Snýr aftur til Íslands betri en nokkru sinni áður Aron Guðmundsson skrifar 7. júní 2025 08:01 Danielle Rodriguez er mætt aftur heim í íslenska boltann Vísir/Bjarni Ríkjandi bikarmeistarar kvenna í körfubolta, Njarðvík, ætla sér stóra hluti á næsta tímabili. Liðið hefur nælt í íslensku landsliðskonuna Danielle úr atvinnumennsku og eftir að hafa verið með betri leikmönnum efstu deildar á árum áður segist hún snúa aftur heim til Íslands sem mun betri leikmaður. Danielle spilaði með liði Elfic Fribourg í Sviss á síðasta tímabili þar sem að hún spilaði stúra rullu varð bikarmeistari, spilaði í Evrópubikarnum og varð nærri því að landa svissenska meistaratitlinum. Það komu margir áhugaverðir kostir inn á hennar borð eftir það tímabil. „Það var möguleiki fyrir mig að halda áfram með liðinu mínu úti í Sviss, þá voru aðrir kostir á borðinu með liðum sem spila í Eurocup og eitt lið í Euroleague hafði samband. Þessir kostir gengu ekki upp. Ég trúi því að það hafi gerst svo að eitthvað frábært geti átt sér stað hér með Njarðvík.“ Buðust margir frábærir kostir Í Sviss fékk Danielle að upplifa lífið sem atvinnumaður í körfubolta og það átti vel við hana. „Þetta var fagmannlegt umhverfi. Þarna var ég bara sem leikmaður í fullu starfi, ekki að þjálfa með fram því hlutverki og allir þjálfararnir þínir voru í fullu starfi við að vera þjálfarar. Nokkrar æfingar á dag og ég fékk því að upplifa mig sem atvinnu körfuboltakonu í fullu starfi. Frábær reynsla fyrir mig.“ Danielle í leik með Fribourg á síðasta tímabili Þá skyldi engan undra að mörg lið hér heima hafi sett sig í samband við Danielle sem hefur nær slitlaust frá árinu 2016 verið með bestu leikmönnum efstu deildar. „Mér buðust margir frábærir kostir hér á Íslandi. En það spilaði inn í ákvörðun mína að ég bý í Njarðvík nánast í sömu götu og liðið æfir og spilar sína heimaleiki, hér ríkir mikill metnaður og liðinu gekk vel á síðasta tímabili og ég var mjög hrifinn af því hverju Einar þjálfari náði út úr þessu liði. Margir hlutir sem gerðu þetta að góðum kosti.“ Ætlar sér Íslandsmeistaratitil eða tvo Njarðvík varð bikarmeistari á síðasta tímabili en laut í lægra haldi í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í oddaleik í úrslitaeinvíginu gegn Haukum. Búið er að endursemja við sterka leikmenn fyrir komandi baráttu og það að fá Danielle inn eru sterk skilaboð um að sækja eigi þann stóra, titil sem Danielle á enn eftir að vinna á sínum ferli. „Það spilar stóran þátt. Á síðasta tímabili vann ég minn fyrsta bikar sem atvinnumaður, bikarmeistaratitilinn í Sviss. Komandi aftur til Íslands vil ég auðvitað ná í Íslandsmeistaratitil eða Íslandsmeistaratitla. Eins marga og ég get náð í áður en skórnir fara á hilluna.“ Snýr aftur heim til Íslands Góðar fréttir fyrir íslenskan körfubolta að Danielle sé komin aftur heim en því fylgja einnig slæmar fréttir fyrir andstæðinga Njarðvíkur. Ertu að snúa aftur hingað heim sem betri leikmaður? „Klárlega. Ég myndi klárlega segja að ég sé að snúa aftur hingað til lands sem mun betri leikmaður.“ Danielle Rodriguez í landsleik með íslenska landsliðinuVísir/Anton Brink Danielle fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2023 og spilaði sína fyrstu A-landsleiki fyrir Íslands hönd í fyrra. Þrátt fyrir að hún sé fædd í Kaliforníu í Bandaríkjunum lítur hún á Ísland sem sitt heimaland. „Ég er alltaf að snúa aftur heim þegar að ég kem til Íslands. Þegar að ég segi við einhvern að ég ætli mér að fara heima, þá veit það fólk að ég á við Ísland.“ Bónus-deild kvenna UMF Njarðvík Körfubolti Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Enski boltinn Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Valur - Grindavík | Toppslagur á Hlíðarenda Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Sjá meira
Danielle spilaði með liði Elfic Fribourg í Sviss á síðasta tímabili þar sem að hún spilaði stúra rullu varð bikarmeistari, spilaði í Evrópubikarnum og varð nærri því að landa svissenska meistaratitlinum. Það komu margir áhugaverðir kostir inn á hennar borð eftir það tímabil. „Það var möguleiki fyrir mig að halda áfram með liðinu mínu úti í Sviss, þá voru aðrir kostir á borðinu með liðum sem spila í Eurocup og eitt lið í Euroleague hafði samband. Þessir kostir gengu ekki upp. Ég trúi því að það hafi gerst svo að eitthvað frábært geti átt sér stað hér með Njarðvík.“ Buðust margir frábærir kostir Í Sviss fékk Danielle að upplifa lífið sem atvinnumaður í körfubolta og það átti vel við hana. „Þetta var fagmannlegt umhverfi. Þarna var ég bara sem leikmaður í fullu starfi, ekki að þjálfa með fram því hlutverki og allir þjálfararnir þínir voru í fullu starfi við að vera þjálfarar. Nokkrar æfingar á dag og ég fékk því að upplifa mig sem atvinnu körfuboltakonu í fullu starfi. Frábær reynsla fyrir mig.“ Danielle í leik með Fribourg á síðasta tímabili Þá skyldi engan undra að mörg lið hér heima hafi sett sig í samband við Danielle sem hefur nær slitlaust frá árinu 2016 verið með bestu leikmönnum efstu deildar. „Mér buðust margir frábærir kostir hér á Íslandi. En það spilaði inn í ákvörðun mína að ég bý í Njarðvík nánast í sömu götu og liðið æfir og spilar sína heimaleiki, hér ríkir mikill metnaður og liðinu gekk vel á síðasta tímabili og ég var mjög hrifinn af því hverju Einar þjálfari náði út úr þessu liði. Margir hlutir sem gerðu þetta að góðum kosti.“ Ætlar sér Íslandsmeistaratitil eða tvo Njarðvík varð bikarmeistari á síðasta tímabili en laut í lægra haldi í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í oddaleik í úrslitaeinvíginu gegn Haukum. Búið er að endursemja við sterka leikmenn fyrir komandi baráttu og það að fá Danielle inn eru sterk skilaboð um að sækja eigi þann stóra, titil sem Danielle á enn eftir að vinna á sínum ferli. „Það spilar stóran þátt. Á síðasta tímabili vann ég minn fyrsta bikar sem atvinnumaður, bikarmeistaratitilinn í Sviss. Komandi aftur til Íslands vil ég auðvitað ná í Íslandsmeistaratitil eða Íslandsmeistaratitla. Eins marga og ég get náð í áður en skórnir fara á hilluna.“ Snýr aftur heim til Íslands Góðar fréttir fyrir íslenskan körfubolta að Danielle sé komin aftur heim en því fylgja einnig slæmar fréttir fyrir andstæðinga Njarðvíkur. Ertu að snúa aftur hingað heim sem betri leikmaður? „Klárlega. Ég myndi klárlega segja að ég sé að snúa aftur hingað til lands sem mun betri leikmaður.“ Danielle Rodriguez í landsleik með íslenska landsliðinuVísir/Anton Brink Danielle fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2023 og spilaði sína fyrstu A-landsleiki fyrir Íslands hönd í fyrra. Þrátt fyrir að hún sé fædd í Kaliforníu í Bandaríkjunum lítur hún á Ísland sem sitt heimaland. „Ég er alltaf að snúa aftur heim þegar að ég kem til Íslands. Þegar að ég segi við einhvern að ég ætli mér að fara heima, þá veit það fólk að ég á við Ísland.“
Bónus-deild kvenna UMF Njarðvík Körfubolti Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Enski boltinn Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Valur - Grindavík | Toppslagur á Hlíðarenda Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Sjá meira