Þotur notaðar í flugi Icelandair til Nuuk Kristján Már Unnarsson skrifar 9. júní 2025 08:51 Boeing 737 Max-þota Icelandair við nýju flugstöðina í Nuuk síðastliðinn mánudag. Icelandair Icelandair hefur ákveðið að nota Boeing 737 Max-þotur í áætlunarflugi sínu milli Keflavíkur og Nuuk. Þetta er í fyrsta sinn sem farþegaþotur eru notaðar í flugi milli Íslands og höfuðstaðar Grænlands. Fyrsta ferðin á Max til Nuuk var farin síðastliðinn mánudag. Þetta þýðir aukið framboð sæta. Þotan tekur 160 farþega, ríflega fjórfalt fleiri en Dash 8 Q200-vélar félagsins, sem lengst af voru notaðar á flugleiðinni, en þær taka 37 farþega. Á móti kemur að tíðni ferða minnkar. Í stað fimm ferða á viku verða farnar tvær ferðir, að sögn Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair. Slökkvilið Nuuk-flugvallar fagnaði fyrsta þotuflugi Icelandair með heiðursbunu.Icelandair „Áætlað er að sætaframboð aukist um 120% fyrir árið 2025. Þessi stækkun undirstrikar vaxandi áhuga á Grænlandi sem áfangastað,“ segir í tilkynningu frá félaginu. Opnun nýrrar 2.200 metrar langrar flugbrautar í Nuuk í lok nóvember síðastliðinn er forsenda þess að hægt er að nýta þoturnar. Gamla flugbrautin var aðeins 950 metra löng og voru Q200 einu flugvélar Icelandair sem gátu lent þar, enda sérhannaðar fyrir stuttar brautir. Eftir að nýja brautin var opnuð hefur Icelandair einnig flogið 76-sæta Dash 8 Q400-vélum til Nuuk. Áhöfn Icelandair framan við þotuna Kjöl.Greenland Airports Þetta þýðir jafnframt að flugtíminn styttist niður í tvær klukkustundir á Boeing 737 max, sem flýgur á 840 kílómetra hraða. Q200-vélin á 490 kílómetra hraða er hins vegar þrjár og hálfa klukkustund á leiðinni. Q400 á 630 kílómetra hraða er þar á milli. Áhöfn Boeing max-þotu Icelandair á flugvellinum í Narsarsuaq síðastliðið sumar.Icelandair Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem þotur eru nýttar í farþegaflugi milli Íslands og Grænlands. Í árdaga þotualdar Íslendinga hóf Flugfélag Íslands, forveri Icelandair, að fara á Boeing 727 til Narsarsuaq af og til en flugbrautin þar er 1.830 metra löng. Þá hóf Icelandair að nýta Boeing 737 Max í áætlunarflugi til Narsarsuaq síðastiðið sumar á móti Dash 8 Q400. Icelandair flýgur núna til fjögurra áfangastaða á Grænlandi; til Nuuk, Ilulissat, Kulusuk og Narsarsuaq. Grænland Icelandair Fréttir af flugi Ferðaþjónusta Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Hinn nýi alþjóðaflugvöllur Grænlendinga í Nuuk hefur lokast mun oftar vegna óveðurs en búist var við. Sláandi tölur hafa verið birtar um fjölda aflýstra flugferða frá áramótum. 12. maí 2025 22:11 Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Flugvöllurinn í Narsarsuaq, sem lengi þjónaði sem helsta tenging milli Grænlands og Íslands, heyrir brátt sögunni til. Íslendingur sem starfar við flugvöllinn býst við að þorpið við völlinn muni að mestu leggjast í eyði. 4. janúar 2025 22:11 Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Verkefni á Grænlandi hafa mikla þýðingu fyrir íslenska flugrekendur, segir flugstjóri hjá Mýflugi. Hann segir magnað að fljúga um stórbrotið landslag Grænlands, jafnt að vetri sem sumri. 27. janúar 2025 21:54 Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar fagna í dag nýjum alþjóðflugvelli í Nuuk. Opnun vallarins er sögð marka þáttaskil í samgöngum Grænlands við umheiminn og var almenningi boðið til hátíðar með tónleikum og veisluhöldum í dag og flugeldasýningu í kvöld. 28. nóvember 2024 21:42 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Níu ráðherrar funda með Höllu Innlent Fleiri fréttir Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Sjá meira
Fyrsta ferðin á Max til Nuuk var farin síðastliðinn mánudag. Þetta þýðir aukið framboð sæta. Þotan tekur 160 farþega, ríflega fjórfalt fleiri en Dash 8 Q200-vélar félagsins, sem lengst af voru notaðar á flugleiðinni, en þær taka 37 farþega. Á móti kemur að tíðni ferða minnkar. Í stað fimm ferða á viku verða farnar tvær ferðir, að sögn Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair. Slökkvilið Nuuk-flugvallar fagnaði fyrsta þotuflugi Icelandair með heiðursbunu.Icelandair „Áætlað er að sætaframboð aukist um 120% fyrir árið 2025. Þessi stækkun undirstrikar vaxandi áhuga á Grænlandi sem áfangastað,“ segir í tilkynningu frá félaginu. Opnun nýrrar 2.200 metrar langrar flugbrautar í Nuuk í lok nóvember síðastliðinn er forsenda þess að hægt er að nýta þoturnar. Gamla flugbrautin var aðeins 950 metra löng og voru Q200 einu flugvélar Icelandair sem gátu lent þar, enda sérhannaðar fyrir stuttar brautir. Eftir að nýja brautin var opnuð hefur Icelandair einnig flogið 76-sæta Dash 8 Q400-vélum til Nuuk. Áhöfn Icelandair framan við þotuna Kjöl.Greenland Airports Þetta þýðir jafnframt að flugtíminn styttist niður í tvær klukkustundir á Boeing 737 max, sem flýgur á 840 kílómetra hraða. Q200-vélin á 490 kílómetra hraða er hins vegar þrjár og hálfa klukkustund á leiðinni. Q400 á 630 kílómetra hraða er þar á milli. Áhöfn Boeing max-þotu Icelandair á flugvellinum í Narsarsuaq síðastliðið sumar.Icelandair Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem þotur eru nýttar í farþegaflugi milli Íslands og Grænlands. Í árdaga þotualdar Íslendinga hóf Flugfélag Íslands, forveri Icelandair, að fara á Boeing 727 til Narsarsuaq af og til en flugbrautin þar er 1.830 metra löng. Þá hóf Icelandair að nýta Boeing 737 Max í áætlunarflugi til Narsarsuaq síðastiðið sumar á móti Dash 8 Q400. Icelandair flýgur núna til fjögurra áfangastaða á Grænlandi; til Nuuk, Ilulissat, Kulusuk og Narsarsuaq.
Grænland Icelandair Fréttir af flugi Ferðaþjónusta Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Hinn nýi alþjóðaflugvöllur Grænlendinga í Nuuk hefur lokast mun oftar vegna óveðurs en búist var við. Sláandi tölur hafa verið birtar um fjölda aflýstra flugferða frá áramótum. 12. maí 2025 22:11 Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Flugvöllurinn í Narsarsuaq, sem lengi þjónaði sem helsta tenging milli Grænlands og Íslands, heyrir brátt sögunni til. Íslendingur sem starfar við flugvöllinn býst við að þorpið við völlinn muni að mestu leggjast í eyði. 4. janúar 2025 22:11 Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Verkefni á Grænlandi hafa mikla þýðingu fyrir íslenska flugrekendur, segir flugstjóri hjá Mýflugi. Hann segir magnað að fljúga um stórbrotið landslag Grænlands, jafnt að vetri sem sumri. 27. janúar 2025 21:54 Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar fagna í dag nýjum alþjóðflugvelli í Nuuk. Opnun vallarins er sögð marka þáttaskil í samgöngum Grænlands við umheiminn og var almenningi boðið til hátíðar með tónleikum og veisluhöldum í dag og flugeldasýningu í kvöld. 28. nóvember 2024 21:42 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Níu ráðherrar funda með Höllu Innlent Fleiri fréttir Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Sjá meira
Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Hinn nýi alþjóðaflugvöllur Grænlendinga í Nuuk hefur lokast mun oftar vegna óveðurs en búist var við. Sláandi tölur hafa verið birtar um fjölda aflýstra flugferða frá áramótum. 12. maí 2025 22:11
Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Flugvöllurinn í Narsarsuaq, sem lengi þjónaði sem helsta tenging milli Grænlands og Íslands, heyrir brátt sögunni til. Íslendingur sem starfar við flugvöllinn býst við að þorpið við völlinn muni að mestu leggjast í eyði. 4. janúar 2025 22:11
Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Verkefni á Grænlandi hafa mikla þýðingu fyrir íslenska flugrekendur, segir flugstjóri hjá Mýflugi. Hann segir magnað að fljúga um stórbrotið landslag Grænlands, jafnt að vetri sem sumri. 27. janúar 2025 21:54
Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar fagna í dag nýjum alþjóðflugvelli í Nuuk. Opnun vallarins er sögð marka þáttaskil í samgöngum Grænlands við umheiminn og var almenningi boðið til hátíðar með tónleikum og veisluhöldum í dag og flugeldasýningu í kvöld. 28. nóvember 2024 21:42
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent