„Ennþá bjartsýnn en tapið á föstudaginn var þungt högg“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 12. júní 2025 16:02 Andy Robertson gekk svekktur af velli eftir tap Skotlands gekk Íslandi og er ekki enn búinn að jafna sig tæpri viku síðar. Steve Welsh/Getty Images „Föstudagurinn olli miklum vonbrigðum, við vildum vinna leikinn og fara á góðu skriði inn í undankeppni HM…“ segir skoski landsliðsfyrirliðinn Andy Robertson um tapið gegn Íslandi í æfingaleik liðanna. Hann segir jákvætt að hafa tapað æfingaleik, frekar en keppnisleik, og hefur enn trú á liðinu fyrir undankeppni HM í haust. „Ég er ennþá bjartsýnn en tapið á föstudaginn var þungt högg. Við vitum að síðasta árið hefur ekki verið nógu gott en ég hef enn trú á liðinu. Við getum valdið öllum liðum vandræðum ef við finnum aftur taktinn“ sagði Robertson í viðtali við Sky Sports fyrir góðgerðargolfmót sem hann heldur í dag. "I'm still optimistic but Friday was a huge disappointment" 🏴Scotland captain Andy Robertson discusses his side's recent results and looks ahead to World Cup qualifying at his charity golf day (AR26 Charity). pic.twitter.com/7TaZHqmRzm— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 12, 2025 Skotland stefnir á HM 2026 og hefur undankeppni fyrir mótið í haust, líkt og Ísland. Robertson var því spurður hversu áhyggjufullur hann væri eftir 1-3 tapið síðasta föstudag. „Við getum litið á tapið á tvenna vegu. Annars vegar erum við ánægðir með að þetta hafi ekki verið hluti af undankeppninni, ef þú ætlar að spila svona illa og gera svona mistök er betra að gera það í æfingaleik en keppnisleik. Það er eina jákvæða hlið leiksins síðasta föstudag. En við höfum auðvitað ekki efni á þessu, við vitum hversu erfitt er að komast inn á HM… Við erum í fjögurra liða riðli, mjög erfiðum riðli og bara sex leikir sem við spilum. Við höfum mætt Danmörku nokkrum sinnum og mættum Grikklandi í umspilinu í mars þar sem þeir unnu okkur. Þannig að við vitum að þetta verður erfitt, en eins og ég segi hef ég enn trú“ sagði Robertson. Robertson er á lokaári samningsins við Englandsmeistara Liverpool og hefur verið orðaður við brottför frá félaginu í sumar. Félagið hefur rætt við hann um framlengingu en framtíðin er algjörlega óráðin. „Ég veit ekki hvað gerist annað en að á morgun flýg ég út í frí, sem ég þarf mikið á að halda eftir langt tímabil. Svo hlakka ég bara til undirbúningstímabilsins, ég einbeiti mér bara að því núna og lít ekki of langt fram veginn…“ sagði Robertson. "We have had discussions, I'm not sure what the future holds"Speaking at his charity golf day (AR26 Charity) Robertson reflects on his Liverpool future with one year left on his contract🔴 pic.twitter.com/Nugw4CLe4r— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 12, 2025 Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Óttast að Grealish verði lengi frá Sjá meira
„Ég er ennþá bjartsýnn en tapið á föstudaginn var þungt högg. Við vitum að síðasta árið hefur ekki verið nógu gott en ég hef enn trú á liðinu. Við getum valdið öllum liðum vandræðum ef við finnum aftur taktinn“ sagði Robertson í viðtali við Sky Sports fyrir góðgerðargolfmót sem hann heldur í dag. "I'm still optimistic but Friday was a huge disappointment" 🏴Scotland captain Andy Robertson discusses his side's recent results and looks ahead to World Cup qualifying at his charity golf day (AR26 Charity). pic.twitter.com/7TaZHqmRzm— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 12, 2025 Skotland stefnir á HM 2026 og hefur undankeppni fyrir mótið í haust, líkt og Ísland. Robertson var því spurður hversu áhyggjufullur hann væri eftir 1-3 tapið síðasta föstudag. „Við getum litið á tapið á tvenna vegu. Annars vegar erum við ánægðir með að þetta hafi ekki verið hluti af undankeppninni, ef þú ætlar að spila svona illa og gera svona mistök er betra að gera það í æfingaleik en keppnisleik. Það er eina jákvæða hlið leiksins síðasta föstudag. En við höfum auðvitað ekki efni á þessu, við vitum hversu erfitt er að komast inn á HM… Við erum í fjögurra liða riðli, mjög erfiðum riðli og bara sex leikir sem við spilum. Við höfum mætt Danmörku nokkrum sinnum og mættum Grikklandi í umspilinu í mars þar sem þeir unnu okkur. Þannig að við vitum að þetta verður erfitt, en eins og ég segi hef ég enn trú“ sagði Robertson. Robertson er á lokaári samningsins við Englandsmeistara Liverpool og hefur verið orðaður við brottför frá félaginu í sumar. Félagið hefur rætt við hann um framlengingu en framtíðin er algjörlega óráðin. „Ég veit ekki hvað gerist annað en að á morgun flýg ég út í frí, sem ég þarf mikið á að halda eftir langt tímabil. Svo hlakka ég bara til undirbúningstímabilsins, ég einbeiti mér bara að því núna og lít ekki of langt fram veginn…“ sagði Robertson. "We have had discussions, I'm not sure what the future holds"Speaking at his charity golf day (AR26 Charity) Robertson reflects on his Liverpool future with one year left on his contract🔴 pic.twitter.com/Nugw4CLe4r— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 12, 2025
Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Óttast að Grealish verði lengi frá Sjá meira