NPA miðstöðin 15 ára Hallgrímur Eymundsson og Þorbera Fjölnisdóttir skrifa 16. júní 2025 10:48 Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) er þjónusta sem gerir okkur, sem erum fötluð, kleift að taka stjórn á eigin lífi og aðstoð. NPA byggist á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og tryggir að við ráðum því hvar og hvernig við búum, og hver veitir okkur aðstoð. NPA styrkir rétt okkar til fullrar þátttöku í samfélaginu á eigin forsendum og stuðlar að því að fatlað fólk hafi sama aðgang að vinnumarkaði, námi, félagslífi og tómstundum, án aðgreiningar eða hömlunar. Þannig stuðlar NPA að jafnri stöðu fatlaðs fólks gagnvart ófötluðu fólki í samfélaginu. Haustið 2008 heimsótti baráttuhópur fatlaðs fólks félög um sjálfstætt líf í Noregi og Svíþjóð. Þann 1. desember sama ár héldu ÖBÍ, Þroskahjálp, Sjálfsbjörg, Ás styrktarfélag og Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra undirbúningsfund að stofnun félags um “notendastýrða þjónustu”. Kynningarfundur var haldinn vorið 2010 eftir mikla undirbúningsvinnu og NPA miðstöðin var síðan stofnuð þann 16. júní 2010. Fyrstu árin fóru í mikla hagsmunabaráttu en haustið 2012 byrjaði fyrsti samningurinn í umsýslu NPA miðstöðvarinnar. Það var nýr beingreiðslusamningur við ungan fatlaðan mann sem nú gegnir embætti formanns NPA miðstöðvarinnar. Innleiðing NPA á Íslandi hefur verið mikilvægt skref í þá átt að tryggja mannréttindi fatlaðs fólks. Þróun NPA hér á landi hefur byggt á alþjóðlegri baráttu fatlaðs fólks fyrir sjálfstæðu lífi og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þrátt fyrir að margt hafi áunnist, þarf áfram að vinna að því að aðgengi að NPA sé tryggt öllum sem á þurfa að halda. Vitað er um einstaklinga sem hafa beðið eftir því að fá NPA samning frá árinu 2018 en það ár var réttur fatlaðs fólks til NPA lögfestur. NPA miðstöðin er samvinnufélag í eigu fatlaðs fólks og sér um umsýslu og aðstoð við NPA samninga. Hún býður upp á jafningjaráðgjöf og fræðslu fyrir félagsfólk og aðra. NPA miðstöðin sinnir jafnframt mikilvægri hagsmunagæslu og pólitískri baráttu sem nýtist öllu fötluðu fólki, og það er sífellt viðfangsefni. Afmælisgleðin verður haldin í aðgengilegu húsnæði NPA miðstöðvarinnar að Urðarhvarfi 8A, 2. hæð, 203 Kópavogi. Þar gefst frábært tækifæri til að kynna sér starfsemi miðstöðvarinnar, skoða húsnæðið, hitta starfsfólk og núverandi sem og fyrrverandi stjórnarfólk. Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA miðstöðvarinnar, mun flytja erindi um kl 15:30. Boðið verður upp á veitingar og ljúfa tóna. Öll eru hjartanlega velkomin og við hlökkum til að fagna tímamótunum með þér. Höfundar eru í stjórn NPA miðstöðvarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) er þjónusta sem gerir okkur, sem erum fötluð, kleift að taka stjórn á eigin lífi og aðstoð. NPA byggist á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og tryggir að við ráðum því hvar og hvernig við búum, og hver veitir okkur aðstoð. NPA styrkir rétt okkar til fullrar þátttöku í samfélaginu á eigin forsendum og stuðlar að því að fatlað fólk hafi sama aðgang að vinnumarkaði, námi, félagslífi og tómstundum, án aðgreiningar eða hömlunar. Þannig stuðlar NPA að jafnri stöðu fatlaðs fólks gagnvart ófötluðu fólki í samfélaginu. Haustið 2008 heimsótti baráttuhópur fatlaðs fólks félög um sjálfstætt líf í Noregi og Svíþjóð. Þann 1. desember sama ár héldu ÖBÍ, Þroskahjálp, Sjálfsbjörg, Ás styrktarfélag og Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra undirbúningsfund að stofnun félags um “notendastýrða þjónustu”. Kynningarfundur var haldinn vorið 2010 eftir mikla undirbúningsvinnu og NPA miðstöðin var síðan stofnuð þann 16. júní 2010. Fyrstu árin fóru í mikla hagsmunabaráttu en haustið 2012 byrjaði fyrsti samningurinn í umsýslu NPA miðstöðvarinnar. Það var nýr beingreiðslusamningur við ungan fatlaðan mann sem nú gegnir embætti formanns NPA miðstöðvarinnar. Innleiðing NPA á Íslandi hefur verið mikilvægt skref í þá átt að tryggja mannréttindi fatlaðs fólks. Þróun NPA hér á landi hefur byggt á alþjóðlegri baráttu fatlaðs fólks fyrir sjálfstæðu lífi og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þrátt fyrir að margt hafi áunnist, þarf áfram að vinna að því að aðgengi að NPA sé tryggt öllum sem á þurfa að halda. Vitað er um einstaklinga sem hafa beðið eftir því að fá NPA samning frá árinu 2018 en það ár var réttur fatlaðs fólks til NPA lögfestur. NPA miðstöðin er samvinnufélag í eigu fatlaðs fólks og sér um umsýslu og aðstoð við NPA samninga. Hún býður upp á jafningjaráðgjöf og fræðslu fyrir félagsfólk og aðra. NPA miðstöðin sinnir jafnframt mikilvægri hagsmunagæslu og pólitískri baráttu sem nýtist öllu fötluðu fólki, og það er sífellt viðfangsefni. Afmælisgleðin verður haldin í aðgengilegu húsnæði NPA miðstöðvarinnar að Urðarhvarfi 8A, 2. hæð, 203 Kópavogi. Þar gefst frábært tækifæri til að kynna sér starfsemi miðstöðvarinnar, skoða húsnæðið, hitta starfsfólk og núverandi sem og fyrrverandi stjórnarfólk. Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA miðstöðvarinnar, mun flytja erindi um kl 15:30. Boðið verður upp á veitingar og ljúfa tóna. Öll eru hjartanlega velkomin og við hlökkum til að fagna tímamótunum með þér. Höfundar eru í stjórn NPA miðstöðvarinnar.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar