„Stjórnlaus“ ríkistjórnin beiti rökum úr verkfærakistu Trumps Agnar Már Másson skrifar 15. júní 2025 16:50 Hildur Sverrisdóttir er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Einar Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir það fordæmalaust að forseti Alþingis boði til þingfundar á sunnudegi án samráðs við þingflokksformenn og án þess að brýn nauðsyn krefjist þess. Hún sakar meirihlutann um vanvirðingu við þingsköp. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa í dag hjólað í forseta þingsins sem boðaði til sjaldgæfs sunnudagsþingfundar til að ræða bókun 35. Fundurinn hófst kl. 13 í dag en umræður um bókun 35 stóðu yfir í gær þar til klukkan var rúmlega tvö í nótt. Hingað til hafa miðflokksmenn einir tekið þátt í umræðu um bókunina og verið sakaðir um málþóf af meirihlutaþingmönnum. Úr þingsalnum í dag þar sem stjórnarandstaðan kvaðst ósátt við að fundur hafi verið boðaður á sunnudegi.Vísir/Sigurjón Þingmenn ræddu fundarstjórn forseta til klukkan tæplega 17 og byrjuðu þá að ræða bókunina. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, útskýrir í samtali við fréttastofu að forseti Alþingis hafi boðað til fundarins án samráðs við þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna. „Það er ekkert fordæmi í sögunni fyrir því að svona ákvörðun sé tekin einhliða af forseta án þess að ræða það við þingflokksformenn eða aðra flokka á þingi og án þess að utanaðkomandi brýn nauðsyn krefjist,“ segir Hildur. Slíkt hafi aðeins gert tvisvar í sögunni, við upphaf fyrri heimstyrjaldar 1914 og þegar gjaldeyrishöft voru afnumin fyrir opnun markaða á mánudegi árið 2016. „Það verður að vera kristaltært að Alþingi Íslendinga má ekki verða jafn stjórnlaust og verkstjórn ríkisstjórnarinnar.“ Það var fremur tómlegt þegar menn ræddu saman í þingsalnum í dag.Vísir/Sigurjón Margumtalað plan ríkisstjórnarinnar gangi ekki upp sé ekki borin virðing fyrir þinglegri meðferð. Það sé hlutverk forseta að tryggja það. „Erfið og umræðuþung mál koma upp á hverju einasta þingi. Það er hið lýðræðislega verkefni að finna út úr því eins og hefur verið gert á Alþingi um margta áratugaskeið,“ segir Hildur. „Það þýðir ekki að eingöngu beita fyrir sig að það séu valdhafar við stjórn landsins, þau rök bera enga virðinu fyrir því lýðræðislega hlutverki sem stjórnarandstaðan og þingið er í,“ segir hún enn fremur og bætir við: „Þessi rök heyrast núna vestanhafs frá Trump nokkrum [Bandaríkjaforseta] og Erdogan [Tyrklandsforseta]. Og ég leyfi mér að efast um að ríkisstjórnin vilji leita í þá verkfærakistu.“ Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Bókun 35 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa í dag hjólað í forseta þingsins sem boðaði til sjaldgæfs sunnudagsþingfundar til að ræða bókun 35. Fundurinn hófst kl. 13 í dag en umræður um bókun 35 stóðu yfir í gær þar til klukkan var rúmlega tvö í nótt. Hingað til hafa miðflokksmenn einir tekið þátt í umræðu um bókunina og verið sakaðir um málþóf af meirihlutaþingmönnum. Úr þingsalnum í dag þar sem stjórnarandstaðan kvaðst ósátt við að fundur hafi verið boðaður á sunnudegi.Vísir/Sigurjón Þingmenn ræddu fundarstjórn forseta til klukkan tæplega 17 og byrjuðu þá að ræða bókunina. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, útskýrir í samtali við fréttastofu að forseti Alþingis hafi boðað til fundarins án samráðs við þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna. „Það er ekkert fordæmi í sögunni fyrir því að svona ákvörðun sé tekin einhliða af forseta án þess að ræða það við þingflokksformenn eða aðra flokka á þingi og án þess að utanaðkomandi brýn nauðsyn krefjist,“ segir Hildur. Slíkt hafi aðeins gert tvisvar í sögunni, við upphaf fyrri heimstyrjaldar 1914 og þegar gjaldeyrishöft voru afnumin fyrir opnun markaða á mánudegi árið 2016. „Það verður að vera kristaltært að Alþingi Íslendinga má ekki verða jafn stjórnlaust og verkstjórn ríkisstjórnarinnar.“ Það var fremur tómlegt þegar menn ræddu saman í þingsalnum í dag.Vísir/Sigurjón Margumtalað plan ríkisstjórnarinnar gangi ekki upp sé ekki borin virðing fyrir þinglegri meðferð. Það sé hlutverk forseta að tryggja það. „Erfið og umræðuþung mál koma upp á hverju einasta þingi. Það er hið lýðræðislega verkefni að finna út úr því eins og hefur verið gert á Alþingi um margta áratugaskeið,“ segir Hildur. „Það þýðir ekki að eingöngu beita fyrir sig að það séu valdhafar við stjórn landsins, þau rök bera enga virðinu fyrir því lýðræðislega hlutverki sem stjórnarandstaðan og þingið er í,“ segir hún enn fremur og bætir við: „Þessi rök heyrast núna vestanhafs frá Trump nokkrum [Bandaríkjaforseta] og Erdogan [Tyrklandsforseta]. Og ég leyfi mér að efast um að ríkisstjórnin vilji leita í þá verkfærakistu.“
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Bókun 35 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent