Ein á móti rýmkuðu sorgarleyfi Árni Sæberg skrifar 6. júní 2025 16:57 Sigríður steig í pontu og gerði grein fyrir atkvæði sínu gegn frumvarpinu. Vísir/Anton Brink Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins, greiddi ein atkvæði gegn frumvarpi um sorgarleyfi foreldra sem missa maka sína. Fyrir atkvæðagreiðslu sagði hún ekkert hafa komið fram sem benti til þess að rýmka þyrfti lög um sorgarleyfi með þeim hætti og að það myndi kosta hálfan milljarð króna á ári. Því gæti hún ekki greitt atkvæði með frumvarpinu. Alþingi samþykkti nú síðdegis frumvarp Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, um breytingar á lögum um sorgarleyfi. Lögin fela í sér aukinn rétt foreldra til sorgarleyfis og styrkja enn frekar stöðu barna og barnafjölskyldna sem verða fyrir áföllum. Foreldrar geti verið til staðar fyrir börn sín Í fréttatilkynningu frá félags- og húsnæðismálaráðuneytinu segir að sorgarleyfi sé lagalegur réttur foreldra til að fá leyfi frá störfum í kjölfar barnsmissis í sex mánuði og greiðslur til að koma til móts við tekjutap á meðan. Með nýju lögunum nái sorgarleyfi einnig til foreldra sem missa maka og eiga börn yngri en 18 ára. Foreldrar sem ekki eru í vinnu eða í minna en 25 prósenta starfi geti átt rétt á sorgarstyrk. „Gríðarlegt álag fylgir því að missa maka og vera á sama tíma til staðar fyrir syrgjandi barn. Ákall hafði verið um að við stæðum með foreldrum í þessari stöðu – og það höfum við nú gert. Með nýju lögunum veitum við fólki svigrúm til að syrgja og tíma til að vera til staðar fyrir börnin sín á erfiðustu stundum lífsins.Sorgarleyfið veitir fólki rými til að ná einfaldlega andanum, finna fótfestu í nýjum veruleika og safna hugrekki til að lifa áfram með sorginni. Þetta eru þannig manneskjuleg lög sem skipta miklu máli,“ er haft eftir Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra. Víðtæk samstaða í umsögnum Þá segir að víðtæk samstaða hafi verið um lagabreytingarnar í umsögnum um frumvarpið. Þau hafi til að mynda verið talin mikil réttarbót og mikilvægt skref í átt að betri félagslegum stuðningi fyrir þá sem missa nákomna. Sorgarmiðstöðin hafi í umsögn sinni bent á að breytingarnar veittu nauðsynlegt svigrúm til að styðja við sorgarúrvinnslu barna. „Slíkt svigrúm er forsenda þess að fjölskyldur geti leitað viðeigandi úrræða sem stuðla að farsælli endurkomu foreldra á vinnumarkað og aðstoða börn við að taka aftur virkan þátt í daglegu lífi og samfélagi eftir áföll.“ Loks segir að til viðbótar feli lögin í sér að: Foreldri á nú sjálfstæðan rétt til sorgarleyfis eða sorgarstyrks í allt að þrjá mánuði frá þeim degi sem fósturlát eftir 18 vikna meðgöngu á sér stað. Áður var tímabilið tveir mánuðir. Foreldri sem verið hefur í samfelldu starfi á nú sjálfstæðan rétt á sorgarleyfi eða sorgarstyrk í allt að sex mánuði frá þeim degi sem andvanafæðing á sér stað eftir 22 vikna meðgöngu. Áður var tímabilið þrír mánuðir. Víðtæk samstaða í þinginu, fyrir utan Sigríði Líkt og í umsagnarferlinu var víðtæk samstaða meðal alþingismanna um frumvarpið 52 greiddu atkvæði með frumvarpinu, einn gegn frumvarpinu, þrír sátu hjá og sjö voru fjarverandi. Eini þingmaðurinn sem sagði nei var Sigríður Á. Andersen Miðflokki og þeir þrír sem sátu hjá tilheyra einnig þingflokki Miðflokksins. Það voru þeir Bergþór Ólason, Karl Gauti Hjaltason og Snorri Másson. Sigríður gerði grein fyrir atkvæði sínu fyrir atkvæðagreiðslu. Hún sagði að ákvæði um sorgarleyfi hefðu verið sett í lög á síðasta kjörtímabili og síðan þá hefði ekki komið upp neitt það tilefni sem kallaði á að ríkissjóður yki umfang sitt með „þvílíkum“ hætti, sem frumvarpið fæli í sér. „Þá kom líka fram í meðferð háttvirtrar velferðarnefndar að það væru engar rannsóknir eða annað sem lægju til grundvallar því að þetta frumvarp þjónaði tilgangi sínum. Frumvarp þetta felur í sér verulega aukningu ríkisútgjalda, um hátt í hálfan milljarð á ári. Í því ljósi, og þess sem ég nefndi hér á undan, þá get ég ekki greitt þessu frumvarpi atkvæði mitt.“ Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Félagsmál Börn og uppeldi Miðflokkurinn Tengdar fréttir Ríkisstjórnin sýndi á spilin Á blaðamannafundi í forsætisráðuneytinu í dag kynntu formenn stjórnarflokkanna fyrstu verk ríkisstjórnarinnar og sögðu frá þingmálaskrá fyrir vorþingið. 3. febrúar 2025 18:01 Leggja fram frumvarp um sorgarleyfi eftir andlát maka Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um sorgarleyfi. Í frumvarpinu felst að einstaklingar sem misst hafa maka og eru foreldrar barna yngri en 18 ára fái heimild til að taka allt að sex mánaða leyfi frá störfum og greiðslur frá Vinnumálastofnun á meðan. 3. nóvember 2022 11:40 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Innlent Fleiri fréttir Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Sjá meira
Alþingi samþykkti nú síðdegis frumvarp Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, um breytingar á lögum um sorgarleyfi. Lögin fela í sér aukinn rétt foreldra til sorgarleyfis og styrkja enn frekar stöðu barna og barnafjölskyldna sem verða fyrir áföllum. Foreldrar geti verið til staðar fyrir börn sín Í fréttatilkynningu frá félags- og húsnæðismálaráðuneytinu segir að sorgarleyfi sé lagalegur réttur foreldra til að fá leyfi frá störfum í kjölfar barnsmissis í sex mánuði og greiðslur til að koma til móts við tekjutap á meðan. Með nýju lögunum nái sorgarleyfi einnig til foreldra sem missa maka og eiga börn yngri en 18 ára. Foreldrar sem ekki eru í vinnu eða í minna en 25 prósenta starfi geti átt rétt á sorgarstyrk. „Gríðarlegt álag fylgir því að missa maka og vera á sama tíma til staðar fyrir syrgjandi barn. Ákall hafði verið um að við stæðum með foreldrum í þessari stöðu – og það höfum við nú gert. Með nýju lögunum veitum við fólki svigrúm til að syrgja og tíma til að vera til staðar fyrir börnin sín á erfiðustu stundum lífsins.Sorgarleyfið veitir fólki rými til að ná einfaldlega andanum, finna fótfestu í nýjum veruleika og safna hugrekki til að lifa áfram með sorginni. Þetta eru þannig manneskjuleg lög sem skipta miklu máli,“ er haft eftir Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra. Víðtæk samstaða í umsögnum Þá segir að víðtæk samstaða hafi verið um lagabreytingarnar í umsögnum um frumvarpið. Þau hafi til að mynda verið talin mikil réttarbót og mikilvægt skref í átt að betri félagslegum stuðningi fyrir þá sem missa nákomna. Sorgarmiðstöðin hafi í umsögn sinni bent á að breytingarnar veittu nauðsynlegt svigrúm til að styðja við sorgarúrvinnslu barna. „Slíkt svigrúm er forsenda þess að fjölskyldur geti leitað viðeigandi úrræða sem stuðla að farsælli endurkomu foreldra á vinnumarkað og aðstoða börn við að taka aftur virkan þátt í daglegu lífi og samfélagi eftir áföll.“ Loks segir að til viðbótar feli lögin í sér að: Foreldri á nú sjálfstæðan rétt til sorgarleyfis eða sorgarstyrks í allt að þrjá mánuði frá þeim degi sem fósturlát eftir 18 vikna meðgöngu á sér stað. Áður var tímabilið tveir mánuðir. Foreldri sem verið hefur í samfelldu starfi á nú sjálfstæðan rétt á sorgarleyfi eða sorgarstyrk í allt að sex mánuði frá þeim degi sem andvanafæðing á sér stað eftir 22 vikna meðgöngu. Áður var tímabilið þrír mánuðir. Víðtæk samstaða í þinginu, fyrir utan Sigríði Líkt og í umsagnarferlinu var víðtæk samstaða meðal alþingismanna um frumvarpið 52 greiddu atkvæði með frumvarpinu, einn gegn frumvarpinu, þrír sátu hjá og sjö voru fjarverandi. Eini þingmaðurinn sem sagði nei var Sigríður Á. Andersen Miðflokki og þeir þrír sem sátu hjá tilheyra einnig þingflokki Miðflokksins. Það voru þeir Bergþór Ólason, Karl Gauti Hjaltason og Snorri Másson. Sigríður gerði grein fyrir atkvæði sínu fyrir atkvæðagreiðslu. Hún sagði að ákvæði um sorgarleyfi hefðu verið sett í lög á síðasta kjörtímabili og síðan þá hefði ekki komið upp neitt það tilefni sem kallaði á að ríkissjóður yki umfang sitt með „þvílíkum“ hætti, sem frumvarpið fæli í sér. „Þá kom líka fram í meðferð háttvirtrar velferðarnefndar að það væru engar rannsóknir eða annað sem lægju til grundvallar því að þetta frumvarp þjónaði tilgangi sínum. Frumvarp þetta felur í sér verulega aukningu ríkisútgjalda, um hátt í hálfan milljarð á ári. Í því ljósi, og þess sem ég nefndi hér á undan, þá get ég ekki greitt þessu frumvarpi atkvæði mitt.“
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Félagsmál Börn og uppeldi Miðflokkurinn Tengdar fréttir Ríkisstjórnin sýndi á spilin Á blaðamannafundi í forsætisráðuneytinu í dag kynntu formenn stjórnarflokkanna fyrstu verk ríkisstjórnarinnar og sögðu frá þingmálaskrá fyrir vorþingið. 3. febrúar 2025 18:01 Leggja fram frumvarp um sorgarleyfi eftir andlát maka Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um sorgarleyfi. Í frumvarpinu felst að einstaklingar sem misst hafa maka og eru foreldrar barna yngri en 18 ára fái heimild til að taka allt að sex mánaða leyfi frá störfum og greiðslur frá Vinnumálastofnun á meðan. 3. nóvember 2022 11:40 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Innlent Fleiri fréttir Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Sjá meira
Ríkisstjórnin sýndi á spilin Á blaðamannafundi í forsætisráðuneytinu í dag kynntu formenn stjórnarflokkanna fyrstu verk ríkisstjórnarinnar og sögðu frá þingmálaskrá fyrir vorþingið. 3. febrúar 2025 18:01
Leggja fram frumvarp um sorgarleyfi eftir andlát maka Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um sorgarleyfi. Í frumvarpinu felst að einstaklingar sem misst hafa maka og eru foreldrar barna yngri en 18 ára fái heimild til að taka allt að sex mánaða leyfi frá störfum og greiðslur frá Vinnumálastofnun á meðan. 3. nóvember 2022 11:40