fá hana og hafa hafnað þessu nýja kerfi. Þau segja að ekki sé hægt að mæta þörfum fólksins á Gasa með því og að það sé mannréttindabrot að Ísraelar stjórni því hverjir fái aðstoð. Sérfræðingar hafa ítrekað varað við því að hungursneyð sé yfirvofandi á svæðinu en um tvær milljónir Palesínubúa búa á Gasa. Maður sem var drepinn við að sækja sér hveiti er borinn burt á Rashid stræti á vestur Gasa.Vísir/EPA Sameinuðu þjóðirnar hafa átt í vandræðum með að koma hjálpargögnum inn á Gasa frá mars þegar Ísrael lokaði á það. Í maí var svo opnað aftur með skilyrðum um að hjálpargögnin færu í gegnum stöðvarnar sem þeir reka með Bandaríkjunum. 55 þúsund drepin á Gasa Frá október 2023 hefur ísraelski herinn drepið rúmlega 55 þúsund Palestínubúa, meira en helmingur þeirra eru konur og börn samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu á Gasa. Ekki er gerður greinarmunur í þessum tölum á almennum borgurum og stríðsmanni. Ísraelar hófu áráris sínar í október í kjölfar þess að Hamas drap um 1.200 Ísraela, mestmegnis almenna borgara, og tóku 251 gísl. Enn eru 53 þeirra í haldi Hamas, flestir látnir.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Bandaríkin Tengdar fréttir Árásum á Teheran fjölgar og enn einn hershöfðinginn felldur Árásir Ísraela á Íran hafa haldið áfram í nótt og aukist að umfangi ef eitthvað er. Enn er beðið eftir því hvort Bandaríkjamenn ákveði að taka beinan þátt í hernaðinum en Donald Trump forseti hefur sent frá sér nokkrar yfirlýsingar á sem gefa slíkt til kynna. 18. júní 2025 06:38 Drápu tugi sem biðu þess að fá mat Minnst 51 er talinn af og meira en tvö hundruð eru særðir eftir að Ísraelsher hóf að skjóta á Palestínumenn nærri starfsstöð hjálparsamtaka í suðurhluta Gasa í dag. 17. júní 2025 11:22 Trump segir fólki að yfirgefa Tehran hið snarasta Íranar halda áfram að skjóta eldflaugum á Ísrael, eftir að Ísraelar hafa gert umfangsmiklar loftárásir í Íran. Eldflaugunum virðist þó fara sífellt fækkandi og Ísraelar segjast hafa tryggt sér yfirráð í háloftunum yfir Íran. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í kvöld að allir íbúar Tehran, höfuðborgar Íran, ættu að flýja en Bandaríkin hafa verið að flytja umtalsverðan herafla til Mið-Austurlanda. 16. júní 2025 22:57 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Sjá meira
Árásum á Teheran fjölgar og enn einn hershöfðinginn felldur Árásir Ísraela á Íran hafa haldið áfram í nótt og aukist að umfangi ef eitthvað er. Enn er beðið eftir því hvort Bandaríkjamenn ákveði að taka beinan þátt í hernaðinum en Donald Trump forseti hefur sent frá sér nokkrar yfirlýsingar á sem gefa slíkt til kynna. 18. júní 2025 06:38
Drápu tugi sem biðu þess að fá mat Minnst 51 er talinn af og meira en tvö hundruð eru særðir eftir að Ísraelsher hóf að skjóta á Palestínumenn nærri starfsstöð hjálparsamtaka í suðurhluta Gasa í dag. 17. júní 2025 11:22
Trump segir fólki að yfirgefa Tehran hið snarasta Íranar halda áfram að skjóta eldflaugum á Ísrael, eftir að Ísraelar hafa gert umfangsmiklar loftárásir í Íran. Eldflaugunum virðist þó fara sífellt fækkandi og Ísraelar segjast hafa tryggt sér yfirráð í háloftunum yfir Íran. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í kvöld að allir íbúar Tehran, höfuðborgar Íran, ættu að flýja en Bandaríkin hafa verið að flytja umtalsverðan herafla til Mið-Austurlanda. 16. júní 2025 22:57