Þingmenn stjórnarandstöðu foxillir yfir því að funda á sunnudegi Agnar Már Másson skrifar 15. júní 2025 15:36 Sjálfstæðismenn og miðflokksmenn hafa í dag hjólað í meirihlutann fyrir að boða þingmenn á fund á sunnudegi til að ræða áfram bókun 35. Þingfundir á sunnudögum eru afar sjaldgæfir. Visir/Anton Brink Þingmönnum stjórnarandstöðunnar er ekki skemmt yfir því að forseti Alþingis hafi boðað til sjaldgæfs sunnudagsþingfundar í dag til að ræða áfram bókun 35. Þingmaður Samfylkingarinnar segir stjórnarandstöðuna kvarta undan heimabökuðum vanda en stjórnarliðar hafa sakað Miðflokksmenn um málþóf. Í gær stóðu umræður um bókun 35 yfir til klukkan 2.05 í nótt en þrjá daga í röð hafa þeir rætt bókunina þar til klukkan er að ganga í þrjú um nótt. Og enn karpa þingmenn. Þingfundur hófst kl. 13 í morgun þar sem bókun 35 er aftur á dagskrá en þingmenn hafa enn ekki komið sér að efninu þar sem þeir hafa nú rætt fundarstjórn forseta í rúma klukkustund. Gert var hlé á funndinum á fundinum rétt fyrir kl. 15 og hefst hann aftur kl. 16.15 að óbreyttu. Það hefur örsjaldan gerst að þing sé kallað saman á sunnudegi. Frá aldamótum hefur það aðeins gerst fjórum sinnum. „Hér hefur verið tekin sú fordæmalausa ákvörðun um að boða til þingfundar á sunnudegi án þess að nokkur brýn utanaðkomandi nauðsyn kalli á það og það án þess að það sé rætt einu orði við þingflokksformenn. Þingsköp, hefðir og fordæmi þingskapa skipta máli í lýðræðisríki,“ sagði Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sem þaut fyrst upp í pontu undir umræðu um fundarstjórn forseta. Jón Gunnarsson sjálfstæðismaður sagði stjórnarmeirihlutann sýna valdboð sem væri áður óþekkt í þingsögunni. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir sagði að fundurinn hafi verið boðaður „í skjóli nætur“. Karl Gauti Hjaltason miðflokksmaður benti á að sunndagsfundir hefðu ekki tíðkast nema þjóðarvá væri undir. „Eru siðaskiptin hin nýrri komin hér í þingsal.“ Heimabakaður vandi Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, gerði grín að minnihlutanum. „Við þurfum bara að fara að breyta vinnulöggjöfinni, banna vinnu á sunnudögum, ef þingmenn eru alveg að missa sig yfir því að þurfa að mæta hérna einn sunnudag á lýðveldistímanum,“ sagði Ásthildur í ræðu. Dabjört Hákonardóttir jafnaðarmaður sagði að þingheimur ætti það algerlega undir átta þingmönnum Miðflokksins að binda endi á umræðuna um bókun 35. „Þegar þeirri umræðu er lokið þá getum við öll haldið hér heim.“ Hún sakaði minnihlutann um að spila tafarleiki. „Ég bið háttvirtan þingheim um að láta ekki eins og þetta sé ekki heimatilbúinn vandi sem er í boði stjórnarandstöðunnar,“ sagði Dagbjört. Dagbjört Hákonar þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Diljá Mist Einarsdóttir sjálfstæðismaður vildi reyndar ekki vera sökuð um málþóf og lýsti óánægju sinni yfir því að Sigmar Guðmundsson viðreisnarmaður, „heiðurspírati Viðreisnar“, hefði sakað minnihlutann um málþóf. „Sjálfur málþófs kóngurinn sjálfur,“ kallaði hún Sigmar. Alþingi Bókun 35 Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Í gær stóðu umræður um bókun 35 yfir til klukkan 2.05 í nótt en þrjá daga í röð hafa þeir rætt bókunina þar til klukkan er að ganga í þrjú um nótt. Og enn karpa þingmenn. Þingfundur hófst kl. 13 í morgun þar sem bókun 35 er aftur á dagskrá en þingmenn hafa enn ekki komið sér að efninu þar sem þeir hafa nú rætt fundarstjórn forseta í rúma klukkustund. Gert var hlé á funndinum á fundinum rétt fyrir kl. 15 og hefst hann aftur kl. 16.15 að óbreyttu. Það hefur örsjaldan gerst að þing sé kallað saman á sunnudegi. Frá aldamótum hefur það aðeins gerst fjórum sinnum. „Hér hefur verið tekin sú fordæmalausa ákvörðun um að boða til þingfundar á sunnudegi án þess að nokkur brýn utanaðkomandi nauðsyn kalli á það og það án þess að það sé rætt einu orði við þingflokksformenn. Þingsköp, hefðir og fordæmi þingskapa skipta máli í lýðræðisríki,“ sagði Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sem þaut fyrst upp í pontu undir umræðu um fundarstjórn forseta. Jón Gunnarsson sjálfstæðismaður sagði stjórnarmeirihlutann sýna valdboð sem væri áður óþekkt í þingsögunni. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir sagði að fundurinn hafi verið boðaður „í skjóli nætur“. Karl Gauti Hjaltason miðflokksmaður benti á að sunndagsfundir hefðu ekki tíðkast nema þjóðarvá væri undir. „Eru siðaskiptin hin nýrri komin hér í þingsal.“ Heimabakaður vandi Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, gerði grín að minnihlutanum. „Við þurfum bara að fara að breyta vinnulöggjöfinni, banna vinnu á sunnudögum, ef þingmenn eru alveg að missa sig yfir því að þurfa að mæta hérna einn sunnudag á lýðveldistímanum,“ sagði Ásthildur í ræðu. Dabjört Hákonardóttir jafnaðarmaður sagði að þingheimur ætti það algerlega undir átta þingmönnum Miðflokksins að binda endi á umræðuna um bókun 35. „Þegar þeirri umræðu er lokið þá getum við öll haldið hér heim.“ Hún sakaði minnihlutann um að spila tafarleiki. „Ég bið háttvirtan þingheim um að láta ekki eins og þetta sé ekki heimatilbúinn vandi sem er í boði stjórnarandstöðunnar,“ sagði Dagbjört. Dagbjört Hákonar þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Diljá Mist Einarsdóttir sjálfstæðismaður vildi reyndar ekki vera sökuð um málþóf og lýsti óánægju sinni yfir því að Sigmar Guðmundsson viðreisnarmaður, „heiðurspírati Viðreisnar“, hefði sakað minnihlutann um málþóf. „Sjálfur málþófs kóngurinn sjálfur,“ kallaði hún Sigmar.
Alþingi Bókun 35 Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?