Kveðjum sjálfhverfa og fyrirsjáanlega manninn Halldóra Mogensen skrifar 10. júní 2025 08:00 Hagvöxturinn hefur aukist, en á meðan fjarlægjumst við það sem skiptir okkur máli. Við sjáum það í vaxandi kvíða og kulnun. Í heilbrigðiskerfi sem skortir fjármagn og úrræði. Í ungu fólki sem missir vonina þegar þau eru rétt að hefja vegferð sína. Og við sjáum það í einhverju sem er erfiðara að mæla, hljóðlátri eyðingu samkenndar.Þegar allt verður að samkeppni, þegar athygli er gerð að söluvöru og velgengni er einkavædd gleymum við hvernig á að finna til með öðrum. Við flettum framhjá þjáningu í stað þess að sitja með henni.Svo er okkur sagt að efnahagurinn sé sterkur. En hvað felur styrkurinn í sér ef hann kemur á kostnað mannúðar? Hvers konar styrkur er í hagkerfi þar sem hagnaður er heilagur en fólki má henda?Eins og púls hlutabréfamarkaðsins segi eitthvað til um hjartslátt lifandi samfélags. Kerfið er ekki bilað. Það virkar eins og það var hannað. Þegar verðmætamat samfélags er skilgreint út frá því sem hægt er að mæla, verðleggja og selja leiðir það af sér að hið óáþreifanlega sem gerir lífið þess virði að lifa er merkt sem óhagkvæmt og ómerkilegt. Þannig vanmetum við allt það sem passar ekki inn í efnahagsreikninginn. Umönnun, sem er undirstaða alls lífs og samfélags, er ólaunuð. Samfélagsstarf er hunsað. Hvíld er leti. List sem selst ekki er sett til hliðar. Jafnvel náttúran er ekki lengur séð fyrir það sem hún er. Skógar eru ekki lungun okkar, heldur timbur. Firðirnir, sem eitt sinn voru heilög vistkerfi, eru nú meðhöndlaðir eins og verksmiðjugólf, dælandi út lúsugum laxaflökum í skiptum fyrir útflutningshagnað og störf sem brátt munu úreldast með sjálfvirkni. Foreldrar sem ala upp börn eru reiknaðir sem kostnaður. Andlegum veikindum er mætt með biðlista. Og þegar sumir geta ekki lengur haldið í við hraðann á efnahagshjólinu, vegna þess að þeir eru veikir, aldraðir, í sorg eða einfaldlega þreyttir, er þeim ýtt til hliðar eins og bilaðri vél. Ekki lengur gagnlegir fyrir kerfið. Við höfum ekki aðeins skapað kerfi sem bregst fólki. Við höfum skapað kerfi sem þjálfar okkur til að trúa því að kerfisbresturinn sé okkar eigin sök. Að endurskoða hvað framfarir þýða í raun Okkur hefur verið seld sagan um að ef við keyrum upp hagvöxtinn og stækkum kökuna muni ávinningurinn „síast niður“ til okkar hinna. En niðursíun er goðsögn. Flóðið er að hækka, já, en það lyftir aðeins snekkjunum. Við hin erum skilin eftir að troða marvaða.Við þurfum að snúa þessari hugsun á haus. Raunverulegar framfarir snúast ekki um hraðan vöxt og hagnað. Þær snúast um að mæla árangur eftir því hversu vel við hugsum um hvort annað, hversu örugg við finnum okkur og hvort við fáum öll tækifæri til að lifa merkingarbæru lífi. Hvernig það lítur út að setja fólk í forgang Allt í náttúrunni byggir á samvinnu, ekki samkeppni. Í skógi hjálpa trén hvort öðru í gegnum sveppanet í jörðu. Í líkama okkar vinna trilljónir frumna saman. Við manneskjurnar erum þróaðar til að lifa í nánum hópum og vinna saman til að lifa af. Einstaklingshyggjan vinnur gegn grunnþörfum okkar fyrir samheldni og samfélag og er rót vaxandi einmanaleika og sundrungar. Við þurfum að segja skilið við hagkerfi sem byggir á "Homo economicus" - hinum fyrirsjáanlega manni sem ætíð leitast við að hámarka eigin hag - yfir í hagkerfi sem byggir á "Homo cooperativus" - manneskjur sem vinna með jörðinni og hvort öðru. Hagkerfi sem skilgreinir velgengni ekki af ársfjórðungsuppgjöri, heldur af því hvort fólk hafi tíma og öryggi til að hugsa um börnin sín, sinna görðunum sínum, sjálfboðaliðastarfi eða einfaldlega að anda. Þegar við tryggjum öllum grunnlaun svo enginn þurfi að velja á milli lyfja og matar eða húsaleigu þá síast ávinningurinn upp. Þegar við viðurkennum tíma sem auð og umönnun sem mikilvæga vinnu þá síast ávinningurinn upp. Þegar við færum áhersluna frá vergri landsframleiðslu yfir á mælikvarða sem fylgjast með heilsu, jafnrétti, aðgengi og lífvænleika náttúrunar þá nærist samfélagið frá rótum og upp í hringrásina alla. Hvers vegna samþykkjum við einstaklingshyggju og ofurtrú á samkeppni sem drifkraft framfara og að kulnun, kvíði og einmanaleiki séu gjaldið sem okkur ber að greiða?Það er ekki barnalegt að hafna þessari samfélagsgerð. Það er raunsæ framsýni. Og hún er nú þegar að raungerast í löndum og borgum sem eru að gera tilraunir með velsældarhagkerfi, borgaralaun, styttri vinnuviku og í samfélögum sem þora að spyrja ekki bara „hverju höfum við efni á“, heldur „hvernig líf viljum við lifa?“ Við getum valið annað Við höfum nægilega langa reynslu af því að setja hagnað í forgang. Við höfum séð hvert sú leið leiðir: til umhverfishnignunar, geðheilbrigðiskrísu, tengslaleysis og félagslegrar sundrungar. Hún leiðir okkur á stað þar sem efnahagurinn vex, en tilgangur okkar visnar. Enginn manneskja er byrði. Ekki barnið sem fæðist í fátækt. Ekki eldri borgarinn sem þarfnast umönnunar. Ekki einstaklingurinn sem þarf tíma til að líkami eða hugur grói. Ekki fanginn sem týndi leið sinni og tilgang. Og ekki flóttamaðurinn sem flýr djúpa þjáningu og dauða. Þegar við setjum fólk í forgang, bætum við ekki aðeins líf, við leysum þau úr læðingi. Við bjóðum sköpunarkrafti, trausti, seiglu og samstöðu aftur inn í samfélagið okkar. Framtíðin tilheyrir ekki kerfum sem meta líf í krónum. Hún tilheyrir fólkinu sem þorir að ímynda sér efnahag sem þjónar lífinu, ekki öfugt. Höfundur er stofnmeðlimur Samtaka um mannvæna tækni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldóra Mogensen Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Hagvöxturinn hefur aukist, en á meðan fjarlægjumst við það sem skiptir okkur máli. Við sjáum það í vaxandi kvíða og kulnun. Í heilbrigðiskerfi sem skortir fjármagn og úrræði. Í ungu fólki sem missir vonina þegar þau eru rétt að hefja vegferð sína. Og við sjáum það í einhverju sem er erfiðara að mæla, hljóðlátri eyðingu samkenndar.Þegar allt verður að samkeppni, þegar athygli er gerð að söluvöru og velgengni er einkavædd gleymum við hvernig á að finna til með öðrum. Við flettum framhjá þjáningu í stað þess að sitja með henni.Svo er okkur sagt að efnahagurinn sé sterkur. En hvað felur styrkurinn í sér ef hann kemur á kostnað mannúðar? Hvers konar styrkur er í hagkerfi þar sem hagnaður er heilagur en fólki má henda?Eins og púls hlutabréfamarkaðsins segi eitthvað til um hjartslátt lifandi samfélags. Kerfið er ekki bilað. Það virkar eins og það var hannað. Þegar verðmætamat samfélags er skilgreint út frá því sem hægt er að mæla, verðleggja og selja leiðir það af sér að hið óáþreifanlega sem gerir lífið þess virði að lifa er merkt sem óhagkvæmt og ómerkilegt. Þannig vanmetum við allt það sem passar ekki inn í efnahagsreikninginn. Umönnun, sem er undirstaða alls lífs og samfélags, er ólaunuð. Samfélagsstarf er hunsað. Hvíld er leti. List sem selst ekki er sett til hliðar. Jafnvel náttúran er ekki lengur séð fyrir það sem hún er. Skógar eru ekki lungun okkar, heldur timbur. Firðirnir, sem eitt sinn voru heilög vistkerfi, eru nú meðhöndlaðir eins og verksmiðjugólf, dælandi út lúsugum laxaflökum í skiptum fyrir útflutningshagnað og störf sem brátt munu úreldast með sjálfvirkni. Foreldrar sem ala upp börn eru reiknaðir sem kostnaður. Andlegum veikindum er mætt með biðlista. Og þegar sumir geta ekki lengur haldið í við hraðann á efnahagshjólinu, vegna þess að þeir eru veikir, aldraðir, í sorg eða einfaldlega þreyttir, er þeim ýtt til hliðar eins og bilaðri vél. Ekki lengur gagnlegir fyrir kerfið. Við höfum ekki aðeins skapað kerfi sem bregst fólki. Við höfum skapað kerfi sem þjálfar okkur til að trúa því að kerfisbresturinn sé okkar eigin sök. Að endurskoða hvað framfarir þýða í raun Okkur hefur verið seld sagan um að ef við keyrum upp hagvöxtinn og stækkum kökuna muni ávinningurinn „síast niður“ til okkar hinna. En niðursíun er goðsögn. Flóðið er að hækka, já, en það lyftir aðeins snekkjunum. Við hin erum skilin eftir að troða marvaða.Við þurfum að snúa þessari hugsun á haus. Raunverulegar framfarir snúast ekki um hraðan vöxt og hagnað. Þær snúast um að mæla árangur eftir því hversu vel við hugsum um hvort annað, hversu örugg við finnum okkur og hvort við fáum öll tækifæri til að lifa merkingarbæru lífi. Hvernig það lítur út að setja fólk í forgang Allt í náttúrunni byggir á samvinnu, ekki samkeppni. Í skógi hjálpa trén hvort öðru í gegnum sveppanet í jörðu. Í líkama okkar vinna trilljónir frumna saman. Við manneskjurnar erum þróaðar til að lifa í nánum hópum og vinna saman til að lifa af. Einstaklingshyggjan vinnur gegn grunnþörfum okkar fyrir samheldni og samfélag og er rót vaxandi einmanaleika og sundrungar. Við þurfum að segja skilið við hagkerfi sem byggir á "Homo economicus" - hinum fyrirsjáanlega manni sem ætíð leitast við að hámarka eigin hag - yfir í hagkerfi sem byggir á "Homo cooperativus" - manneskjur sem vinna með jörðinni og hvort öðru. Hagkerfi sem skilgreinir velgengni ekki af ársfjórðungsuppgjöri, heldur af því hvort fólk hafi tíma og öryggi til að hugsa um börnin sín, sinna görðunum sínum, sjálfboðaliðastarfi eða einfaldlega að anda. Þegar við tryggjum öllum grunnlaun svo enginn þurfi að velja á milli lyfja og matar eða húsaleigu þá síast ávinningurinn upp. Þegar við viðurkennum tíma sem auð og umönnun sem mikilvæga vinnu þá síast ávinningurinn upp. Þegar við færum áhersluna frá vergri landsframleiðslu yfir á mælikvarða sem fylgjast með heilsu, jafnrétti, aðgengi og lífvænleika náttúrunar þá nærist samfélagið frá rótum og upp í hringrásina alla. Hvers vegna samþykkjum við einstaklingshyggju og ofurtrú á samkeppni sem drifkraft framfara og að kulnun, kvíði og einmanaleiki séu gjaldið sem okkur ber að greiða?Það er ekki barnalegt að hafna þessari samfélagsgerð. Það er raunsæ framsýni. Og hún er nú þegar að raungerast í löndum og borgum sem eru að gera tilraunir með velsældarhagkerfi, borgaralaun, styttri vinnuviku og í samfélögum sem þora að spyrja ekki bara „hverju höfum við efni á“, heldur „hvernig líf viljum við lifa?“ Við getum valið annað Við höfum nægilega langa reynslu af því að setja hagnað í forgang. Við höfum séð hvert sú leið leiðir: til umhverfishnignunar, geðheilbrigðiskrísu, tengslaleysis og félagslegrar sundrungar. Hún leiðir okkur á stað þar sem efnahagurinn vex, en tilgangur okkar visnar. Enginn manneskja er byrði. Ekki barnið sem fæðist í fátækt. Ekki eldri borgarinn sem þarfnast umönnunar. Ekki einstaklingurinn sem þarf tíma til að líkami eða hugur grói. Ekki fanginn sem týndi leið sinni og tilgang. Og ekki flóttamaðurinn sem flýr djúpa þjáningu og dauða. Þegar við setjum fólk í forgang, bætum við ekki aðeins líf, við leysum þau úr læðingi. Við bjóðum sköpunarkrafti, trausti, seiglu og samstöðu aftur inn í samfélagið okkar. Framtíðin tilheyrir ekki kerfum sem meta líf í krónum. Hún tilheyrir fólkinu sem þorir að ímynda sér efnahag sem þjónar lífinu, ekki öfugt. Höfundur er stofnmeðlimur Samtaka um mannvæna tækni.
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar