„Ennþá bjartsýnn en tapið á föstudaginn var þungt högg“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 12. júní 2025 16:02 Andy Robertson gekk svekktur af velli eftir tap Skotlands gekk Íslandi og er ekki enn búinn að jafna sig tæpri viku síðar. Steve Welsh/Getty Images „Föstudagurinn olli miklum vonbrigðum, við vildum vinna leikinn og fara á góðu skriði inn í undankeppni HM…“ segir skoski landsliðsfyrirliðinn Andy Robertson um tapið gegn Íslandi í æfingaleik liðanna. Hann segir jákvætt að hafa tapað æfingaleik, frekar en keppnisleik, og hefur enn trú á liðinu fyrir undankeppni HM í haust. „Ég er ennþá bjartsýnn en tapið á föstudaginn var þungt högg. Við vitum að síðasta árið hefur ekki verið nógu gott en ég hef enn trú á liðinu. Við getum valdið öllum liðum vandræðum ef við finnum aftur taktinn“ sagði Robertson í viðtali við Sky Sports fyrir góðgerðargolfmót sem hann heldur í dag. "I'm still optimistic but Friday was a huge disappointment" 🏴Scotland captain Andy Robertson discusses his side's recent results and looks ahead to World Cup qualifying at his charity golf day (AR26 Charity). pic.twitter.com/7TaZHqmRzm— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 12, 2025 Skotland stefnir á HM 2026 og hefur undankeppni fyrir mótið í haust, líkt og Ísland. Robertson var því spurður hversu áhyggjufullur hann væri eftir 1-3 tapið síðasta föstudag. „Við getum litið á tapið á tvenna vegu. Annars vegar erum við ánægðir með að þetta hafi ekki verið hluti af undankeppninni, ef þú ætlar að spila svona illa og gera svona mistök er betra að gera það í æfingaleik en keppnisleik. Það er eina jákvæða hlið leiksins síðasta föstudag. En við höfum auðvitað ekki efni á þessu, við vitum hversu erfitt er að komast inn á HM… Við erum í fjögurra liða riðli, mjög erfiðum riðli og bara sex leikir sem við spilum. Við höfum mætt Danmörku nokkrum sinnum og mættum Grikklandi í umspilinu í mars þar sem þeir unnu okkur. Þannig að við vitum að þetta verður erfitt, en eins og ég segi hef ég enn trú“ sagði Robertson. Robertson er á lokaári samningsins við Englandsmeistara Liverpool og hefur verið orðaður við brottför frá félaginu í sumar. Félagið hefur rætt við hann um framlengingu en framtíðin er algjörlega óráðin. „Ég veit ekki hvað gerist annað en að á morgun flýg ég út í frí, sem ég þarf mikið á að halda eftir langt tímabil. Svo hlakka ég bara til undirbúningstímabilsins, ég einbeiti mér bara að því núna og lít ekki of langt fram veginn…“ sagði Robertson. "We have had discussions, I'm not sure what the future holds"Speaking at his charity golf day (AR26 Charity) Robertson reflects on his Liverpool future with one year left on his contract🔴 pic.twitter.com/Nugw4CLe4r— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 12, 2025 Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Sjá meira
„Ég er ennþá bjartsýnn en tapið á föstudaginn var þungt högg. Við vitum að síðasta árið hefur ekki verið nógu gott en ég hef enn trú á liðinu. Við getum valdið öllum liðum vandræðum ef við finnum aftur taktinn“ sagði Robertson í viðtali við Sky Sports fyrir góðgerðargolfmót sem hann heldur í dag. "I'm still optimistic but Friday was a huge disappointment" 🏴Scotland captain Andy Robertson discusses his side's recent results and looks ahead to World Cup qualifying at his charity golf day (AR26 Charity). pic.twitter.com/7TaZHqmRzm— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 12, 2025 Skotland stefnir á HM 2026 og hefur undankeppni fyrir mótið í haust, líkt og Ísland. Robertson var því spurður hversu áhyggjufullur hann væri eftir 1-3 tapið síðasta föstudag. „Við getum litið á tapið á tvenna vegu. Annars vegar erum við ánægðir með að þetta hafi ekki verið hluti af undankeppninni, ef þú ætlar að spila svona illa og gera svona mistök er betra að gera það í æfingaleik en keppnisleik. Það er eina jákvæða hlið leiksins síðasta föstudag. En við höfum auðvitað ekki efni á þessu, við vitum hversu erfitt er að komast inn á HM… Við erum í fjögurra liða riðli, mjög erfiðum riðli og bara sex leikir sem við spilum. Við höfum mætt Danmörku nokkrum sinnum og mættum Grikklandi í umspilinu í mars þar sem þeir unnu okkur. Þannig að við vitum að þetta verður erfitt, en eins og ég segi hef ég enn trú“ sagði Robertson. Robertson er á lokaári samningsins við Englandsmeistara Liverpool og hefur verið orðaður við brottför frá félaginu í sumar. Félagið hefur rætt við hann um framlengingu en framtíðin er algjörlega óráðin. „Ég veit ekki hvað gerist annað en að á morgun flýg ég út í frí, sem ég þarf mikið á að halda eftir langt tímabil. Svo hlakka ég bara til undirbúningstímabilsins, ég einbeiti mér bara að því núna og lít ekki of langt fram veginn…“ sagði Robertson. "We have had discussions, I'm not sure what the future holds"Speaking at his charity golf day (AR26 Charity) Robertson reflects on his Liverpool future with one year left on his contract🔴 pic.twitter.com/Nugw4CLe4r— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 12, 2025
Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Sjá meira