Þegar dómarar eru hluti af vandanum og bókun 35 Sigríður Svanborgardóttir skrifar 16. júní 2025 07:45 Á Íslandi hafa margir lært að treysta ekki réttarkerfinu – og það er ekki bara vegna umræðu um vantrausts, heldur oftast vegna reynslu. Þegar dómarar eru ekki lengur hlutlausir eftirlitsaðilar heldur þátttakendur í pólitískri eða samfélagslegri valdablokk, þá snýst réttlæti ekki um lög, heldur um völd. Bókun 35 við EES-samninginn er kannski óspennandi röfl á milli afla í pólitík,en hún á miklu stærri sess skilið hjá okkur almenningi og í almennri umræðu. Hún kveður á um að þegar árekstur verður á milli íslenskra laga og EES-laga, þá skulu EES-reglurnar ganga fyrir. Þetta er lykilatriði í því að verja almenning gegn innri spillingu, lokaðri valdamenningu og dómstólum sem ekki virða mannréttindi eða jafnræði fyrir lögum. Bókun 35 er ekki bylting, en hún getur verið byrjunin. Hún er verkfæri sem við sem samfélag eigum að nýta – ekki bara lögfræðingar, heldur við öll. Þegar dómarar fara ekki að lögum heldur túlka þau eftir því hvaðan þú kemur, hvernig þú lítur út eða hvaða völd og bakland þú hefur – þá þurfum við reglur sem dómstólar geta ekki sniðgengið með virðulegri þögn. Við megum ekki láta öfgaöfl, hræsnara og pólitíska kyndilbera segja okkur hvað réttlæti er. Sum hatursfull hægriöfl hafa árum saman þaggað niður í þeim sem tala gegn misnotkun, gegn kerfisbundnu einelti og gegn ofbeldi sem felst í samtryggðu valdi. Þeir segja að það sé „nauðsynleg festa“ í samfélaginu. En hvað ef þessi festa þeirra er gaslýsing ? Einelti og annað ofbeldi í íslensku samfélagi er ekki bara í fjölskyldum, í skólum eða á vinnustöðum. Það býr djúpt í kúltúrnum. Það birtist í kaldri vanvirðingu við fólk sem hefur orðið fyrir óréttlæti. Í því hvernig kerfið verndar sig sjálft. Í því hvernig dómarar og lögmenn tala saman eins og leikritið sé ákveðið áður en málshefjandi fær að mæta. Ég hef séð þetta. Og þú hefur líklega líka heyrt sögur. Dómarar sem hafa verið handvaldir af flokkstengdum stjórnmálamönnum. Lögmenn sem læra fljótt að berjast ekki of mikið fyrir skjólstæðinginn, af því að þá fá þeir ekki aðgang að "fínni" málsmeðferð í framtíðinni. Lögmenn sem fá á tilfinninguna að þeir séu óæskilegir ef þeir standa með konum, minnihlutahópum eða fólki sem er ekki vinsælt innan valdakerfisins. Þegar samfélagið okkar þegir um þetta, viðheldur það því. Og einmitt þess vegna skiptir máli að við tölum hátt og skýrt um það sem bókun 35 getur gert. Hún er ekki hin fullkomna lausn, en hún er utanað komandi afl – frá Evrópu – sem krefst þess að Ísland uppfylli lágmarksskyldur gagnvart réttlæti. Þegar íslenskt réttarkerfi bregst, þá getum við vísað í reglur sem dómstólar verða að hlýða. Við höfum séð nógu mörg dæmi. Kerfisbundið tómlæti gagnvart kvörtunum. Dómarar sem sjá ekki eða vilja ekki sjá. Og samfélag sem heldur áfram að telja sig frjálst og réttlátt á meðan stór hluti fólks býr við hræðslu við að stíga fram – ekki vegna ofbeldismanns heldur vegna dómarans sem dæmir í máli hans. Þetta snýst ekki um hefnd. Þetta snýst ekki um reiði. Þetta snýst um réttlæti – og um von. Um það að við sem samfélag getum hafnað gamalli menningu sem segir að við eigum ekki að skipta okkur af. Við eigum að skipta okkur af. Og við eigum að nýta öll þau tæki sem við höfum. Bókun 35 er eitt af þeim tækjum. Hún er ekki skrautskjal heldur skyldubundin vernd fyrir alla í EES – líka okkur á Íslandi. Hún gefur okkur von um að við séum ekki ein. Að það sé rými fyrir réttlæti, sérstaklega þegar dómarar eru hluti af vandanum. Við megum ekki bíða eftir því að einhver annar segi hlutina fyrir okkur. Við þurfum að standa upp og segja: Nóg er nóg. Þegar réttarkerfið bregst, þá þurfum við ekki fleiri reið ræðuhöld um traust. Við þurfum aðgerðir. Og við þurfum að leyfa okkur að efast – ekki bara um málsmeðferð heldur um sjálft kerfið sem hún sprettur úr. Ég vil að við tölum um þetta. Ég vil að fleiri fari að spyrja sig: Hver verndar okkur þegar dómarinn er hluti af vandanum? Svarið gæti legið í evrópskri bókun sem margir vita ekki um hvað snýst . Og nú veistu hvers vegna hún skiptir máli. Það er fyrsta skrefið. Höfundur er ljósmyndari, nemi í félagsráðgjöf, með bakgrunn í mannréttindum og samfélagsmálum . Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi hafa margir lært að treysta ekki réttarkerfinu – og það er ekki bara vegna umræðu um vantrausts, heldur oftast vegna reynslu. Þegar dómarar eru ekki lengur hlutlausir eftirlitsaðilar heldur þátttakendur í pólitískri eða samfélagslegri valdablokk, þá snýst réttlæti ekki um lög, heldur um völd. Bókun 35 við EES-samninginn er kannski óspennandi röfl á milli afla í pólitík,en hún á miklu stærri sess skilið hjá okkur almenningi og í almennri umræðu. Hún kveður á um að þegar árekstur verður á milli íslenskra laga og EES-laga, þá skulu EES-reglurnar ganga fyrir. Þetta er lykilatriði í því að verja almenning gegn innri spillingu, lokaðri valdamenningu og dómstólum sem ekki virða mannréttindi eða jafnræði fyrir lögum. Bókun 35 er ekki bylting, en hún getur verið byrjunin. Hún er verkfæri sem við sem samfélag eigum að nýta – ekki bara lögfræðingar, heldur við öll. Þegar dómarar fara ekki að lögum heldur túlka þau eftir því hvaðan þú kemur, hvernig þú lítur út eða hvaða völd og bakland þú hefur – þá þurfum við reglur sem dómstólar geta ekki sniðgengið með virðulegri þögn. Við megum ekki láta öfgaöfl, hræsnara og pólitíska kyndilbera segja okkur hvað réttlæti er. Sum hatursfull hægriöfl hafa árum saman þaggað niður í þeim sem tala gegn misnotkun, gegn kerfisbundnu einelti og gegn ofbeldi sem felst í samtryggðu valdi. Þeir segja að það sé „nauðsynleg festa“ í samfélaginu. En hvað ef þessi festa þeirra er gaslýsing ? Einelti og annað ofbeldi í íslensku samfélagi er ekki bara í fjölskyldum, í skólum eða á vinnustöðum. Það býr djúpt í kúltúrnum. Það birtist í kaldri vanvirðingu við fólk sem hefur orðið fyrir óréttlæti. Í því hvernig kerfið verndar sig sjálft. Í því hvernig dómarar og lögmenn tala saman eins og leikritið sé ákveðið áður en málshefjandi fær að mæta. Ég hef séð þetta. Og þú hefur líklega líka heyrt sögur. Dómarar sem hafa verið handvaldir af flokkstengdum stjórnmálamönnum. Lögmenn sem læra fljótt að berjast ekki of mikið fyrir skjólstæðinginn, af því að þá fá þeir ekki aðgang að "fínni" málsmeðferð í framtíðinni. Lögmenn sem fá á tilfinninguna að þeir séu óæskilegir ef þeir standa með konum, minnihlutahópum eða fólki sem er ekki vinsælt innan valdakerfisins. Þegar samfélagið okkar þegir um þetta, viðheldur það því. Og einmitt þess vegna skiptir máli að við tölum hátt og skýrt um það sem bókun 35 getur gert. Hún er ekki hin fullkomna lausn, en hún er utanað komandi afl – frá Evrópu – sem krefst þess að Ísland uppfylli lágmarksskyldur gagnvart réttlæti. Þegar íslenskt réttarkerfi bregst, þá getum við vísað í reglur sem dómstólar verða að hlýða. Við höfum séð nógu mörg dæmi. Kerfisbundið tómlæti gagnvart kvörtunum. Dómarar sem sjá ekki eða vilja ekki sjá. Og samfélag sem heldur áfram að telja sig frjálst og réttlátt á meðan stór hluti fólks býr við hræðslu við að stíga fram – ekki vegna ofbeldismanns heldur vegna dómarans sem dæmir í máli hans. Þetta snýst ekki um hefnd. Þetta snýst ekki um reiði. Þetta snýst um réttlæti – og um von. Um það að við sem samfélag getum hafnað gamalli menningu sem segir að við eigum ekki að skipta okkur af. Við eigum að skipta okkur af. Og við eigum að nýta öll þau tæki sem við höfum. Bókun 35 er eitt af þeim tækjum. Hún er ekki skrautskjal heldur skyldubundin vernd fyrir alla í EES – líka okkur á Íslandi. Hún gefur okkur von um að við séum ekki ein. Að það sé rými fyrir réttlæti, sérstaklega þegar dómarar eru hluti af vandanum. Við megum ekki bíða eftir því að einhver annar segi hlutina fyrir okkur. Við þurfum að standa upp og segja: Nóg er nóg. Þegar réttarkerfið bregst, þá þurfum við ekki fleiri reið ræðuhöld um traust. Við þurfum aðgerðir. Og við þurfum að leyfa okkur að efast – ekki bara um málsmeðferð heldur um sjálft kerfið sem hún sprettur úr. Ég vil að við tölum um þetta. Ég vil að fleiri fari að spyrja sig: Hver verndar okkur þegar dómarinn er hluti af vandanum? Svarið gæti legið í evrópskri bókun sem margir vita ekki um hvað snýst . Og nú veistu hvers vegna hún skiptir máli. Það er fyrsta skrefið. Höfundur er ljósmyndari, nemi í félagsráðgjöf, með bakgrunn í mannréttindum og samfélagsmálum .
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun