Verða boðaðar kjarabætur örorkulífeyristaka að veruleika eða ekki? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar 16. júní 2025 16:31 Hinn 1. september nk. tekur gildi breytt örorkulífeyriskerfi sem ætlað er að færa flestum örorkulífeyristökum á Íslandi bætt kjör. Hjá stórum hópi lífeyristaka mun þó ekki verða nein kjarabót þar sem nauðsynlegar breytingar á greiðslum örorkulífeyris frá lífeyrissjóðum hafa ekki verið gerðar. Hópurinn sem um ræðir eru einstaklingar sem eiga bæði rétt á örorkulífeyri frá almannatryggingum og lífeyrissjóðum. Vegna þess sem kallað hefur verið „víxlverkun“ á milli þessara tveggja kerfa munu greiðslur frá lífeyrissjóðum í fjölmörgum tilvikum lækka um jafnháa upphæð og örorkulífeyrir almannatrygginga hækkar 1. september nk. Hið sama mun eiga sér stað til framtíðar þegar greiðslur úr öðru hvoru kerfinu hækka vegna vísitölutenginga þar sem greiðslur úr hinu kerfinu lækka á móti. Frá því árið 2011 hefur verið komið í veg fyrir þessar lækkanir á víxl með bráðabirgðaákvæðum í lögum en þau ákvæði munu óhjákvæmilega falla úr gildi 1. september nk. Á Alþingi liggur fyrir frumvarp sem miðar að því að koma í veg fyrir að víxlverkunin fari aftur af stað. Í frumvarpinu segir „að kveðið verði á um að lífeyrissjóðum verði við útreikning á tekjuskerðingu sjóðfélaga, sem öðlast hefur rétt til örorkulífeyris, óheimilt að láta greiðslur almannatrygginga vegna örorkulífeyris, hlutaörorkulífeyris og sjúkra- og endurhæfingargreiðslur og tengdar greiðslur, samkvæmt lögum um almannatryggingar og lögum um félagslega aðstoð, lækka lífeyri sjóðfélaga við útreikning á tekjum sjóðfélaga vegna orkutaps.“ ÖBÍ réttindasamtök fagna því að frumvarp um þetta efni sé komið fram og sömuleiðis því að unnið sé að því að leysa vandann. Samkvæmt greinargerð með því frumvarpi sem nú hefur verið lagt fram um lausn á víxlverkuninni er áætlað að heildargreiðslur lífeyrissjóða til örorkulífeyristaka muni lækka verulega eða um 4 milljarða á ársgrundvelli ef ekki verður brugðist við til að koma í veg fyrir víxlverkunina. Sem fyrr segir er fyrirséð að margir munu ekki fá þær hækkanir sem hafa verið boðaðar og samkvæmt frumvarpinu kunna heildargreiðslur til sumra jafnvel lækka þegar hið breytta kerfi tekur gildi. Auk þess að skerða kjör örorkulífeyristaka veldur víxlverkun verulegri röskun á fjármálum þeirra sem óboðlegt er að þau búi lengur við. Það er nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir að þær kjarabætur sem unnið hefur verið að í þágu örorkulífeyristaka, sem alla jafna er tekjulægsti hópur samfélagsins, verði að engu. Þá er löngu orðið tímabært að finna viðeigandi lausn á víxlverkuninni til framtíðar til að koma í veg fyrir áframhaldandi kjararýrnun og röskun á högum örorkulífeyristaka. Fram til þessa hafa lífeyristakar hvað eftir annað verið sviknir um kjarabætur þeim til handa. Í umsögn sinni um málið fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hafa Landssamtök eldri borgara lagt áherslu á að ekki megi etja saman öryrkjum og eldri borgurum. Undir það tekur ÖBÍ heilshugar. ÖBÍ ákallar ríkið og lífeyrissjóðina að axla ábyrgð sína gagnvart lífeyristökum og tryggja lausn á þessu máli hið fyrsta. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Ýr Ingólfsdóttir Lífeyrissjóðir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tryggingar Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Sjá meira
Hinn 1. september nk. tekur gildi breytt örorkulífeyriskerfi sem ætlað er að færa flestum örorkulífeyristökum á Íslandi bætt kjör. Hjá stórum hópi lífeyristaka mun þó ekki verða nein kjarabót þar sem nauðsynlegar breytingar á greiðslum örorkulífeyris frá lífeyrissjóðum hafa ekki verið gerðar. Hópurinn sem um ræðir eru einstaklingar sem eiga bæði rétt á örorkulífeyri frá almannatryggingum og lífeyrissjóðum. Vegna þess sem kallað hefur verið „víxlverkun“ á milli þessara tveggja kerfa munu greiðslur frá lífeyrissjóðum í fjölmörgum tilvikum lækka um jafnháa upphæð og örorkulífeyrir almannatrygginga hækkar 1. september nk. Hið sama mun eiga sér stað til framtíðar þegar greiðslur úr öðru hvoru kerfinu hækka vegna vísitölutenginga þar sem greiðslur úr hinu kerfinu lækka á móti. Frá því árið 2011 hefur verið komið í veg fyrir þessar lækkanir á víxl með bráðabirgðaákvæðum í lögum en þau ákvæði munu óhjákvæmilega falla úr gildi 1. september nk. Á Alþingi liggur fyrir frumvarp sem miðar að því að koma í veg fyrir að víxlverkunin fari aftur af stað. Í frumvarpinu segir „að kveðið verði á um að lífeyrissjóðum verði við útreikning á tekjuskerðingu sjóðfélaga, sem öðlast hefur rétt til örorkulífeyris, óheimilt að láta greiðslur almannatrygginga vegna örorkulífeyris, hlutaörorkulífeyris og sjúkra- og endurhæfingargreiðslur og tengdar greiðslur, samkvæmt lögum um almannatryggingar og lögum um félagslega aðstoð, lækka lífeyri sjóðfélaga við útreikning á tekjum sjóðfélaga vegna orkutaps.“ ÖBÍ réttindasamtök fagna því að frumvarp um þetta efni sé komið fram og sömuleiðis því að unnið sé að því að leysa vandann. Samkvæmt greinargerð með því frumvarpi sem nú hefur verið lagt fram um lausn á víxlverkuninni er áætlað að heildargreiðslur lífeyrissjóða til örorkulífeyristaka muni lækka verulega eða um 4 milljarða á ársgrundvelli ef ekki verður brugðist við til að koma í veg fyrir víxlverkunina. Sem fyrr segir er fyrirséð að margir munu ekki fá þær hækkanir sem hafa verið boðaðar og samkvæmt frumvarpinu kunna heildargreiðslur til sumra jafnvel lækka þegar hið breytta kerfi tekur gildi. Auk þess að skerða kjör örorkulífeyristaka veldur víxlverkun verulegri röskun á fjármálum þeirra sem óboðlegt er að þau búi lengur við. Það er nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir að þær kjarabætur sem unnið hefur verið að í þágu örorkulífeyristaka, sem alla jafna er tekjulægsti hópur samfélagsins, verði að engu. Þá er löngu orðið tímabært að finna viðeigandi lausn á víxlverkuninni til framtíðar til að koma í veg fyrir áframhaldandi kjararýrnun og röskun á högum örorkulífeyristaka. Fram til þessa hafa lífeyristakar hvað eftir annað verið sviknir um kjarabætur þeim til handa. Í umsögn sinni um málið fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hafa Landssamtök eldri borgara lagt áherslu á að ekki megi etja saman öryrkjum og eldri borgurum. Undir það tekur ÖBÍ heilshugar. ÖBÍ ákallar ríkið og lífeyrissjóðina að axla ábyrgð sína gagnvart lífeyristökum og tryggja lausn á þessu máli hið fyrsta. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun