„Kanntu ekki að skammast þín?“ Árni Sæberg skrifar 13. júní 2025 12:35 Þorbjörg Sigríður svaraði Ingibjörgu fullum hálsi. Vísir Dómsmálaráðherra spurði Ingibjörgu Isaksen, þingflokksformann Framsóknar, í tvígang hvort hún kynni ekki að skammast sín í pontu Alþingis. Forseti Alþingis sló á puttana á henni fyrir vikið. Það gerði hún í svari við fyrirspurn Ingibjargar um það hvort fjármálaráðherra væri hugsanlega að brjóta gegn stjórnarskrá með frumvarpi sínu um breytingar á lögum um lífeyrissjóði. Ingibjörg hóf ræðu sína á að reifa helstu gagnrýni hagsmunaaðila á frumvarpinu og sagði það fela í sér beina eignatilfærslu milli kynslóða og stétta. Fjármálaráðherra vísaði slíkum málflutningi sjálfur á bug þegar hann ræddi við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Það sem ríkið hættir að greiða í gegnum jöfnunarframlagið á að koma úr vösum verkafólks og eldri borgara. Við í Framsókn styðjum vissulega bætt kjör öryrkja og viljum tryggja réttláta þátttöku þeirra í samfélaginu. Það er hins vegar leiðin að markmiðinu, sem við gagnrýnum. Áhrifin geta numið allt að 35 milljörðum króna,“ sagði Ingibjörg meðal annars og benti á að áhrifin lendi hvað mest á fáum lífeyrissjóðum, til að mynda Stapa á Norðurlandi, sem gæti þurft að lækka greiðslur um allt að 7,5 prósent. Spyr hvort Daði brjóti gegn stjórnarskrá Því spyrji hún Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra hvort hún telji að með frumvarpinu sé í reynd um að ræða eignaupptöku á réttindum sjóðsfélaga, sem brjóti gegn eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. „Ég þakka háttvirtum þingmanni spurninguna og árétta það að ég er dómsmálaráðherra en ekki fjármálaráðherra. Ég hygg að það sé enginn ráðherra sem stundar það að leggja fram frumvarp í þeim tilgangi að brjóta stjórnarskrá. Að minnsta kosti er það liðin tíð að slík vinnubrögð séu stunduð hér,“ svaraði ráðherra. Það sé stef í frumvarpinu að jöfnunarframlagið komi til móts við þær áhyggjur sem Ingibjörg reifaði og að ekki þurfi að hafa áhyggjur af því að fólk flykkist á örorkubætur vegna frumvarpsins, sem sé ágætlega undirbyggt. Endurtók spurninguna og ráðherra reiddist Ingibjörg virðist ekki hafa talið Þorbjörgu Sigríðu hafa svarað spurningu sinni og spurði því að nýju. „Telur hæstvirtur ráðherra að það sé í samræmi við jafnræði og 72. grein stjórnarskrárinnar að gera kjarabætur eins hóps með því að skerða áunnin réttindi verkafólks og eldri borgara?“ Þorbjörg Sigríður var ekki ánægð með þessa spurningu, líkt og sjá má í lok myndskeiðsins hér að neðan: „Ég átta mig á því að stjórnarandstaðan hér er illa stemmd vegna þess hvernig mál eru hér að spilast með veiðigjöld. Það er auðvitað óþolandi að menn séu að leika sér að því að koma hingað upp og væna ráðherra ríkisstjórnarinnar um að brjóta stjórnarskrá vitandi vits. Þetta er slík óhæfa að það er með algjörum ólíkindum. Þú ert að væna ráðherra um að brjóta stjórnarskrá vitandi vits. Mig langar að segja: Kanntu ekki að skammast þín? Kanntu ekki að skammast þín?“ spurði Þorbjörg Sigríður og uppskar nokkurn skarkala úr þingsal. Þórunn Sveinbjarnardóttir hringdi bjöllu sinni, stóð upp og bað hæstvirta ráðherra að gæta orða sinna og þingheim um að veita ræðumanni hljóð. „Svo held ég að það væri ágætt að allir önduðu í kviðinn í þessum sal.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Framsóknarflokkurinn Viðreisn Alþingi Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Sjá meira
Ingibjörg hóf ræðu sína á að reifa helstu gagnrýni hagsmunaaðila á frumvarpinu og sagði það fela í sér beina eignatilfærslu milli kynslóða og stétta. Fjármálaráðherra vísaði slíkum málflutningi sjálfur á bug þegar hann ræddi við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Það sem ríkið hættir að greiða í gegnum jöfnunarframlagið á að koma úr vösum verkafólks og eldri borgara. Við í Framsókn styðjum vissulega bætt kjör öryrkja og viljum tryggja réttláta þátttöku þeirra í samfélaginu. Það er hins vegar leiðin að markmiðinu, sem við gagnrýnum. Áhrifin geta numið allt að 35 milljörðum króna,“ sagði Ingibjörg meðal annars og benti á að áhrifin lendi hvað mest á fáum lífeyrissjóðum, til að mynda Stapa á Norðurlandi, sem gæti þurft að lækka greiðslur um allt að 7,5 prósent. Spyr hvort Daði brjóti gegn stjórnarskrá Því spyrji hún Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra hvort hún telji að með frumvarpinu sé í reynd um að ræða eignaupptöku á réttindum sjóðsfélaga, sem brjóti gegn eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. „Ég þakka háttvirtum þingmanni spurninguna og árétta það að ég er dómsmálaráðherra en ekki fjármálaráðherra. Ég hygg að það sé enginn ráðherra sem stundar það að leggja fram frumvarp í þeim tilgangi að brjóta stjórnarskrá. Að minnsta kosti er það liðin tíð að slík vinnubrögð séu stunduð hér,“ svaraði ráðherra. Það sé stef í frumvarpinu að jöfnunarframlagið komi til móts við þær áhyggjur sem Ingibjörg reifaði og að ekki þurfi að hafa áhyggjur af því að fólk flykkist á örorkubætur vegna frumvarpsins, sem sé ágætlega undirbyggt. Endurtók spurninguna og ráðherra reiddist Ingibjörg virðist ekki hafa talið Þorbjörgu Sigríðu hafa svarað spurningu sinni og spurði því að nýju. „Telur hæstvirtur ráðherra að það sé í samræmi við jafnræði og 72. grein stjórnarskrárinnar að gera kjarabætur eins hóps með því að skerða áunnin réttindi verkafólks og eldri borgara?“ Þorbjörg Sigríður var ekki ánægð með þessa spurningu, líkt og sjá má í lok myndskeiðsins hér að neðan: „Ég átta mig á því að stjórnarandstaðan hér er illa stemmd vegna þess hvernig mál eru hér að spilast með veiðigjöld. Það er auðvitað óþolandi að menn séu að leika sér að því að koma hingað upp og væna ráðherra ríkisstjórnarinnar um að brjóta stjórnarskrá vitandi vits. Þetta er slík óhæfa að það er með algjörum ólíkindum. Þú ert að væna ráðherra um að brjóta stjórnarskrá vitandi vits. Mig langar að segja: Kanntu ekki að skammast þín? Kanntu ekki að skammast þín?“ spurði Þorbjörg Sigríður og uppskar nokkurn skarkala úr þingsal. Þórunn Sveinbjarnardóttir hringdi bjöllu sinni, stóð upp og bað hæstvirta ráðherra að gæta orða sinna og þingheim um að veita ræðumanni hljóð. „Svo held ég að það væri ágætt að allir önduðu í kviðinn í þessum sal.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Framsóknarflokkurinn Viðreisn Alþingi Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Sjá meira