Bandarískar herstöðvar verða reistar í Danmörku Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. júní 2025 06:51 Bandaríkjamenn munu fara með lögsögu á herstöðvum sínum á Jótlandi. AP/Emil Nicolai Helms Stór meirihluti á danska þinginu samþykkti í gær að rýmka rétt Bandaríkjanna til hernaðarlegrar viðveru í Danmörku. Bandaríkjamenn munu fara með lögsögu yfir hermönnum sínum í Danmörku og hafa aðgang að þremur flugherstöðvum á Jótlandi. Samkvæmt umfjöllun Politiken munu Bandaríkjamenn sjálfir fara með lögsögu yfir hermönnum sem hafa viðveru í herstöðvum í Danmörku en Danir reka flugherstöðvar í Skydstrup, Karup og Álaborg. Samstarfssamningurinn við Bandaríkjaher hefur legið fyrir frá því í desember 2023 samkvæmt umfjöllun danska ríkisútvarpsins en þingið greiddi um hann atkvæði í gær. Samningnum samkvæmt hafa Bandaríkin rétt á að hafa viðveru í völdum herstöðvum, geyma þar hernaðarbúnað og þjálfa hermenn. Hann gefur Bandaríkjamönnum einnig leyfi til að reka þrjár flugherstöðvar á áðurnefndum stöðum á Jótlandi. Hermenn sem hafa viðveru á fyrrnefndum herstöðvum lúta bandarískum lögum. Bandaríkin sjá þannig um að ákæra hermenn fremji þeir glæpi í Danmörku. Samningurinn gildir til tíu ára. Svik við dönsku þjóðina Mikil umræða hefur verið í Danmörku nýverið samningsins vegna og hefur gagnrýni á hann verið óvægin. Pelle Dragsted, formaður Enhedslisten, segir samninginn þjóðhættulegan. „Þetta er samningur sem gerir það að verkum að það verði svæði í Danmörku sem lúti bandarískum lögum. Þar sem dönsk yfirvöld ráða ekki. Og þar sem illa getur verið farið með fanga,“ sagði hann á danska þinginu í gær. „Þetta eru gríðarleg svik við dönsku þjóðina,“ sagði hann. Það voru aðeins fulltrúar Enhedslisten, Alternativet og Borgaraflokksins sem greiddu atkvæði gegn gildistöku samningsins, ásamt utanflokkaþingmönnunum Theresu Scavenius og Jeppe Søe. Samkvæmt Politiken hafa fulltrúar SF verið gagnrýnir á samninginn en enduðu á því að greiða atkvæði með gildistöku hans. Mikilvægt að þétta raðirnar Mette Frederiksen forsætisráðherra segir afgerandi að þétta raðirnar og auka samstarf Danmerkur við Bandaríkjunum sérstaklega á tímum sem þessum. „Vandamálið er ekki að Bandaríkin hafi of mikla viðveru í Evrópu. Þvert á móti er hættan sú að Bandaríkin dragi sig í hlé og flytji hermenn sína burt eða stöðvi hernaðaraðstoð til Úkraínu,“ hefur Politiken eftir henni. Fulltrúar Enhedslisten og Alternativet hafa haldið því fram að það fullveldisafsal sem samningurinn feli í sér sé brot á stjórnarskrá Danmerkur. Ríkisstjórnarliðar segja það af og frá. „Í matinu er lögð áhersla á að dönsk yfirvöld beri aðalábyrgð á öryggi, bæði á og utan þeirra mannvirkja sem samingurinn nær til,“ er haft eftir Peter Danmörk Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Hernaður Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Sjá meira
Samkvæmt umfjöllun Politiken munu Bandaríkjamenn sjálfir fara með lögsögu yfir hermönnum sem hafa viðveru í herstöðvum í Danmörku en Danir reka flugherstöðvar í Skydstrup, Karup og Álaborg. Samstarfssamningurinn við Bandaríkjaher hefur legið fyrir frá því í desember 2023 samkvæmt umfjöllun danska ríkisútvarpsins en þingið greiddi um hann atkvæði í gær. Samningnum samkvæmt hafa Bandaríkin rétt á að hafa viðveru í völdum herstöðvum, geyma þar hernaðarbúnað og þjálfa hermenn. Hann gefur Bandaríkjamönnum einnig leyfi til að reka þrjár flugherstöðvar á áðurnefndum stöðum á Jótlandi. Hermenn sem hafa viðveru á fyrrnefndum herstöðvum lúta bandarískum lögum. Bandaríkin sjá þannig um að ákæra hermenn fremji þeir glæpi í Danmörku. Samningurinn gildir til tíu ára. Svik við dönsku þjóðina Mikil umræða hefur verið í Danmörku nýverið samningsins vegna og hefur gagnrýni á hann verið óvægin. Pelle Dragsted, formaður Enhedslisten, segir samninginn þjóðhættulegan. „Þetta er samningur sem gerir það að verkum að það verði svæði í Danmörku sem lúti bandarískum lögum. Þar sem dönsk yfirvöld ráða ekki. Og þar sem illa getur verið farið með fanga,“ sagði hann á danska þinginu í gær. „Þetta eru gríðarleg svik við dönsku þjóðina,“ sagði hann. Það voru aðeins fulltrúar Enhedslisten, Alternativet og Borgaraflokksins sem greiddu atkvæði gegn gildistöku samningsins, ásamt utanflokkaþingmönnunum Theresu Scavenius og Jeppe Søe. Samkvæmt Politiken hafa fulltrúar SF verið gagnrýnir á samninginn en enduðu á því að greiða atkvæði með gildistöku hans. Mikilvægt að þétta raðirnar Mette Frederiksen forsætisráðherra segir afgerandi að þétta raðirnar og auka samstarf Danmerkur við Bandaríkjunum sérstaklega á tímum sem þessum. „Vandamálið er ekki að Bandaríkin hafi of mikla viðveru í Evrópu. Þvert á móti er hættan sú að Bandaríkin dragi sig í hlé og flytji hermenn sína burt eða stöðvi hernaðaraðstoð til Úkraínu,“ hefur Politiken eftir henni. Fulltrúar Enhedslisten og Alternativet hafa haldið því fram að það fullveldisafsal sem samningurinn feli í sér sé brot á stjórnarskrá Danmerkur. Ríkisstjórnarliðar segja það af og frá. „Í matinu er lögð áhersla á að dönsk yfirvöld beri aðalábyrgð á öryggi, bæði á og utan þeirra mannvirkja sem samingurinn nær til,“ er haft eftir Peter
Danmörk Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Hernaður Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Sjá meira