Sjö hundruð landgönguliðar á leið til Los Angeles Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. júní 2025 20:59 Kveikt hefur verið í bílum og áætlað er að á sjötta tug mótmælenda hafi verið handteknir síðustu daga. AP Mörg hundruð landgönguliðar í Kaliforníu hafa verið boðaðir til Los Angeles til að bregðast við mótmælunum sem standa þar yfir. Mótmælt hefur verið í Los Angeles og nærliggjandi bæjum og hverfum síðan á föstudag gegn áhlaupum og handtökum útsendara Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna, ICE. Það kastaðist í kekki á milli fulltrúa valdstjórnarinnar og mótmælenda en Trump brást ókvæða við með því að senda þjóðvarðliða sem mættu til borgarinnar í gær. Gavin Newsom ríkisstjóri Kaliforníu hyggst kæra Trump fyrir að hafa hrundið af stað aðgerðinni án þess að ráðfæra sig við hann. CNN hefur eftir þremur heimildarmönnum að yfir sjö hundruð landgönguliðar séu á leið til Los Angeles til að aðstoða þjóðvarðliðanna vegna mótmælanna. Ekki liggur fyrir hvert verkefni landgönguliðanna verður þegar þeir mæta á svæðið en aðgerðin er til marks um gjöraukin hernaðarleg umsvif Trump gegn mótmælendum. Hann sagðist fyrr í dag ekki útiloka að senda landgönguliða til borgarinnar. Líkt og þjóðvarðliðarnir mega landgönguliðarnir ekki beita löggæsluaðgerðum líkt og handtökum, nema ef Trump virkir svokölluð uppreisnarlög. Uppreisnarlögin heimila forseta að skipa hernum að binda enda á uppreisnir með tilheyrandi aðgerðum. Hersveit Norður-Bandaríkjanna tilkynnti í gær að fimm hundruð landgönguliðar hefðu verið settir í viðbragðsstöðu vegna mótmælanna en samkvæmt upplýsingum CNN hefur öll hersveitin verið kölluð út. Fjallað var um vendingar dagsins í kvöldfréttum, umfjöllunina má sjá hér að neðan. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Grafalvarlegt ástand í LA: „Þetta eru einhverjar fasískar leikaðferðir“ Grafalvarlegt ástand ríkir nú í Los Angeles þar sem þjóðvarðliðum, herþyrlum og táragasi er beitt gegn borgurum. Þetta segir íslensk kona búsett í borginni. Í gangi sé atlaga Trump-stjórnarinnar gegn innflytjendum og tilraunir til að bæla niður mótmæli bæði ólöglega og í anda fasisma. 8. júní 2025 19:32 Trump sendir þjóðvarðlið til Los Angeles Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að senda tvö þúsund menn úr þjóðvarliði Kaliforníu til Los Angeles og úthverfa, þrátt fyrir að Gavin Newsom, ríkisstjóri, hafi mótmælt því. Forsetinn vill nota hermennina til að kveða niður mótmæli sem haldin hafa verið gegn áhlaupum og handtökum útsendara Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE) í borginni. 8. júní 2025 08:30 Skotin með gúmmíkúlu í beinni frá mótmælunum Áströlsk fréttakona var skotin með gúmmíkúlu í beinni útsendingu frá mótmælum í Los Angeles gegn innflytjendarassíum Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE). Lögregla og þjóðvarðaliðið hafa skotið gúmmíkúlum og táragasi á mótmælendur. 9. júní 2025 08:58 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Sjá meira
Mótmælt hefur verið í Los Angeles og nærliggjandi bæjum og hverfum síðan á föstudag gegn áhlaupum og handtökum útsendara Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna, ICE. Það kastaðist í kekki á milli fulltrúa valdstjórnarinnar og mótmælenda en Trump brást ókvæða við með því að senda þjóðvarðliða sem mættu til borgarinnar í gær. Gavin Newsom ríkisstjóri Kaliforníu hyggst kæra Trump fyrir að hafa hrundið af stað aðgerðinni án þess að ráðfæra sig við hann. CNN hefur eftir þremur heimildarmönnum að yfir sjö hundruð landgönguliðar séu á leið til Los Angeles til að aðstoða þjóðvarðliðanna vegna mótmælanna. Ekki liggur fyrir hvert verkefni landgönguliðanna verður þegar þeir mæta á svæðið en aðgerðin er til marks um gjöraukin hernaðarleg umsvif Trump gegn mótmælendum. Hann sagðist fyrr í dag ekki útiloka að senda landgönguliða til borgarinnar. Líkt og þjóðvarðliðarnir mega landgönguliðarnir ekki beita löggæsluaðgerðum líkt og handtökum, nema ef Trump virkir svokölluð uppreisnarlög. Uppreisnarlögin heimila forseta að skipa hernum að binda enda á uppreisnir með tilheyrandi aðgerðum. Hersveit Norður-Bandaríkjanna tilkynnti í gær að fimm hundruð landgönguliðar hefðu verið settir í viðbragðsstöðu vegna mótmælanna en samkvæmt upplýsingum CNN hefur öll hersveitin verið kölluð út. Fjallað var um vendingar dagsins í kvöldfréttum, umfjöllunina má sjá hér að neðan.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Grafalvarlegt ástand í LA: „Þetta eru einhverjar fasískar leikaðferðir“ Grafalvarlegt ástand ríkir nú í Los Angeles þar sem þjóðvarðliðum, herþyrlum og táragasi er beitt gegn borgurum. Þetta segir íslensk kona búsett í borginni. Í gangi sé atlaga Trump-stjórnarinnar gegn innflytjendum og tilraunir til að bæla niður mótmæli bæði ólöglega og í anda fasisma. 8. júní 2025 19:32 Trump sendir þjóðvarðlið til Los Angeles Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að senda tvö þúsund menn úr þjóðvarliði Kaliforníu til Los Angeles og úthverfa, þrátt fyrir að Gavin Newsom, ríkisstjóri, hafi mótmælt því. Forsetinn vill nota hermennina til að kveða niður mótmæli sem haldin hafa verið gegn áhlaupum og handtökum útsendara Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE) í borginni. 8. júní 2025 08:30 Skotin með gúmmíkúlu í beinni frá mótmælunum Áströlsk fréttakona var skotin með gúmmíkúlu í beinni útsendingu frá mótmælum í Los Angeles gegn innflytjendarassíum Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE). Lögregla og þjóðvarðaliðið hafa skotið gúmmíkúlum og táragasi á mótmælendur. 9. júní 2025 08:58 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Sjá meira
Grafalvarlegt ástand í LA: „Þetta eru einhverjar fasískar leikaðferðir“ Grafalvarlegt ástand ríkir nú í Los Angeles þar sem þjóðvarðliðum, herþyrlum og táragasi er beitt gegn borgurum. Þetta segir íslensk kona búsett í borginni. Í gangi sé atlaga Trump-stjórnarinnar gegn innflytjendum og tilraunir til að bæla niður mótmæli bæði ólöglega og í anda fasisma. 8. júní 2025 19:32
Trump sendir þjóðvarðlið til Los Angeles Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að senda tvö þúsund menn úr þjóðvarliði Kaliforníu til Los Angeles og úthverfa, þrátt fyrir að Gavin Newsom, ríkisstjóri, hafi mótmælt því. Forsetinn vill nota hermennina til að kveða niður mótmæli sem haldin hafa verið gegn áhlaupum og handtökum útsendara Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE) í borginni. 8. júní 2025 08:30
Skotin með gúmmíkúlu í beinni frá mótmælunum Áströlsk fréttakona var skotin með gúmmíkúlu í beinni útsendingu frá mótmælum í Los Angeles gegn innflytjendarassíum Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE). Lögregla og þjóðvarðaliðið hafa skotið gúmmíkúlum og táragasi á mótmælendur. 9. júní 2025 08:58