Frekar ætti að styrkja forvarnir en reisa minnisvarða um þolendur ofbeldis Lovísa Arnardóttir skrifar 12. júní 2025 06:19 Frá vinstri, Drífa Snædal, talskona Stígamóta, Nichole Leigh Mosty, félagskonu í og W.O.M.E.N samtökum kvenna af erlendum uppruna og Guðný S. Bjarnadóttir, stofnandi Hagsmunasamtaka brotaþola. Vísir/Vilhelm og Einar Samtökin Stígamót, Hagsmunasamtök brotaþola og W.O.M.E.N samtök kvenna af erlendum uppruna leggjast öll gegn því að reistur verði minnisvarði fyrir þolendur kynferðislegs ofbeldis. Tillögu Vinstri grænna um minnisvarðann hefur nú verið vísað til borgarráðs til endanlegrar afgreiðslu. Tillagan var upphaflega lögð fram í borgarstjórn af Líf Magneudóttur, borgarfulltrúa Vinstri grænna, en vísað til Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar í janúar í fyrra og ráðinu gert að leita umsagna um málið. Stígamót, W.O.M.E.N samtök kvenna af erlendum uppruna, Kvenréttindafélag Íslands og Hagsmunasamtök brotaþola sendu öll inn umsögn. Í upprunalegri tillögu Vinstri grænna sagði að með því að ávarpa kynferðislegt ofbeldi í opinberum rýmum væri þess krafist af þeim sem eigi leið hjá að þau myndu velta fyrir sér kerfislægu kynferðisofbeldi sem eigi sér stað í samfélaginu. Þannig væri hægt að hefja samtal um normalíseringu ofbeldis, nauðgana og áreitni. Víða væri að finna styttur af körlum en færri af konum. Líf Magneudóttir er fulltrúi Vinstri grænna í borgarstjórn. Vísir/Vilhelm „Sjaldan er konu eða konum og veruleika þeirra lyft upp í almannarýminu. Reynsluheimur kvenna hefur lengi verið ósýnilegur og enn eru öfl allt í kringum okkur sem vilja halda því þannig. Með því að búa til minnisvarða, listaverk eða minnisrými tileinkað þolendum kynferðislegs ofbeldis sendir Reykjavík skýr skilaboð,“ sagði í tillögunni og ítrekað að betra hefði verið að tillagan hefði verið afgreidd í borgarstjórn en að senda hana til Mannréttinda- og ofbeldisvarnaráðs. Forvarnir frekar en samkeppni um listaverk Fulltrúar meirihluta borgarstjórnar, utan Vinstri grænna, lögðu fram bókun á fundi ráðsins þann 5. júní þar sem vísað er í gagnrýna sýn umsagna um að ráðið ætti frekar að leggja áherslu á forvarnir en samkeppni um listaverk. Fulltrúar meirihlutans í Mannréttindaráðinu taka undir mikilvægi forvarnarstarfs og valdeflingar þolanda en mæla með útfærslu verkefnisins á þeim forsendum. „Árið 2025 er Kvennaárið þegar 50 ár eru liðin frá Kvennafrídegi þann 23. október 1975 og mikilvægt er að Reykjavíkurborg taki sýnilega þátt í þessu og gæti uppfærð útfærsla verkefnisins verið þáttur í því,“ segir að lokum í bókuninni. Magnea Gná Jóhannsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, segir að frekar ætti að gera minnisvarða um kvennafrídaginn 1975. Vísir/Einar Magnea Gná Jóhannsdóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins í ráðinu, lagði einnig fram bókun þar sem hún tók heilshugar undir mikilvægi þess að sýna þolendum ofbeldis samstöðu, hlusta á og bregðast við reynslu þeirra. Það sé þó ekki tímabært að reisa minnisvarða um ofbeldi sem enn sé viðvarandi. Minnisvarðar séu reistir til að minnast einhvers sem sé að baki en baráttan gegn kynferðislegu ofbeldi sé enn óunnin. Magnea Gná vísaði að því loknu í umsagnir Stígamóta, W.O.M.E.N og Hagsmunasamtaka brotaþola þar sem þess er krafist að fjármagni verði frekar varið í forvarnir, fræðslu, valdeflingu og úrræði fyrir bæði þolendur og þá sem beita ofbeldi. „Ef setja á táknræn skilaboð í almannarými, þarf það að vera hluti af stærra átaki sem beinist að rótum vandans, gerendum, kerfinu sem bregst og samfélagslegri gerendameðvirkni,“ segir hún að lokum en nefnir að ef byggja eigi minnisvarða væri hægt að minnast þess að í ár eru 50 ár frá kvennaárinu 1975. Minnisvarðar reistir til að minnast einhvers sem er lokið Í umsögnum Stígamóta, Hagsmunasamtaka brotaþola og W.O.M.E.N samtaka kvenna af erlendum uppruna er að finna svipaðar kröfur og gagnrýni á tillöguna. Minnt er á að minnisvarðar séu yfirleitt reistir til að minnast einhvers sem er lokið en að baráttan gegn kynferðisofbeldi sé enn í gangi. „Nær daglega erum við áminnt á stöðu kynbundins ofbeldis á Íslandi. Þolendur stíga fram með frásagnir af ofbeldinu sem þau urðu fyrir og á samfélagsmiðlum, fréttum og í dómum sjáum við hvernig kerfið bregst þeim ítrekað. Ef við ætlum að ávarpa kynferðislegt ofbeldi verðum við að afhjúpa gerendur og kerfið sem styður ekki við þolendur heldur dregur úr líkum á því að brotaþolar kæri,“ segir sem dæmi í umsögn Hagsmunasamtaka brotaþola. Þar segir einnig að fjármunum borgarinnar væri betur varið í forvarnarstarf og fræðslu. Þess verður minnst í ár að fimmtíu ár eru liðin frá því að konur fóru fyrst í verkfall á Íslandi. Vísir/Vilhelm Í umsögn Stígamóta segir að tímabært sé að beina ljósinu að gerendum í stað þess að beina því enn og aftur að þolendum. „Upprisu brotaþola er ekki lokið og ekkert bendir til þess að kynbundið og kynferðislegt ofbeldi sé á undanhaldi – því miður. Við erum í miðjum storminum í baráttu gegn ofbeldi og ofbeldismenningu og sárlega vantar fjármagn í forvarnaraðgerðir, fræðslu og menntun sem beinist að gerendum eða hugsanlegum gerendum,“ segir í umsögninni. Í umsögn W.O.M.E.N er tekið í sama streng. „Við hjá samtakanna kvenna af erlendum uppruna á Íslandi teljum að fjármagn sem verður lögð í því að standa fyrir að auglýsa og halda utan um samkeppni, kostnaður til listamanna sem sér um hönnun og síðan kostnaður vegna framkvæmd við að reisa minnisvarðar verður betur varað í verkefni tengd forvarna, fræðslu, og /eða sértækt úrræði fyrir jaðarsett hópa eins og konur af erlendum uppruna, kynsegin fólk eða með fatlaðs fólks.“ Falleg hugmynd en fjármagni betur varið í forvarnir Í umsögninni segir að samtökin taki vikulega við frásögnum kvenna af erlendum uppruna sem þoli ofbeldi og konur lýsi jafnvel fordómum og skorti á stuðningi þegar þær leiti til borgarinnar. Samtökin segja að sömuleiðis þurfi í samfélaginu að taka á rasisma, hatursorðræðu og mismunum og ofbeldi í garð innflytjenda, flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd. „Hugmynd vegna minnisvarðar í grunninner falleg en best væri varðveita fjármagn í fólk frekar en einhvers konar táknmynd um ofbeldi sem við erum enn þá að berjast gegn,“ segir að lokum í umsögn W.O.M.E.N. Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð leitaði einnig til Kvenréttindafélags Íslands sem studdi tillöguna. Kvennafrídagurinn Kynbundið ofbeldi Kynferðisofbeldi Reykjavík Borgarstjórn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Sósíalistaflokkurinn Píratar Innflytjendamál Flóttafólk á Íslandi Styttur og útilistaverk Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Sjá meira
Tillagan var upphaflega lögð fram í borgarstjórn af Líf Magneudóttur, borgarfulltrúa Vinstri grænna, en vísað til Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar í janúar í fyrra og ráðinu gert að leita umsagna um málið. Stígamót, W.O.M.E.N samtök kvenna af erlendum uppruna, Kvenréttindafélag Íslands og Hagsmunasamtök brotaþola sendu öll inn umsögn. Í upprunalegri tillögu Vinstri grænna sagði að með því að ávarpa kynferðislegt ofbeldi í opinberum rýmum væri þess krafist af þeim sem eigi leið hjá að þau myndu velta fyrir sér kerfislægu kynferðisofbeldi sem eigi sér stað í samfélaginu. Þannig væri hægt að hefja samtal um normalíseringu ofbeldis, nauðgana og áreitni. Víða væri að finna styttur af körlum en færri af konum. Líf Magneudóttir er fulltrúi Vinstri grænna í borgarstjórn. Vísir/Vilhelm „Sjaldan er konu eða konum og veruleika þeirra lyft upp í almannarýminu. Reynsluheimur kvenna hefur lengi verið ósýnilegur og enn eru öfl allt í kringum okkur sem vilja halda því þannig. Með því að búa til minnisvarða, listaverk eða minnisrými tileinkað þolendum kynferðislegs ofbeldis sendir Reykjavík skýr skilaboð,“ sagði í tillögunni og ítrekað að betra hefði verið að tillagan hefði verið afgreidd í borgarstjórn en að senda hana til Mannréttinda- og ofbeldisvarnaráðs. Forvarnir frekar en samkeppni um listaverk Fulltrúar meirihluta borgarstjórnar, utan Vinstri grænna, lögðu fram bókun á fundi ráðsins þann 5. júní þar sem vísað er í gagnrýna sýn umsagna um að ráðið ætti frekar að leggja áherslu á forvarnir en samkeppni um listaverk. Fulltrúar meirihlutans í Mannréttindaráðinu taka undir mikilvægi forvarnarstarfs og valdeflingar þolanda en mæla með útfærslu verkefnisins á þeim forsendum. „Árið 2025 er Kvennaárið þegar 50 ár eru liðin frá Kvennafrídegi þann 23. október 1975 og mikilvægt er að Reykjavíkurborg taki sýnilega þátt í þessu og gæti uppfærð útfærsla verkefnisins verið þáttur í því,“ segir að lokum í bókuninni. Magnea Gná Jóhannsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, segir að frekar ætti að gera minnisvarða um kvennafrídaginn 1975. Vísir/Einar Magnea Gná Jóhannsdóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins í ráðinu, lagði einnig fram bókun þar sem hún tók heilshugar undir mikilvægi þess að sýna þolendum ofbeldis samstöðu, hlusta á og bregðast við reynslu þeirra. Það sé þó ekki tímabært að reisa minnisvarða um ofbeldi sem enn sé viðvarandi. Minnisvarðar séu reistir til að minnast einhvers sem sé að baki en baráttan gegn kynferðislegu ofbeldi sé enn óunnin. Magnea Gná vísaði að því loknu í umsagnir Stígamóta, W.O.M.E.N og Hagsmunasamtaka brotaþola þar sem þess er krafist að fjármagni verði frekar varið í forvarnir, fræðslu, valdeflingu og úrræði fyrir bæði þolendur og þá sem beita ofbeldi. „Ef setja á táknræn skilaboð í almannarými, þarf það að vera hluti af stærra átaki sem beinist að rótum vandans, gerendum, kerfinu sem bregst og samfélagslegri gerendameðvirkni,“ segir hún að lokum en nefnir að ef byggja eigi minnisvarða væri hægt að minnast þess að í ár eru 50 ár frá kvennaárinu 1975. Minnisvarðar reistir til að minnast einhvers sem er lokið Í umsögnum Stígamóta, Hagsmunasamtaka brotaþola og W.O.M.E.N samtaka kvenna af erlendum uppruna er að finna svipaðar kröfur og gagnrýni á tillöguna. Minnt er á að minnisvarðar séu yfirleitt reistir til að minnast einhvers sem er lokið en að baráttan gegn kynferðisofbeldi sé enn í gangi. „Nær daglega erum við áminnt á stöðu kynbundins ofbeldis á Íslandi. Þolendur stíga fram með frásagnir af ofbeldinu sem þau urðu fyrir og á samfélagsmiðlum, fréttum og í dómum sjáum við hvernig kerfið bregst þeim ítrekað. Ef við ætlum að ávarpa kynferðislegt ofbeldi verðum við að afhjúpa gerendur og kerfið sem styður ekki við þolendur heldur dregur úr líkum á því að brotaþolar kæri,“ segir sem dæmi í umsögn Hagsmunasamtaka brotaþola. Þar segir einnig að fjármunum borgarinnar væri betur varið í forvarnarstarf og fræðslu. Þess verður minnst í ár að fimmtíu ár eru liðin frá því að konur fóru fyrst í verkfall á Íslandi. Vísir/Vilhelm Í umsögn Stígamóta segir að tímabært sé að beina ljósinu að gerendum í stað þess að beina því enn og aftur að þolendum. „Upprisu brotaþola er ekki lokið og ekkert bendir til þess að kynbundið og kynferðislegt ofbeldi sé á undanhaldi – því miður. Við erum í miðjum storminum í baráttu gegn ofbeldi og ofbeldismenningu og sárlega vantar fjármagn í forvarnaraðgerðir, fræðslu og menntun sem beinist að gerendum eða hugsanlegum gerendum,“ segir í umsögninni. Í umsögn W.O.M.E.N er tekið í sama streng. „Við hjá samtakanna kvenna af erlendum uppruna á Íslandi teljum að fjármagn sem verður lögð í því að standa fyrir að auglýsa og halda utan um samkeppni, kostnaður til listamanna sem sér um hönnun og síðan kostnaður vegna framkvæmd við að reisa minnisvarðar verður betur varað í verkefni tengd forvarna, fræðslu, og /eða sértækt úrræði fyrir jaðarsett hópa eins og konur af erlendum uppruna, kynsegin fólk eða með fatlaðs fólks.“ Falleg hugmynd en fjármagni betur varið í forvarnir Í umsögninni segir að samtökin taki vikulega við frásögnum kvenna af erlendum uppruna sem þoli ofbeldi og konur lýsi jafnvel fordómum og skorti á stuðningi þegar þær leiti til borgarinnar. Samtökin segja að sömuleiðis þurfi í samfélaginu að taka á rasisma, hatursorðræðu og mismunum og ofbeldi í garð innflytjenda, flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd. „Hugmynd vegna minnisvarðar í grunninner falleg en best væri varðveita fjármagn í fólk frekar en einhvers konar táknmynd um ofbeldi sem við erum enn þá að berjast gegn,“ segir að lokum í umsögn W.O.M.E.N. Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð leitaði einnig til Kvenréttindafélags Íslands sem studdi tillöguna.
Kvennafrídagurinn Kynbundið ofbeldi Kynferðisofbeldi Reykjavík Borgarstjórn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Sósíalistaflokkurinn Píratar Innflytjendamál Flóttafólk á Íslandi Styttur og útilistaverk Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Sjá meira