Þegar dómarar eru hluti af vandanum og bókun 35 Sigríður Svanborgardóttir skrifar 16. júní 2025 07:45 Á Íslandi hafa margir lært að treysta ekki réttarkerfinu – og það er ekki bara vegna umræðu um vantrausts, heldur oftast vegna reynslu. Þegar dómarar eru ekki lengur hlutlausir eftirlitsaðilar heldur þátttakendur í pólitískri eða samfélagslegri valdablokk, þá snýst réttlæti ekki um lög, heldur um völd. Bókun 35 við EES-samninginn er kannski óspennandi röfl á milli afla í pólitík,en hún á miklu stærri sess skilið hjá okkur almenningi og í almennri umræðu. Hún kveður á um að þegar árekstur verður á milli íslenskra laga og EES-laga, þá skulu EES-reglurnar ganga fyrir. Þetta er lykilatriði í því að verja almenning gegn innri spillingu, lokaðri valdamenningu og dómstólum sem ekki virða mannréttindi eða jafnræði fyrir lögum. Bókun 35 er ekki bylting, en hún getur verið byrjunin. Hún er verkfæri sem við sem samfélag eigum að nýta – ekki bara lögfræðingar, heldur við öll. Þegar dómarar fara ekki að lögum heldur túlka þau eftir því hvaðan þú kemur, hvernig þú lítur út eða hvaða völd og bakland þú hefur – þá þurfum við reglur sem dómstólar geta ekki sniðgengið með virðulegri þögn. Við megum ekki láta öfgaöfl, hræsnara og pólitíska kyndilbera segja okkur hvað réttlæti er. Sum hatursfull hægriöfl hafa árum saman þaggað niður í þeim sem tala gegn misnotkun, gegn kerfisbundnu einelti og gegn ofbeldi sem felst í samtryggðu valdi. Þeir segja að það sé „nauðsynleg festa“ í samfélaginu. En hvað ef þessi festa þeirra er gaslýsing ? Einelti og annað ofbeldi í íslensku samfélagi er ekki bara í fjölskyldum, í skólum eða á vinnustöðum. Það býr djúpt í kúltúrnum. Það birtist í kaldri vanvirðingu við fólk sem hefur orðið fyrir óréttlæti. Í því hvernig kerfið verndar sig sjálft. Í því hvernig dómarar og lögmenn tala saman eins og leikritið sé ákveðið áður en málshefjandi fær að mæta. Ég hef séð þetta. Og þú hefur líklega líka heyrt sögur. Dómarar sem hafa verið handvaldir af flokkstengdum stjórnmálamönnum. Lögmenn sem læra fljótt að berjast ekki of mikið fyrir skjólstæðinginn, af því að þá fá þeir ekki aðgang að "fínni" málsmeðferð í framtíðinni. Lögmenn sem fá á tilfinninguna að þeir séu óæskilegir ef þeir standa með konum, minnihlutahópum eða fólki sem er ekki vinsælt innan valdakerfisins. Þegar samfélagið okkar þegir um þetta, viðheldur það því. Og einmitt þess vegna skiptir máli að við tölum hátt og skýrt um það sem bókun 35 getur gert. Hún er ekki hin fullkomna lausn, en hún er utanað komandi afl – frá Evrópu – sem krefst þess að Ísland uppfylli lágmarksskyldur gagnvart réttlæti. Þegar íslenskt réttarkerfi bregst, þá getum við vísað í reglur sem dómstólar verða að hlýða. Við höfum séð nógu mörg dæmi. Kerfisbundið tómlæti gagnvart kvörtunum. Dómarar sem sjá ekki eða vilja ekki sjá. Og samfélag sem heldur áfram að telja sig frjálst og réttlátt á meðan stór hluti fólks býr við hræðslu við að stíga fram – ekki vegna ofbeldismanns heldur vegna dómarans sem dæmir í máli hans. Þetta snýst ekki um hefnd. Þetta snýst ekki um reiði. Þetta snýst um réttlæti – og um von. Um það að við sem samfélag getum hafnað gamalli menningu sem segir að við eigum ekki að skipta okkur af. Við eigum að skipta okkur af. Og við eigum að nýta öll þau tæki sem við höfum. Bókun 35 er eitt af þeim tækjum. Hún er ekki skrautskjal heldur skyldubundin vernd fyrir alla í EES – líka okkur á Íslandi. Hún gefur okkur von um að við séum ekki ein. Að það sé rými fyrir réttlæti, sérstaklega þegar dómarar eru hluti af vandanum. Við megum ekki bíða eftir því að einhver annar segi hlutina fyrir okkur. Við þurfum að standa upp og segja: Nóg er nóg. Þegar réttarkerfið bregst, þá þurfum við ekki fleiri reið ræðuhöld um traust. Við þurfum aðgerðir. Og við þurfum að leyfa okkur að efast – ekki bara um málsmeðferð heldur um sjálft kerfið sem hún sprettur úr. Ég vil að við tölum um þetta. Ég vil að fleiri fari að spyrja sig: Hver verndar okkur þegar dómarinn er hluti af vandanum? Svarið gæti legið í evrópskri bókun sem margir vita ekki um hvað snýst . Og nú veistu hvers vegna hún skiptir máli. Það er fyrsta skrefið. Höfundur er ljósmyndari, nemi í félagsráðgjöf, með bakgrunn í mannréttindum og samfélagsmálum . Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi hafa margir lært að treysta ekki réttarkerfinu – og það er ekki bara vegna umræðu um vantrausts, heldur oftast vegna reynslu. Þegar dómarar eru ekki lengur hlutlausir eftirlitsaðilar heldur þátttakendur í pólitískri eða samfélagslegri valdablokk, þá snýst réttlæti ekki um lög, heldur um völd. Bókun 35 við EES-samninginn er kannski óspennandi röfl á milli afla í pólitík,en hún á miklu stærri sess skilið hjá okkur almenningi og í almennri umræðu. Hún kveður á um að þegar árekstur verður á milli íslenskra laga og EES-laga, þá skulu EES-reglurnar ganga fyrir. Þetta er lykilatriði í því að verja almenning gegn innri spillingu, lokaðri valdamenningu og dómstólum sem ekki virða mannréttindi eða jafnræði fyrir lögum. Bókun 35 er ekki bylting, en hún getur verið byrjunin. Hún er verkfæri sem við sem samfélag eigum að nýta – ekki bara lögfræðingar, heldur við öll. Þegar dómarar fara ekki að lögum heldur túlka þau eftir því hvaðan þú kemur, hvernig þú lítur út eða hvaða völd og bakland þú hefur – þá þurfum við reglur sem dómstólar geta ekki sniðgengið með virðulegri þögn. Við megum ekki láta öfgaöfl, hræsnara og pólitíska kyndilbera segja okkur hvað réttlæti er. Sum hatursfull hægriöfl hafa árum saman þaggað niður í þeim sem tala gegn misnotkun, gegn kerfisbundnu einelti og gegn ofbeldi sem felst í samtryggðu valdi. Þeir segja að það sé „nauðsynleg festa“ í samfélaginu. En hvað ef þessi festa þeirra er gaslýsing ? Einelti og annað ofbeldi í íslensku samfélagi er ekki bara í fjölskyldum, í skólum eða á vinnustöðum. Það býr djúpt í kúltúrnum. Það birtist í kaldri vanvirðingu við fólk sem hefur orðið fyrir óréttlæti. Í því hvernig kerfið verndar sig sjálft. Í því hvernig dómarar og lögmenn tala saman eins og leikritið sé ákveðið áður en málshefjandi fær að mæta. Ég hef séð þetta. Og þú hefur líklega líka heyrt sögur. Dómarar sem hafa verið handvaldir af flokkstengdum stjórnmálamönnum. Lögmenn sem læra fljótt að berjast ekki of mikið fyrir skjólstæðinginn, af því að þá fá þeir ekki aðgang að "fínni" málsmeðferð í framtíðinni. Lögmenn sem fá á tilfinninguna að þeir séu óæskilegir ef þeir standa með konum, minnihlutahópum eða fólki sem er ekki vinsælt innan valdakerfisins. Þegar samfélagið okkar þegir um þetta, viðheldur það því. Og einmitt þess vegna skiptir máli að við tölum hátt og skýrt um það sem bókun 35 getur gert. Hún er ekki hin fullkomna lausn, en hún er utanað komandi afl – frá Evrópu – sem krefst þess að Ísland uppfylli lágmarksskyldur gagnvart réttlæti. Þegar íslenskt réttarkerfi bregst, þá getum við vísað í reglur sem dómstólar verða að hlýða. Við höfum séð nógu mörg dæmi. Kerfisbundið tómlæti gagnvart kvörtunum. Dómarar sem sjá ekki eða vilja ekki sjá. Og samfélag sem heldur áfram að telja sig frjálst og réttlátt á meðan stór hluti fólks býr við hræðslu við að stíga fram – ekki vegna ofbeldismanns heldur vegna dómarans sem dæmir í máli hans. Þetta snýst ekki um hefnd. Þetta snýst ekki um reiði. Þetta snýst um réttlæti – og um von. Um það að við sem samfélag getum hafnað gamalli menningu sem segir að við eigum ekki að skipta okkur af. Við eigum að skipta okkur af. Og við eigum að nýta öll þau tæki sem við höfum. Bókun 35 er eitt af þeim tækjum. Hún er ekki skrautskjal heldur skyldubundin vernd fyrir alla í EES – líka okkur á Íslandi. Hún gefur okkur von um að við séum ekki ein. Að það sé rými fyrir réttlæti, sérstaklega þegar dómarar eru hluti af vandanum. Við megum ekki bíða eftir því að einhver annar segi hlutina fyrir okkur. Við þurfum að standa upp og segja: Nóg er nóg. Þegar réttarkerfið bregst, þá þurfum við ekki fleiri reið ræðuhöld um traust. Við þurfum aðgerðir. Og við þurfum að leyfa okkur að efast – ekki bara um málsmeðferð heldur um sjálft kerfið sem hún sprettur úr. Ég vil að við tölum um þetta. Ég vil að fleiri fari að spyrja sig: Hver verndar okkur þegar dómarinn er hluti af vandanum? Svarið gæti legið í evrópskri bókun sem margir vita ekki um hvað snýst . Og nú veistu hvers vegna hún skiptir máli. Það er fyrsta skrefið. Höfundur er ljósmyndari, nemi í félagsráðgjöf, með bakgrunn í mannréttindum og samfélagsmálum .
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun