Anníe Mist kynnir bók sem tók fjögur ár að skrifa: Bæði stressuð og spennt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2025 09:30 Anníe Mist Þórisdóttir með nýju bókina sína sem verður örugglega vinsæl meðal fólks í CrossFit heiminum enda sannkölluð goðsögn hér á ferðinni. @anniethorisdottir Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir gerir upp feril sinn í nýrri ævisögu sem kemur út í byrjun næsta árs. Anníe kynnti bókin á samfélagsmiðlum sínum en þar kemur fram að það tók fjögur ár að skrifa hana. Anníe vann að verkefninu með rithöfundinum Christine Bald. Nú er hægt að kaupa bókina í forsölu en hún kemur þó ekki út fyrr en eftir átta mánuði eða 17. febrúar 2026. Anníe sagði aðeins frá bókinni og birti myndir af sér með bókarkápuna. „Hún er tilbúin. Bókin mín: Iceland Annie: The Evolution of a CrossFit Legend,“ skrifaði Anníe en bókin er á ensku. „Ég er ekki að draga úr neinu þegar ég segi að ég sé bæði stressuð og spennt fyrir þessu,“ skrifaði Anníe. „Bókin hefur verið fjögur ár í vinnslu í samstarfi með Christine. Hún skrifar um CrossFit feril minn eins og hann kemur fyrir með öllum sínum mannlegu flækjum,“ skrifaði Anníe. „Þegar ég byrjaði á þessu verkefni þá vissi ég alltaf að þetta myndi taka tíma. Ég áttaði mig þó ekki á því hversu berskjölduð ég varð við það að opna mig algjörlega og segja allt sem ég þurfti að segja. Ég vil þakka Christine fyrir að gera þessa bók að öllu því sem ég óskaði mér,“ skrifaði Anníe. „Þetta er minningabók um heilsurækt og keppnisferil en þetta er líka saga um trúverðugleika, að þora að gera hlutina og það mikla hugrekki sem þarf til að þora að verða sú sem þér var ætlað að verða. Fyrst og fremst er saga mín þroskasaga og saga um það hvernig við hegðum okkur þegar lífið sendir okkur í erfiðustu prófin,“ skrifaði Anníe. „Þetta er líka bók um völdin sem við vinnum okkur inn með því að takast á við þær áskoranir sem hræða okkur mest. Ég vona að þessi bók tali til ykkar og veiti ykkur innblástur til að trúa á ykkur sjálf. Ef ég get þetta þá getið þið það líka,“ skrifaði Anníe. View this post on Instagram A post shared by Christine Bald (@christinedca) CrossFit Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira
Anníe kynnti bókin á samfélagsmiðlum sínum en þar kemur fram að það tók fjögur ár að skrifa hana. Anníe vann að verkefninu með rithöfundinum Christine Bald. Nú er hægt að kaupa bókina í forsölu en hún kemur þó ekki út fyrr en eftir átta mánuði eða 17. febrúar 2026. Anníe sagði aðeins frá bókinni og birti myndir af sér með bókarkápuna. „Hún er tilbúin. Bókin mín: Iceland Annie: The Evolution of a CrossFit Legend,“ skrifaði Anníe en bókin er á ensku. „Ég er ekki að draga úr neinu þegar ég segi að ég sé bæði stressuð og spennt fyrir þessu,“ skrifaði Anníe. „Bókin hefur verið fjögur ár í vinnslu í samstarfi með Christine. Hún skrifar um CrossFit feril minn eins og hann kemur fyrir með öllum sínum mannlegu flækjum,“ skrifaði Anníe. „Þegar ég byrjaði á þessu verkefni þá vissi ég alltaf að þetta myndi taka tíma. Ég áttaði mig þó ekki á því hversu berskjölduð ég varð við það að opna mig algjörlega og segja allt sem ég þurfti að segja. Ég vil þakka Christine fyrir að gera þessa bók að öllu því sem ég óskaði mér,“ skrifaði Anníe. „Þetta er minningabók um heilsurækt og keppnisferil en þetta er líka saga um trúverðugleika, að þora að gera hlutina og það mikla hugrekki sem þarf til að þora að verða sú sem þér var ætlað að verða. Fyrst og fremst er saga mín þroskasaga og saga um það hvernig við hegðum okkur þegar lífið sendir okkur í erfiðustu prófin,“ skrifaði Anníe. „Þetta er líka bók um völdin sem við vinnum okkur inn með því að takast á við þær áskoranir sem hræða okkur mest. Ég vona að þessi bók tali til ykkar og veiti ykkur innblástur til að trúa á ykkur sjálf. Ef ég get þetta þá getið þið það líka,“ skrifaði Anníe. View this post on Instagram A post shared by Christine Bald (@christinedca)
CrossFit Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira