Þotur notaðar í flugi Icelandair til Nuuk Kristján Már Unnarsson skrifar 9. júní 2025 08:51 Boeing 737 Max-þota Icelandair við nýju flugstöðina í Nuuk síðastliðinn mánudag. Icelandair Icelandair hefur ákveðið að nota Boeing 737 Max-þotur í áætlunarflugi sínu milli Keflavíkur og Nuuk. Þetta er í fyrsta sinn sem farþegaþotur eru notaðar í flugi milli Íslands og höfuðstaðar Grænlands. Fyrsta ferðin á Max til Nuuk var farin síðastliðinn mánudag. Þetta þýðir aukið framboð sæta. Þotan tekur 160 farþega, ríflega fjórfalt fleiri en Dash 8 Q200-vélar félagsins, sem lengst af voru notaðar á flugleiðinni, en þær taka 37 farþega. Á móti kemur að tíðni ferða minnkar. Í stað fimm ferða á viku verða farnar tvær ferðir, að sögn Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair. Slökkvilið Nuuk-flugvallar fagnaði fyrsta þotuflugi Icelandair með heiðursbunu.Icelandair „Áætlað er að sætaframboð aukist um 120% fyrir árið 2025. Þessi stækkun undirstrikar vaxandi áhuga á Grænlandi sem áfangastað,“ segir í tilkynningu frá félaginu. Opnun nýrrar 2.200 metrar langrar flugbrautar í Nuuk í lok nóvember síðastliðinn er forsenda þess að hægt er að nýta þoturnar. Gamla flugbrautin var aðeins 950 metra löng og voru Q200 einu flugvélar Icelandair sem gátu lent þar, enda sérhannaðar fyrir stuttar brautir. Eftir að nýja brautin var opnuð hefur Icelandair einnig flogið 76-sæta Dash 8 Q400-vélum til Nuuk. Áhöfn Icelandair framan við þotuna Kjöl.Greenland Airports Þetta þýðir jafnframt að flugtíminn styttist niður í tvær klukkustundir á Boeing 737 max, sem flýgur á 840 kílómetra hraða. Q200-vélin á 490 kílómetra hraða er hins vegar þrjár og hálfa klukkustund á leiðinni. Q400 á 630 kílómetra hraða er þar á milli. Áhöfn Boeing max-þotu Icelandair á flugvellinum í Narsarsuaq síðastliðið sumar.Icelandair Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem þotur eru nýttar í farþegaflugi milli Íslands og Grænlands. Í árdaga þotualdar Íslendinga hóf Flugfélag Íslands, forveri Icelandair, að fara á Boeing 727 til Narsarsuaq af og til en flugbrautin þar er 1.830 metra löng. Þá hóf Icelandair að nýta Boeing 737 Max í áætlunarflugi til Narsarsuaq síðastiðið sumar á móti Dash 8 Q400. Icelandair flýgur núna til fjögurra áfangastaða á Grænlandi; til Nuuk, Ilulissat, Kulusuk og Narsarsuaq. Grænland Icelandair Fréttir af flugi Ferðaþjónusta Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Hinn nýi alþjóðaflugvöllur Grænlendinga í Nuuk hefur lokast mun oftar vegna óveðurs en búist var við. Sláandi tölur hafa verið birtar um fjölda aflýstra flugferða frá áramótum. 12. maí 2025 22:11 Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Flugvöllurinn í Narsarsuaq, sem lengi þjónaði sem helsta tenging milli Grænlands og Íslands, heyrir brátt sögunni til. Íslendingur sem starfar við flugvöllinn býst við að þorpið við völlinn muni að mestu leggjast í eyði. 4. janúar 2025 22:11 Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Verkefni á Grænlandi hafa mikla þýðingu fyrir íslenska flugrekendur, segir flugstjóri hjá Mýflugi. Hann segir magnað að fljúga um stórbrotið landslag Grænlands, jafnt að vetri sem sumri. 27. janúar 2025 21:54 Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar fagna í dag nýjum alþjóðflugvelli í Nuuk. Opnun vallarins er sögð marka þáttaskil í samgöngum Grænlands við umheiminn og var almenningi boðið til hátíðar með tónleikum og veisluhöldum í dag og flugeldasýningu í kvöld. 28. nóvember 2024 21:42 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira
Fyrsta ferðin á Max til Nuuk var farin síðastliðinn mánudag. Þetta þýðir aukið framboð sæta. Þotan tekur 160 farþega, ríflega fjórfalt fleiri en Dash 8 Q200-vélar félagsins, sem lengst af voru notaðar á flugleiðinni, en þær taka 37 farþega. Á móti kemur að tíðni ferða minnkar. Í stað fimm ferða á viku verða farnar tvær ferðir, að sögn Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair. Slökkvilið Nuuk-flugvallar fagnaði fyrsta þotuflugi Icelandair með heiðursbunu.Icelandair „Áætlað er að sætaframboð aukist um 120% fyrir árið 2025. Þessi stækkun undirstrikar vaxandi áhuga á Grænlandi sem áfangastað,“ segir í tilkynningu frá félaginu. Opnun nýrrar 2.200 metrar langrar flugbrautar í Nuuk í lok nóvember síðastliðinn er forsenda þess að hægt er að nýta þoturnar. Gamla flugbrautin var aðeins 950 metra löng og voru Q200 einu flugvélar Icelandair sem gátu lent þar, enda sérhannaðar fyrir stuttar brautir. Eftir að nýja brautin var opnuð hefur Icelandair einnig flogið 76-sæta Dash 8 Q400-vélum til Nuuk. Áhöfn Icelandair framan við þotuna Kjöl.Greenland Airports Þetta þýðir jafnframt að flugtíminn styttist niður í tvær klukkustundir á Boeing 737 max, sem flýgur á 840 kílómetra hraða. Q200-vélin á 490 kílómetra hraða er hins vegar þrjár og hálfa klukkustund á leiðinni. Q400 á 630 kílómetra hraða er þar á milli. Áhöfn Boeing max-þotu Icelandair á flugvellinum í Narsarsuaq síðastliðið sumar.Icelandair Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem þotur eru nýttar í farþegaflugi milli Íslands og Grænlands. Í árdaga þotualdar Íslendinga hóf Flugfélag Íslands, forveri Icelandair, að fara á Boeing 727 til Narsarsuaq af og til en flugbrautin þar er 1.830 metra löng. Þá hóf Icelandair að nýta Boeing 737 Max í áætlunarflugi til Narsarsuaq síðastiðið sumar á móti Dash 8 Q400. Icelandair flýgur núna til fjögurra áfangastaða á Grænlandi; til Nuuk, Ilulissat, Kulusuk og Narsarsuaq.
Grænland Icelandair Fréttir af flugi Ferðaþjónusta Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Hinn nýi alþjóðaflugvöllur Grænlendinga í Nuuk hefur lokast mun oftar vegna óveðurs en búist var við. Sláandi tölur hafa verið birtar um fjölda aflýstra flugferða frá áramótum. 12. maí 2025 22:11 Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Flugvöllurinn í Narsarsuaq, sem lengi þjónaði sem helsta tenging milli Grænlands og Íslands, heyrir brátt sögunni til. Íslendingur sem starfar við flugvöllinn býst við að þorpið við völlinn muni að mestu leggjast í eyði. 4. janúar 2025 22:11 Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Verkefni á Grænlandi hafa mikla þýðingu fyrir íslenska flugrekendur, segir flugstjóri hjá Mýflugi. Hann segir magnað að fljúga um stórbrotið landslag Grænlands, jafnt að vetri sem sumri. 27. janúar 2025 21:54 Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar fagna í dag nýjum alþjóðflugvelli í Nuuk. Opnun vallarins er sögð marka þáttaskil í samgöngum Grænlands við umheiminn og var almenningi boðið til hátíðar með tónleikum og veisluhöldum í dag og flugeldasýningu í kvöld. 28. nóvember 2024 21:42 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira
Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Hinn nýi alþjóðaflugvöllur Grænlendinga í Nuuk hefur lokast mun oftar vegna óveðurs en búist var við. Sláandi tölur hafa verið birtar um fjölda aflýstra flugferða frá áramótum. 12. maí 2025 22:11
Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Flugvöllurinn í Narsarsuaq, sem lengi þjónaði sem helsta tenging milli Grænlands og Íslands, heyrir brátt sögunni til. Íslendingur sem starfar við flugvöllinn býst við að þorpið við völlinn muni að mestu leggjast í eyði. 4. janúar 2025 22:11
Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Verkefni á Grænlandi hafa mikla þýðingu fyrir íslenska flugrekendur, segir flugstjóri hjá Mýflugi. Hann segir magnað að fljúga um stórbrotið landslag Grænlands, jafnt að vetri sem sumri. 27. janúar 2025 21:54
Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar fagna í dag nýjum alþjóðflugvelli í Nuuk. Opnun vallarins er sögð marka þáttaskil í samgöngum Grænlands við umheiminn og var almenningi boðið til hátíðar með tónleikum og veisluhöldum í dag og flugeldasýningu í kvöld. 28. nóvember 2024 21:42