Aðgengi er lykill að sjálfstæði, þátttöku og virkni Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 10. júní 2025 10:32 Aðgengi og hjálpartæki eru jöfnunartæki, sem stuðla að því að t.d. hreyfihamlað fólk hafi tækifæri til jafns við aðra til að stunda útivist og íþróttir eða einfaldlega sjá um barnið sitt og taka þátt í þess lífi á sömu forsendum og ófatlaðir foreldrar. Ég hef upplifað að vera ekki lengur fullgild í okkar samfélagi vegna aðgengisleysis, slík slaufun, ef svo má að orði komast lýsir sér í því að komast ekki frjáls ferða minna, að þurfa að biðja um að fá aðgengi að gangstéttum og öllum þeim stöðum sem ég áður fór um án hindrana. Ég hef kynnst fólki sem er umhugað um gott aðgengi, það fólk hefur áttað sig á því að öll geta orðið hreyfihömluð á lífsleiðinni, um skemmri tíma eða varanlega og þá skiptir aðgengi öllu máli. Ég hef líka kynnst því að fólki finnist krafa um aðgengi ekki eiga rétt á sér ,,það sé aldrei hægt að gera alla staði aðgengilega‘‘. Slík hugsun er þröngsýn og til að breyta henni þarf viðhorfsbreytingu. Við erum sex félög sem stöndum að Aðgengisstrollinu vitundarvakning um aðgengismál, sem fer fram í dag. Við höfum það sameiginlegt að félagsfólkið er, eða verður hreyfihamlað. Félögin eru MS, MND, CP, SEM, GIGT og SJÁLFSBJÖRG sem standa að vitundarvakningu um mikilvægi aðgengis að öllum sviðum samfélagsins. Aðgengi, er svo lítið orð um svo stóran og mikilvægan þátt í lífi allra manneskja. Við fæðumst flest í heiminn með þau sjálfsögðu réttindi að fæturnir beri okkur yfir nær allar hindranir sem á vegi okkar verða og við þurfum ekki að velta því fyrir okkur hvort við komumst upp á næstu gangstétt, hvort við getum kíkt í heimsókn til ömmu og afa, til vina okkar, foreldra, barna eða systkina, í bíó, bakaríið eða á næsta leikvöll, eða getum nýtt salerni. Við höfum nefnilega FLEST þennan innbyggða og sjálfsagða aðgengisrétt sem samfélagið hefur búið okkur. Flest, sagði ég, af því að svo eru það við sem slösumst eða veikjumst eða höfum meðfædda hreyfihömlun, og við erum ekki fámennur hópur. Sjálfsögð réttindi eru því ekki svo sjálfsögð. Það er sárt að hafa ekki aðgengi, að geta ekki tekið þátt í allskonar starfi, ferðum eða samveru vegna aðgengisleysis. Höfnunartilfinning er fylgifiskur margra sem nýta t.d. hjólastól í daglegu lífi, gremja yfir því að hafa ekki aðgengi verður líka hluti af tilverunni sem og niðurlæging, að þurfa að útskýra að notandi hjólastóls þurfi að komast á salerni, þurfi að hafa aðgengi að sturtu á gististöðum, eða einfaldlega finnist ég eiga rétt á aðgengi að samfélaginu, rétt eins og aðrir. Það er vont að upplifa að vera illa tekið og mæta fálæti þegar aðgengisþarfir eru útskýrðar, og erfitt að upplifa að aðrir telji mig ekki þurfa aðgengi að búðinni sinni, að veitingastaðnum sínum eða öðru sem almenningur nýtur. Fólk almennt tekur skyndiákvörðun um að fara í bíó eða eitthvað annað, en það gerir fólk ekki sem þarf akstursþjónustu, sem er skipulögð fram í tímann. Hjálpartæki eru okkur frelsun og aðgengi okkar leið til sjálfstæðis. Mikilvægi aðgengis er gríðarlegt; að hafa aðgengi að hjálpartækjum svo sem gerfifótum, sérstökum hjólastólum og tækjum til að geta notið útivistar, stundað tómstundir og íþróttir eða einfaldlega notið samveru með ástvinum. Aðgengi að samfélagi í heild er eitthvað sem öll græða á, það er nefnilega góður ‚,bisness‘‘ að þjónusta sé aðgengileg og hindrunarlaus. Það kostar ekki meira að hafa aðgengi að manngerðu umhverfi, en það krefst breytts hugsunarháttar og annarrar nálgunnar. Það krefst viðhorfsbreytingar. Aðgengi er lykill að sjálfstæði, þátttöku og virkni, svo einfalt er það. Í dag hefur einstaklingur staðið fyrir því að rampa upp Ísland og nú höfum við sem erum hreyfihömluð aðgengi að nær 2000 fleiri stöðum en árið 2021. Samt er enn þörf á vitundarvakningu um aðgengi því enn eru sundlaugar óaðgengilegar, enn eru verslanir og ferðaþjónustustaðir óaðgengilegir, enn eru vinnustaðir og skólahúsnæði óaðgengilegt og enn er ekki aðgengi að íþróttavöllum, tónlistarhúsum og íbúðarhúsnæði og almenningssamgöngur eru meira að segja enn óaðgengilegar. Svo enn þarf að vekja athygli á því að aðgengi á að vera fyrir öll, því það er allra hagur. Höfundur er formaður Sjálfsbjargar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Aðgengi og hjálpartæki eru jöfnunartæki, sem stuðla að því að t.d. hreyfihamlað fólk hafi tækifæri til jafns við aðra til að stunda útivist og íþróttir eða einfaldlega sjá um barnið sitt og taka þátt í þess lífi á sömu forsendum og ófatlaðir foreldrar. Ég hef upplifað að vera ekki lengur fullgild í okkar samfélagi vegna aðgengisleysis, slík slaufun, ef svo má að orði komast lýsir sér í því að komast ekki frjáls ferða minna, að þurfa að biðja um að fá aðgengi að gangstéttum og öllum þeim stöðum sem ég áður fór um án hindrana. Ég hef kynnst fólki sem er umhugað um gott aðgengi, það fólk hefur áttað sig á því að öll geta orðið hreyfihömluð á lífsleiðinni, um skemmri tíma eða varanlega og þá skiptir aðgengi öllu máli. Ég hef líka kynnst því að fólki finnist krafa um aðgengi ekki eiga rétt á sér ,,það sé aldrei hægt að gera alla staði aðgengilega‘‘. Slík hugsun er þröngsýn og til að breyta henni þarf viðhorfsbreytingu. Við erum sex félög sem stöndum að Aðgengisstrollinu vitundarvakning um aðgengismál, sem fer fram í dag. Við höfum það sameiginlegt að félagsfólkið er, eða verður hreyfihamlað. Félögin eru MS, MND, CP, SEM, GIGT og SJÁLFSBJÖRG sem standa að vitundarvakningu um mikilvægi aðgengis að öllum sviðum samfélagsins. Aðgengi, er svo lítið orð um svo stóran og mikilvægan þátt í lífi allra manneskja. Við fæðumst flest í heiminn með þau sjálfsögðu réttindi að fæturnir beri okkur yfir nær allar hindranir sem á vegi okkar verða og við þurfum ekki að velta því fyrir okkur hvort við komumst upp á næstu gangstétt, hvort við getum kíkt í heimsókn til ömmu og afa, til vina okkar, foreldra, barna eða systkina, í bíó, bakaríið eða á næsta leikvöll, eða getum nýtt salerni. Við höfum nefnilega FLEST þennan innbyggða og sjálfsagða aðgengisrétt sem samfélagið hefur búið okkur. Flest, sagði ég, af því að svo eru það við sem slösumst eða veikjumst eða höfum meðfædda hreyfihömlun, og við erum ekki fámennur hópur. Sjálfsögð réttindi eru því ekki svo sjálfsögð. Það er sárt að hafa ekki aðgengi, að geta ekki tekið þátt í allskonar starfi, ferðum eða samveru vegna aðgengisleysis. Höfnunartilfinning er fylgifiskur margra sem nýta t.d. hjólastól í daglegu lífi, gremja yfir því að hafa ekki aðgengi verður líka hluti af tilverunni sem og niðurlæging, að þurfa að útskýra að notandi hjólastóls þurfi að komast á salerni, þurfi að hafa aðgengi að sturtu á gististöðum, eða einfaldlega finnist ég eiga rétt á aðgengi að samfélaginu, rétt eins og aðrir. Það er vont að upplifa að vera illa tekið og mæta fálæti þegar aðgengisþarfir eru útskýrðar, og erfitt að upplifa að aðrir telji mig ekki þurfa aðgengi að búðinni sinni, að veitingastaðnum sínum eða öðru sem almenningur nýtur. Fólk almennt tekur skyndiákvörðun um að fara í bíó eða eitthvað annað, en það gerir fólk ekki sem þarf akstursþjónustu, sem er skipulögð fram í tímann. Hjálpartæki eru okkur frelsun og aðgengi okkar leið til sjálfstæðis. Mikilvægi aðgengis er gríðarlegt; að hafa aðgengi að hjálpartækjum svo sem gerfifótum, sérstökum hjólastólum og tækjum til að geta notið útivistar, stundað tómstundir og íþróttir eða einfaldlega notið samveru með ástvinum. Aðgengi að samfélagi í heild er eitthvað sem öll græða á, það er nefnilega góður ‚,bisness‘‘ að þjónusta sé aðgengileg og hindrunarlaus. Það kostar ekki meira að hafa aðgengi að manngerðu umhverfi, en það krefst breytts hugsunarháttar og annarrar nálgunnar. Það krefst viðhorfsbreytingar. Aðgengi er lykill að sjálfstæði, þátttöku og virkni, svo einfalt er það. Í dag hefur einstaklingur staðið fyrir því að rampa upp Ísland og nú höfum við sem erum hreyfihömluð aðgengi að nær 2000 fleiri stöðum en árið 2021. Samt er enn þörf á vitundarvakningu um aðgengi því enn eru sundlaugar óaðgengilegar, enn eru verslanir og ferðaþjónustustaðir óaðgengilegir, enn eru vinnustaðir og skólahúsnæði óaðgengilegt og enn er ekki aðgengi að íþróttavöllum, tónlistarhúsum og íbúðarhúsnæði og almenningssamgöngur eru meira að segja enn óaðgengilegar. Svo enn þarf að vekja athygli á því að aðgengi á að vera fyrir öll, því það er allra hagur. Höfundur er formaður Sjálfsbjargar.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun