„Stundin sem við höfum óttast er runnin upp“ Atli Ísleifsson skrifar 11. júní 2025 06:40 Mótmælt hefur verið í Los Angeles og nærliggjandi bæjum og hverfum síðan á föstudag. AP Karen Bass, borgarstjóri Los Angeles í Bandaríkjunum, hefur komið á útgöngubanni í hluta borgarinnar til að stöðva gripdeildir og ofbeldi af hálfu mótmælenda. Lögregla hefur handtekið fjölda mótmælenda sem hafa ekki virt útgöngubannið. Bass tilkynnti í gærkvöldi að útgöngubanni á um tveggja og hálfs ferkílómetra svæði í miðborginni yrði komið á frá klukkan 20 á kvöldin til sex á morgnana. Útgöngubannið ætti þó ekki við um íbúa, blaðamenn og viðbragðsaðila og gerir borgarstjórinn ráð fyrir að bannið komi til með að vera í gildi „í nokkra daga“. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, sagði í gærkvöldi að Donald Trump Bandaríkjaforseti væri að kynda undir mótmælunum með ákvörðunum sínum og ógna sjálfu lýðræðinu. „Stundin sem við höfum óttast er runnin upp,“ sagði ríkisstjórinn í ávarpi í gærkvöldi. Mótmælt hefur verið í Los Angeles og nærliggjandi bæjum og hverfum síðan á föstudag í kjölfar aðgerða fulltrúa Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna, ICE, þar sem tugir innflytjenda voru handteknir. Multiple groups continue to congregate on 1st St between Spring and Alameda. Those groups are being addressed and mass arrests are being initiated. Curfew is in effect.— LAPD Central Division (@LAPDCentral) June 11, 2025 Lögregla í Los Angeles greindi frá því í gærkvöldi að 197 mótmælendur hið minnsta hefðu verið handteknir og að brotist hefði verið inn í að minnsta kosti 23 verslanir. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, ávarpaði íbúa í sjónvarpsávarpi í gærkvöldi þar sem hann sakaði Donald Trump Bandaríkjaforseta að kynda undir mótmælin. „Að senda þjálfaða hermenn á göturnar er fordæmalaust og ógnar sjálfu lýðræðinu,“ sagði Newsom, en Trump hefur sent fjögur þúsund þjóðvarðliða og sjö hundruð landgönguliða til Los Angeles án samráðs við ríkisstjórann. „Það kann að vera að Kalifornía sé fyrst, en þessu mun klárlega ekki ljúka þar. Önnur ríki eru næst. Lýðræðið er næst. Það er verið að ráðast á lýðræðið fyrir framan nefið á okkur. Stundin sem við höfum óttast er runnin upp,“ sagði Newsom, harðorður í garð forsetans. Ríkisstjórinn hafði áður kært ákvörðun Trump að senda herlið til í Kaliforníu, en alríkisdómari hafnaði flýtimeðferð og verður málið tekið fyrir á morgun. Trump segist hafa tekið ákvörðunina um að senda þjóðvarðliða og landgönguliða til Los Angeles vegna mótmælanna sem hann lýsir sem „stórkostlegri árás á frið og allsherjarreglu“. Mótmæli vegna aðgerða ICE hafa nú einnig breiðst út til annarra bandarískra borga, meðal annars New York, Atlanta, Chicago, Dallas, Fíladelfíu og San Francisco. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Segir ástandið í Los Angeles „ekki eðlilegt“ Jeremy Ebobisse, framherji Los Angeles FC í Bandaríkjunum, segist styðja það stuðningsfólk sem lýsti yfir óánægju sinni með forseta Bandaríkjanna vegna ástandsins í Los Angeles um þessar mundir. 10. júní 2025 07:00 Sendir tvö þúsund þjóðvarðliða til viðbótar til Los Angeles Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur heimilað að senda tvö þúsund þjóðvarðliða til viðbótar, auk sjö hundruð landgönguliða, til Los Angeles í Kaliforníu vegna mótmælanna í borginni sem nú hafa staðið hafa í fjóra daga. Mótmæli gærkvöldsins voru nokkuð rólegri en síðustu daga. 10. júní 2025 06:37 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Bass tilkynnti í gærkvöldi að útgöngubanni á um tveggja og hálfs ferkílómetra svæði í miðborginni yrði komið á frá klukkan 20 á kvöldin til sex á morgnana. Útgöngubannið ætti þó ekki við um íbúa, blaðamenn og viðbragðsaðila og gerir borgarstjórinn ráð fyrir að bannið komi til með að vera í gildi „í nokkra daga“. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, sagði í gærkvöldi að Donald Trump Bandaríkjaforseti væri að kynda undir mótmælunum með ákvörðunum sínum og ógna sjálfu lýðræðinu. „Stundin sem við höfum óttast er runnin upp,“ sagði ríkisstjórinn í ávarpi í gærkvöldi. Mótmælt hefur verið í Los Angeles og nærliggjandi bæjum og hverfum síðan á föstudag í kjölfar aðgerða fulltrúa Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna, ICE, þar sem tugir innflytjenda voru handteknir. Multiple groups continue to congregate on 1st St between Spring and Alameda. Those groups are being addressed and mass arrests are being initiated. Curfew is in effect.— LAPD Central Division (@LAPDCentral) June 11, 2025 Lögregla í Los Angeles greindi frá því í gærkvöldi að 197 mótmælendur hið minnsta hefðu verið handteknir og að brotist hefði verið inn í að minnsta kosti 23 verslanir. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, ávarpaði íbúa í sjónvarpsávarpi í gærkvöldi þar sem hann sakaði Donald Trump Bandaríkjaforseta að kynda undir mótmælin. „Að senda þjálfaða hermenn á göturnar er fordæmalaust og ógnar sjálfu lýðræðinu,“ sagði Newsom, en Trump hefur sent fjögur þúsund þjóðvarðliða og sjö hundruð landgönguliða til Los Angeles án samráðs við ríkisstjórann. „Það kann að vera að Kalifornía sé fyrst, en þessu mun klárlega ekki ljúka þar. Önnur ríki eru næst. Lýðræðið er næst. Það er verið að ráðast á lýðræðið fyrir framan nefið á okkur. Stundin sem við höfum óttast er runnin upp,“ sagði Newsom, harðorður í garð forsetans. Ríkisstjórinn hafði áður kært ákvörðun Trump að senda herlið til í Kaliforníu, en alríkisdómari hafnaði flýtimeðferð og verður málið tekið fyrir á morgun. Trump segist hafa tekið ákvörðunina um að senda þjóðvarðliða og landgönguliða til Los Angeles vegna mótmælanna sem hann lýsir sem „stórkostlegri árás á frið og allsherjarreglu“. Mótmæli vegna aðgerða ICE hafa nú einnig breiðst út til annarra bandarískra borga, meðal annars New York, Atlanta, Chicago, Dallas, Fíladelfíu og San Francisco.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Segir ástandið í Los Angeles „ekki eðlilegt“ Jeremy Ebobisse, framherji Los Angeles FC í Bandaríkjunum, segist styðja það stuðningsfólk sem lýsti yfir óánægju sinni með forseta Bandaríkjanna vegna ástandsins í Los Angeles um þessar mundir. 10. júní 2025 07:00 Sendir tvö þúsund þjóðvarðliða til viðbótar til Los Angeles Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur heimilað að senda tvö þúsund þjóðvarðliða til viðbótar, auk sjö hundruð landgönguliða, til Los Angeles í Kaliforníu vegna mótmælanna í borginni sem nú hafa staðið hafa í fjóra daga. Mótmæli gærkvöldsins voru nokkuð rólegri en síðustu daga. 10. júní 2025 06:37 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Segir ástandið í Los Angeles „ekki eðlilegt“ Jeremy Ebobisse, framherji Los Angeles FC í Bandaríkjunum, segist styðja það stuðningsfólk sem lýsti yfir óánægju sinni með forseta Bandaríkjanna vegna ástandsins í Los Angeles um þessar mundir. 10. júní 2025 07:00
Sendir tvö þúsund þjóðvarðliða til viðbótar til Los Angeles Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur heimilað að senda tvö þúsund þjóðvarðliða til viðbótar, auk sjö hundruð landgönguliða, til Los Angeles í Kaliforníu vegna mótmælanna í borginni sem nú hafa staðið hafa í fjóra daga. Mótmæli gærkvöldsins voru nokkuð rólegri en síðustu daga. 10. júní 2025 06:37