Þjóðhátíð um raunveruleikaþátt Brynjars: „Það er ekkert í boði“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. júní 2025 13:14 Ljóst er að sigurvegari Leitinnar að Club troði ekki upp í Herjólfsdal. Vísir/Viktor Raftónlistartvíeykið ClubDub kemur ekki fram á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum eins og til stóð. Eftir brotthvarf annars meðlimsins hafði hinn uppi háleitar hugmyndir um að finna arftaka hans í raunveruleikaþætti sem fengi að koma með undir nafni sveitarinnar á þjóðhátíð en nú er ljóst að ekkert verði af því. Formaður þjóðhátíðarnefndar segir forsendur samningsins við sveitina brostnar. Brynjar Barkarson, annar helmingur ClubDub, ræddi við fréttastofu á fimmtudaginn um áætlanir sínar um að fara af stað með raunveruleikaþátt þar sem sigurvegarinn yrði arftaki Arons Kristins Jónassonar í sveitinni. Líkt og fjallað hefur verið um undanfarið sagði Aron Kristinn skilið við sveitina eftir að Brynjar hóf að láta til sín taka á nýju sviði. Múslimar blóðsugur sem beri ábyrgð á vistarbandinu Nefnilega á sviði umræðu um hælisleitendamál en hann hefur farið mikinn á ýmsum vettvangi og látið hafa eftir sér að múslimar séu blóðsugur sem bæru meðal annars ábyrgð á vistarbandinu og daðraði við hinar ýmsu samsæriskenningar. Brynjar greindi frá því í samtali við fréttastofu að hann ætlaði ekki að leyfa brotthvarfi Arons Kristins að marka endalok sveitarinnar. Hann segist ætla að framleiða raunveruleikaþátt þar sem umsækjendur keppa um að fylla í skarðið í sveitinni. Takist einum heppnum að heilla hann upp úr skónum fær hann að taka lagið á stærsta sviði landsins. Þegar blaðamaður lagði fyrir hann hvort hann hefði borið þetta allt saman undir Aron Kristinn svaraði Brynjar á þann veg að Aron væri „bara að vinna í sínu.“ Fréttastofa hefur reynt að ná í Aron Kristinn en án árangurs. Ekki í boði að skipta Aroni út Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður þjóðhátíðarnefndar ÍBV, segir forsendur þess að ClubDub komi fram í Herjólfsdal algjörlega brostnar. „Annar aðilinn hætti í hljómsveitinni í byrjun vikunnar. Við settum okkur í samband við þá báða. Forsendurnar fyrir samningnum eru brostnar,“ segir hann. Blaðamaður bar undir hann fyrirætlanir Brynjars um að fylla í skarð Arons Kristins í raunveruleikaþáttum. „Nei, það er ekkert í boði. Forsendurnar eru alveg brostnar þegar Aron segir sig úr þessu. Við ætlum bara að finna einhvern annan í staðinn.“ Þjóðhátíð í Eyjum Tónlist Mest lesið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Sjá meira
Brynjar Barkarson, annar helmingur ClubDub, ræddi við fréttastofu á fimmtudaginn um áætlanir sínar um að fara af stað með raunveruleikaþátt þar sem sigurvegarinn yrði arftaki Arons Kristins Jónassonar í sveitinni. Líkt og fjallað hefur verið um undanfarið sagði Aron Kristinn skilið við sveitina eftir að Brynjar hóf að láta til sín taka á nýju sviði. Múslimar blóðsugur sem beri ábyrgð á vistarbandinu Nefnilega á sviði umræðu um hælisleitendamál en hann hefur farið mikinn á ýmsum vettvangi og látið hafa eftir sér að múslimar séu blóðsugur sem bæru meðal annars ábyrgð á vistarbandinu og daðraði við hinar ýmsu samsæriskenningar. Brynjar greindi frá því í samtali við fréttastofu að hann ætlaði ekki að leyfa brotthvarfi Arons Kristins að marka endalok sveitarinnar. Hann segist ætla að framleiða raunveruleikaþátt þar sem umsækjendur keppa um að fylla í skarðið í sveitinni. Takist einum heppnum að heilla hann upp úr skónum fær hann að taka lagið á stærsta sviði landsins. Þegar blaðamaður lagði fyrir hann hvort hann hefði borið þetta allt saman undir Aron Kristinn svaraði Brynjar á þann veg að Aron væri „bara að vinna í sínu.“ Fréttastofa hefur reynt að ná í Aron Kristinn en án árangurs. Ekki í boði að skipta Aroni út Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður þjóðhátíðarnefndar ÍBV, segir forsendur þess að ClubDub komi fram í Herjólfsdal algjörlega brostnar. „Annar aðilinn hætti í hljómsveitinni í byrjun vikunnar. Við settum okkur í samband við þá báða. Forsendurnar fyrir samningnum eru brostnar,“ segir hann. Blaðamaður bar undir hann fyrirætlanir Brynjars um að fylla í skarð Arons Kristins í raunveruleikaþáttum. „Nei, það er ekkert í boði. Forsendurnar eru alveg brostnar þegar Aron segir sig úr þessu. Við ætlum bara að finna einhvern annan í staðinn.“
Þjóðhátíð í Eyjum Tónlist Mest lesið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“