„Fólk er í áfalli yfir þessu“ Smári Jökull Jónsson skrifar 11. júní 2025 21:49 Play stendur í ströngu þessa dagana. Vísir/Vilhelm Fréttir af fyrirhuguðum breytingum hjá flugfélaginu Play voru áfall fyrir starfsfólk að sögn forseta Íslenska flugstéttafélagsins. Hann segir lagalega óvissu fylgja því að flugrekstur Play verði skráður í öðru landi og að fréttirnar hafi komið starfsfólki í opna skjöldu. Í gær var tilkynnt að tveir stærstu hluthafar flugfélagsins Play hyggist gera yfirtökutilboð í allt hlutafé félagsins. Í tilkynningu kom meðal annars fram að flugi til Norður-Ameríku verði hætt frá og með október og vélum fækkað. Sjö vélar sinna nú flugi til og frá Íslandi en verða fjórar samkvæmt fyrirhuguðum breytingum. Í viðtali við forstjóra Play í gær kom fram að starfsfólki í innlenda flota Play myndi fækka og þá verður íslensku flugrekstrarleyfi skilað og flogið undir maltnesku flugrekstrarleyfi. Jóhann Óskar Borgþórsson er forseti Íslenska flugstéttafélagsins, stéttarfélags starfsmanna Play. Hann segir starfsfólk ekki hafa fengið veður af breytingunum fyrr en tilkynning birtist í fjölmiðlum. Fréttirnar hafi verið áfall. „Við fengum þessar fréttir eins og almenningur í gær þegar þetta var tilkynnt í Kauphöllinni. Þetta skall á okkur eins flest öllum öðrum. Við erum búnir að vera síðstliðinn sólarhring að ná utan um þetta,“ sagði Jóhann í samtali við fréttastofu Stöðvar 2. „Við erum búnir að vera í samtölum við stjórnendur og yfirmenn fyrirtækisins hvernig framhaldinu er háttað. Okkar starf verandi í forsvari fyrir flugmenn og þjónustu- og öryggisliða er að tryggja störf og passa upp á kaup og kjör.“ „Óvissan er það helst sem er óþægilegt“ Jóhann segir fréttir gærdagsins hafa verið áfall. „Þetta er áfall og fólk er í smá áfalli yfir þessu. Það er alltaf eðlilegt þegar þú ert hræddur um starfið þitt, það er áfall. Það getur komið fram mismunandi hjá fólki. Það getur verið reiði, depurð eða sársauki og allt fram eftir því. Óvissan er kannski það helsta sem er óþægilegt fyrir fólk.“ „Mannverunni finnst óþægilegt að vera í óvissu og við eigum eftir að eiga ítarlegra samtal við félagið um hvernig við getum tryggt það að það verði unnið samkvæmt þessum kjarasamningum, allavega þeir einstaklingar sem eru eftir hjá félaginu. Við viljum helst að öllum sé haldið í vinnu.“ Nýr kjarasamningur á milli Play og Íslenska flugstéttafélagsins var undirritaður á dögunum. Jóhann telur af samtölum ekki búast við öðru ekki en að staðið verði við gerða samninga. „Það er alveg ljóst að Play HF er með í gildi bindandi samkomulag sem eru þessir kjarasamningar við þjónustu- og öryggisliða og svo flugmenn annars vegar. Sá samningur er í gildi þar til um annað er samið. Lagalega óvissan liggur í því þegar allur flugreskstur verður kominn á flugfélag frá öðru landi þá skapast einhver réttaróvissa hvað það varðar. Það er eitt af þessum samtölum sem við þurfum að taka við félagið.“ „Af þeim samtölum sem við höfum átt við stjórnendur fyrirtækisisns þá er ekki hugur í þeim að taka einhvern snúning á þessu og það er vel ef það er. Við förum allavega inn í þetta að finna flöt til að vernda sem flest störf,“ sagði Jóhann að lokum. Play Fréttir af flugi Ferðaþjónusta Vinnumarkaður Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Sjá meira
Í gær var tilkynnt að tveir stærstu hluthafar flugfélagsins Play hyggist gera yfirtökutilboð í allt hlutafé félagsins. Í tilkynningu kom meðal annars fram að flugi til Norður-Ameríku verði hætt frá og með október og vélum fækkað. Sjö vélar sinna nú flugi til og frá Íslandi en verða fjórar samkvæmt fyrirhuguðum breytingum. Í viðtali við forstjóra Play í gær kom fram að starfsfólki í innlenda flota Play myndi fækka og þá verður íslensku flugrekstrarleyfi skilað og flogið undir maltnesku flugrekstrarleyfi. Jóhann Óskar Borgþórsson er forseti Íslenska flugstéttafélagsins, stéttarfélags starfsmanna Play. Hann segir starfsfólk ekki hafa fengið veður af breytingunum fyrr en tilkynning birtist í fjölmiðlum. Fréttirnar hafi verið áfall. „Við fengum þessar fréttir eins og almenningur í gær þegar þetta var tilkynnt í Kauphöllinni. Þetta skall á okkur eins flest öllum öðrum. Við erum búnir að vera síðstliðinn sólarhring að ná utan um þetta,“ sagði Jóhann í samtali við fréttastofu Stöðvar 2. „Við erum búnir að vera í samtölum við stjórnendur og yfirmenn fyrirtækisins hvernig framhaldinu er háttað. Okkar starf verandi í forsvari fyrir flugmenn og þjónustu- og öryggisliða er að tryggja störf og passa upp á kaup og kjör.“ „Óvissan er það helst sem er óþægilegt“ Jóhann segir fréttir gærdagsins hafa verið áfall. „Þetta er áfall og fólk er í smá áfalli yfir þessu. Það er alltaf eðlilegt þegar þú ert hræddur um starfið þitt, það er áfall. Það getur komið fram mismunandi hjá fólki. Það getur verið reiði, depurð eða sársauki og allt fram eftir því. Óvissan er kannski það helsta sem er óþægilegt fyrir fólk.“ „Mannverunni finnst óþægilegt að vera í óvissu og við eigum eftir að eiga ítarlegra samtal við félagið um hvernig við getum tryggt það að það verði unnið samkvæmt þessum kjarasamningum, allavega þeir einstaklingar sem eru eftir hjá félaginu. Við viljum helst að öllum sé haldið í vinnu.“ Nýr kjarasamningur á milli Play og Íslenska flugstéttafélagsins var undirritaður á dögunum. Jóhann telur af samtölum ekki búast við öðru ekki en að staðið verði við gerða samninga. „Það er alveg ljóst að Play HF er með í gildi bindandi samkomulag sem eru þessir kjarasamningar við þjónustu- og öryggisliða og svo flugmenn annars vegar. Sá samningur er í gildi þar til um annað er samið. Lagalega óvissan liggur í því þegar allur flugreskstur verður kominn á flugfélag frá öðru landi þá skapast einhver réttaróvissa hvað það varðar. Það er eitt af þessum samtölum sem við þurfum að taka við félagið.“ „Af þeim samtölum sem við höfum átt við stjórnendur fyrirtækisisns þá er ekki hugur í þeim að taka einhvern snúning á þessu og það er vel ef það er. Við förum allavega inn í þetta að finna flöt til að vernda sem flest störf,“ sagði Jóhann að lokum.
Play Fréttir af flugi Ferðaþjónusta Vinnumarkaður Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Sjá meira