Þegar neyðin er mest er Caruso næst Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. júní 2025 20:47 Alex Caruso kann vel við sig í bláu. Joshua Gateley/Getty Images Fimm ár eru síðan Vísir fjallaði um óvænt hlutverk Alex Caruso á leið Los Angeles Lakers að NBA-meistaratitlinum í körfubolta. Nú er hann máttarstólpi í einu besta liði NBA. Hlutverk hins fjölhæfa Caruso hjá Oklahoma City Thunder er engan veginn jafn óvænt og það fyrir fimm árum síðan þegar hann var þó 26 ára gamall. Síðan Caruso varð meistari með Lakers hefur hann verið einn besti varnarmaður deildarinnar og gæti verið að hann landi sínum öðrum meistaratitli áður en langt um líður. Hinn 31 árs gamli Caruso hefur rakað af sér það litla hár sem var á höfði hans þegar hann skaust fram á sjónarsviðið með Lakers, bónar skallann og spilar með blátt svitaband um höfuðið en eitt breytist aldrei. Hann er enn að leggja bestu leikmenn andstæðingsins hverju sinni í einelti. Segja má að Caruso sé snúinn aftur heim en það var góð frammistaða með Oklahoma City Blue, G-deildarliði OKC, sem hann vakti athygli NBA-liða eftir að hafa ekki verið valinn í nýliðavalinu. Hann endaði hjá Lakers og þar var það gríðarlegur dugnaður og ótrúlega hátt orkustig, sérstaklega varnarlega, sem skilaði honum samning og meistaratitli. Á óskiljanlegan hátt ákvað Lakers að senda Caruso til Chicago Bulls árið 2021 en sem betur fer fyrir OKC og NBA-deildina í heild sinni gekk hann til liðs við OKC á síðasta ári. Eftir tap gegn Indiana Pacers í fyrsta leik úrslitaeinvígisins í ár vann OKC öruggan sigur í öðrum leik liðanna og er staðan því jöfn 1-1 fyrir þriðja leik sem fram fer í kvöld. Í sigrinum þar sem Shai Gilgeous-Alexander stal fyrirsögnunum gerði Caruso þó nokkuð sem hann gerir sjaldan, hann skoraði fjöldann allan af stigum. Venjulega leyfir hann öðrum að njóta sín en þegar neyðin er mest er Caruso næst. Hann skoraði alls 20 stig, annað skiptið sem hann afrekar það í úrslitakeppninni eftir að gera það núll sinnum í deildarkeppninni. „Hann er einn af þessum leikmönnum sem þú veist að mætir með „það“ á hverju einasta kvöldi. Skiptir engu hvort hann er 22. ára gamall eða þrítugur. Hann mætir með „það.“ Mér finnst eins og það smiti út frá sér til liðsins. Svo býr hann yfir þessum eiginleika að lesa leikinn og átta sig samstundis á hvað er að gerast. Hann kemur þeim upplýsingum svo áleiðis til okkar hinna,“ sagði Chet Holmgren eftir sigurinn á Indiana í leik tvö. Upphitun fyrir þriðja leik OKC og Pacers um NBA-meistaratitilinn hefst á miðnætti. Hálftíma síðar, klukkan 00.30, hefst svo þriðji leikur einvígisins. Körfubolti NBA Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Enski boltinn Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Enski boltinn Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sport Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Sjá meira
Hlutverk hins fjölhæfa Caruso hjá Oklahoma City Thunder er engan veginn jafn óvænt og það fyrir fimm árum síðan þegar hann var þó 26 ára gamall. Síðan Caruso varð meistari með Lakers hefur hann verið einn besti varnarmaður deildarinnar og gæti verið að hann landi sínum öðrum meistaratitli áður en langt um líður. Hinn 31 árs gamli Caruso hefur rakað af sér það litla hár sem var á höfði hans þegar hann skaust fram á sjónarsviðið með Lakers, bónar skallann og spilar með blátt svitaband um höfuðið en eitt breytist aldrei. Hann er enn að leggja bestu leikmenn andstæðingsins hverju sinni í einelti. Segja má að Caruso sé snúinn aftur heim en það var góð frammistaða með Oklahoma City Blue, G-deildarliði OKC, sem hann vakti athygli NBA-liða eftir að hafa ekki verið valinn í nýliðavalinu. Hann endaði hjá Lakers og þar var það gríðarlegur dugnaður og ótrúlega hátt orkustig, sérstaklega varnarlega, sem skilaði honum samning og meistaratitli. Á óskiljanlegan hátt ákvað Lakers að senda Caruso til Chicago Bulls árið 2021 en sem betur fer fyrir OKC og NBA-deildina í heild sinni gekk hann til liðs við OKC á síðasta ári. Eftir tap gegn Indiana Pacers í fyrsta leik úrslitaeinvígisins í ár vann OKC öruggan sigur í öðrum leik liðanna og er staðan því jöfn 1-1 fyrir þriðja leik sem fram fer í kvöld. Í sigrinum þar sem Shai Gilgeous-Alexander stal fyrirsögnunum gerði Caruso þó nokkuð sem hann gerir sjaldan, hann skoraði fjöldann allan af stigum. Venjulega leyfir hann öðrum að njóta sín en þegar neyðin er mest er Caruso næst. Hann skoraði alls 20 stig, annað skiptið sem hann afrekar það í úrslitakeppninni eftir að gera það núll sinnum í deildarkeppninni. „Hann er einn af þessum leikmönnum sem þú veist að mætir með „það“ á hverju einasta kvöldi. Skiptir engu hvort hann er 22. ára gamall eða þrítugur. Hann mætir með „það.“ Mér finnst eins og það smiti út frá sér til liðsins. Svo býr hann yfir þessum eiginleika að lesa leikinn og átta sig samstundis á hvað er að gerast. Hann kemur þeim upplýsingum svo áleiðis til okkar hinna,“ sagði Chet Holmgren eftir sigurinn á Indiana í leik tvö. Upphitun fyrir þriðja leik OKC og Pacers um NBA-meistaratitilinn hefst á miðnætti. Hálftíma síðar, klukkan 00.30, hefst svo þriðji leikur einvígisins.
Körfubolti NBA Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Enski boltinn Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Enski boltinn Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sport Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Sjá meira