„Mjög ryðguð en furðu fljótt fór rykið af mér“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. júní 2025 11:32 Sandra Sigurðardóttir tók hanskana af hillunni í neyðartilfelli FH. vísir / sigurjón Fyrrverandi landsliðsmarkvörðurinn Sandra Sigurðardóttir tók hanskana fram á nýjan leik eftir að Aldís Guðlaugsdóttir, markvörður FH, sleit krossband á dögunum. Hún kann vel við sig í Kaplakrikanum og hefur staðið sig vel á tímabilinu. Sandra lagði hanskana á hilluna frægu eftir tímabilið 2022, en hefur síðan þá leikið tvo leiki með Val og aðra tvo með Grindavík. Hún á að baki 49 landsleiki fyrir Íslands hönd og ljóst að FH-ingar nældu sér í gríðarlega reynslumikinn markvörð. „Þær voru bara í neyð, þetta kemur upp þegar hún Aldís meiðist. Þannig að það er hringt í mig á þriðjudegi, leikur á föstudegi. [Guðni Eiríksson, þjálfari FH] hitti á mig á góðum tímapunkti og ég sagði bara já, fór á fyrstu æfinguna sama dag og var hræðileg fannst mér... ...Svo er þetta bara fljótt að koma, ég er dugleg að halda mér við með hreyfingu og það hjálpaði mér… Ég myndi ekki segja að ég væri orðin gamla, góða Sandra, ég er með há viðmið á eigin getu en jú kannski smá. Miðað við hvernig ég byrjaði á fyrstu æfingunum, þá var ég mjög ryðguð, en svo bara furðu fljótt fór rykið af mér“ sagði Sandra. FH er í þriðja sæti deildarinnar, þremur stigum frá toppliði Þróttar. Sandra hefur spilað síðustu tvo leikina í deildinni, með ungu og skemmtilegu, léttleikandi liði FH. Sandra er auðvitað afar reynslumikil og á margfalt fleiri leiki en flestar í liðinu, auk aldursára. Hún kemur því inn í hópinn og tekur að sér ákveðið leiðtogahlutverk. „Mér finnst það mjög skemmtilegt. Ég var ekki búin að fylgjast vel með í sumar en vissi að þær væru sprækar, en svona sprækar hafði ég ekki hugmynd um. Þær eru bara ógeðslega góðar í fótbolta og það er mikil stemning í Krikanum, maður finnur það… Það er gaman að geta komið með einhverja rödd og reynslu“ sagði Sandra í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan. FH tekur á móti Tindastóli á morgun í níundu umferð Bestu deildar kvenna á Kaplakrikavelli. Leikurinn hefst klukkan sex og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport. Besta deild kvenna FH Tengdar fréttir Uppgjörið: Víkingur-FH 1-4 | Eintóm hamingja hjá FH-konum í Víkinni Víkingur Reykjavík tók á móti FH á Víkingsvelli í 8. umferð Bestu deildar kvenna í dag. FH sigraði leikinn 1-4 og er því með 19 stig eftir átta umferðir og halda FH stelpurnar áfram að berjast í toppbaráttunni. 7. júní 2025 15:50 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira
Sandra lagði hanskana á hilluna frægu eftir tímabilið 2022, en hefur síðan þá leikið tvo leiki með Val og aðra tvo með Grindavík. Hún á að baki 49 landsleiki fyrir Íslands hönd og ljóst að FH-ingar nældu sér í gríðarlega reynslumikinn markvörð. „Þær voru bara í neyð, þetta kemur upp þegar hún Aldís meiðist. Þannig að það er hringt í mig á þriðjudegi, leikur á föstudegi. [Guðni Eiríksson, þjálfari FH] hitti á mig á góðum tímapunkti og ég sagði bara já, fór á fyrstu æfinguna sama dag og var hræðileg fannst mér... ...Svo er þetta bara fljótt að koma, ég er dugleg að halda mér við með hreyfingu og það hjálpaði mér… Ég myndi ekki segja að ég væri orðin gamla, góða Sandra, ég er með há viðmið á eigin getu en jú kannski smá. Miðað við hvernig ég byrjaði á fyrstu æfingunum, þá var ég mjög ryðguð, en svo bara furðu fljótt fór rykið af mér“ sagði Sandra. FH er í þriðja sæti deildarinnar, þremur stigum frá toppliði Þróttar. Sandra hefur spilað síðustu tvo leikina í deildinni, með ungu og skemmtilegu, léttleikandi liði FH. Sandra er auðvitað afar reynslumikil og á margfalt fleiri leiki en flestar í liðinu, auk aldursára. Hún kemur því inn í hópinn og tekur að sér ákveðið leiðtogahlutverk. „Mér finnst það mjög skemmtilegt. Ég var ekki búin að fylgjast vel með í sumar en vissi að þær væru sprækar, en svona sprækar hafði ég ekki hugmynd um. Þær eru bara ógeðslega góðar í fótbolta og það er mikil stemning í Krikanum, maður finnur það… Það er gaman að geta komið með einhverja rödd og reynslu“ sagði Sandra í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan. FH tekur á móti Tindastóli á morgun í níundu umferð Bestu deildar kvenna á Kaplakrikavelli. Leikurinn hefst klukkan sex og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport.
Besta deild kvenna FH Tengdar fréttir Uppgjörið: Víkingur-FH 1-4 | Eintóm hamingja hjá FH-konum í Víkinni Víkingur Reykjavík tók á móti FH á Víkingsvelli í 8. umferð Bestu deildar kvenna í dag. FH sigraði leikinn 1-4 og er því með 19 stig eftir átta umferðir og halda FH stelpurnar áfram að berjast í toppbaráttunni. 7. júní 2025 15:50 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur-FH 1-4 | Eintóm hamingja hjá FH-konum í Víkinni Víkingur Reykjavík tók á móti FH á Víkingsvelli í 8. umferð Bestu deildar kvenna í dag. FH sigraði leikinn 1-4 og er því með 19 stig eftir átta umferðir og halda FH stelpurnar áfram að berjast í toppbaráttunni. 7. júní 2025 15:50