Snýr aftur til Íslands betri en nokkru sinni áður Aron Guðmundsson skrifar 7. júní 2025 08:01 Danielle Rodriguez er mætt aftur heim í íslenska boltann Vísir/Bjarni Ríkjandi bikarmeistarar kvenna í körfubolta, Njarðvík, ætla sér stóra hluti á næsta tímabili. Liðið hefur nælt í íslensku landsliðskonuna Danielle úr atvinnumennsku og eftir að hafa verið með betri leikmönnum efstu deildar á árum áður segist hún snúa aftur heim til Íslands sem mun betri leikmaður. Danielle spilaði með liði Elfic Fribourg í Sviss á síðasta tímabili þar sem að hún spilaði stúra rullu varð bikarmeistari, spilaði í Evrópubikarnum og varð nærri því að landa svissenska meistaratitlinum. Það komu margir áhugaverðir kostir inn á hennar borð eftir það tímabil. „Það var möguleiki fyrir mig að halda áfram með liðinu mínu úti í Sviss, þá voru aðrir kostir á borðinu með liðum sem spila í Eurocup og eitt lið í Euroleague hafði samband. Þessir kostir gengu ekki upp. Ég trúi því að það hafi gerst svo að eitthvað frábært geti átt sér stað hér með Njarðvík.“ Buðust margir frábærir kostir Í Sviss fékk Danielle að upplifa lífið sem atvinnumaður í körfubolta og það átti vel við hana. „Þetta var fagmannlegt umhverfi. Þarna var ég bara sem leikmaður í fullu starfi, ekki að þjálfa með fram því hlutverki og allir þjálfararnir þínir voru í fullu starfi við að vera þjálfarar. Nokkrar æfingar á dag og ég fékk því að upplifa mig sem atvinnu körfuboltakonu í fullu starfi. Frábær reynsla fyrir mig.“ Danielle í leik með Fribourg á síðasta tímabili Þá skyldi engan undra að mörg lið hér heima hafi sett sig í samband við Danielle sem hefur nær slitlaust frá árinu 2016 verið með bestu leikmönnum efstu deildar. „Mér buðust margir frábærir kostir hér á Íslandi. En það spilaði inn í ákvörðun mína að ég bý í Njarðvík nánast í sömu götu og liðið æfir og spilar sína heimaleiki, hér ríkir mikill metnaður og liðinu gekk vel á síðasta tímabili og ég var mjög hrifinn af því hverju Einar þjálfari náði út úr þessu liði. Margir hlutir sem gerðu þetta að góðum kosti.“ Ætlar sér Íslandsmeistaratitil eða tvo Njarðvík varð bikarmeistari á síðasta tímabili en laut í lægra haldi í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í oddaleik í úrslitaeinvíginu gegn Haukum. Búið er að endursemja við sterka leikmenn fyrir komandi baráttu og það að fá Danielle inn eru sterk skilaboð um að sækja eigi þann stóra, titil sem Danielle á enn eftir að vinna á sínum ferli. „Það spilar stóran þátt. Á síðasta tímabili vann ég minn fyrsta bikar sem atvinnumaður, bikarmeistaratitilinn í Sviss. Komandi aftur til Íslands vil ég auðvitað ná í Íslandsmeistaratitil eða Íslandsmeistaratitla. Eins marga og ég get náð í áður en skórnir fara á hilluna.“ Snýr aftur heim til Íslands Góðar fréttir fyrir íslenskan körfubolta að Danielle sé komin aftur heim en því fylgja einnig slæmar fréttir fyrir andstæðinga Njarðvíkur. Ertu að snúa aftur hingað heim sem betri leikmaður? „Klárlega. Ég myndi klárlega segja að ég sé að snúa aftur hingað til lands sem mun betri leikmaður.“ Danielle Rodriguez í landsleik með íslenska landsliðinuVísir/Anton Brink Danielle fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2023 og spilaði sína fyrstu A-landsleiki fyrir Íslands hönd í fyrra. Þrátt fyrir að hún sé fædd í Kaliforníu í Bandaríkjunum lítur hún á Ísland sem sitt heimaland. „Ég er alltaf að snúa aftur heim þegar að ég kem til Íslands. Þegar að ég segi við einhvern að ég ætli mér að fara heima, þá veit það fólk að ég á við Ísland.“ Bónus-deild kvenna UMF Njarðvík Körfubolti Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Þjálfari Króata ósáttur við blaðamann Vísis Fótbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Styrkir til VÍK Sport Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Supercross Atlanta úrslit. Sport Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Sjá meira
Danielle spilaði með liði Elfic Fribourg í Sviss á síðasta tímabili þar sem að hún spilaði stúra rullu varð bikarmeistari, spilaði í Evrópubikarnum og varð nærri því að landa svissenska meistaratitlinum. Það komu margir áhugaverðir kostir inn á hennar borð eftir það tímabil. „Það var möguleiki fyrir mig að halda áfram með liðinu mínu úti í Sviss, þá voru aðrir kostir á borðinu með liðum sem spila í Eurocup og eitt lið í Euroleague hafði samband. Þessir kostir gengu ekki upp. Ég trúi því að það hafi gerst svo að eitthvað frábært geti átt sér stað hér með Njarðvík.“ Buðust margir frábærir kostir Í Sviss fékk Danielle að upplifa lífið sem atvinnumaður í körfubolta og það átti vel við hana. „Þetta var fagmannlegt umhverfi. Þarna var ég bara sem leikmaður í fullu starfi, ekki að þjálfa með fram því hlutverki og allir þjálfararnir þínir voru í fullu starfi við að vera þjálfarar. Nokkrar æfingar á dag og ég fékk því að upplifa mig sem atvinnu körfuboltakonu í fullu starfi. Frábær reynsla fyrir mig.“ Danielle í leik með Fribourg á síðasta tímabili Þá skyldi engan undra að mörg lið hér heima hafi sett sig í samband við Danielle sem hefur nær slitlaust frá árinu 2016 verið með bestu leikmönnum efstu deildar. „Mér buðust margir frábærir kostir hér á Íslandi. En það spilaði inn í ákvörðun mína að ég bý í Njarðvík nánast í sömu götu og liðið æfir og spilar sína heimaleiki, hér ríkir mikill metnaður og liðinu gekk vel á síðasta tímabili og ég var mjög hrifinn af því hverju Einar þjálfari náði út úr þessu liði. Margir hlutir sem gerðu þetta að góðum kosti.“ Ætlar sér Íslandsmeistaratitil eða tvo Njarðvík varð bikarmeistari á síðasta tímabili en laut í lægra haldi í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í oddaleik í úrslitaeinvíginu gegn Haukum. Búið er að endursemja við sterka leikmenn fyrir komandi baráttu og það að fá Danielle inn eru sterk skilaboð um að sækja eigi þann stóra, titil sem Danielle á enn eftir að vinna á sínum ferli. „Það spilar stóran þátt. Á síðasta tímabili vann ég minn fyrsta bikar sem atvinnumaður, bikarmeistaratitilinn í Sviss. Komandi aftur til Íslands vil ég auðvitað ná í Íslandsmeistaratitil eða Íslandsmeistaratitla. Eins marga og ég get náð í áður en skórnir fara á hilluna.“ Snýr aftur heim til Íslands Góðar fréttir fyrir íslenskan körfubolta að Danielle sé komin aftur heim en því fylgja einnig slæmar fréttir fyrir andstæðinga Njarðvíkur. Ertu að snúa aftur hingað heim sem betri leikmaður? „Klárlega. Ég myndi klárlega segja að ég sé að snúa aftur hingað til lands sem mun betri leikmaður.“ Danielle Rodriguez í landsleik með íslenska landsliðinuVísir/Anton Brink Danielle fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2023 og spilaði sína fyrstu A-landsleiki fyrir Íslands hönd í fyrra. Þrátt fyrir að hún sé fædd í Kaliforníu í Bandaríkjunum lítur hún á Ísland sem sitt heimaland. „Ég er alltaf að snúa aftur heim þegar að ég kem til Íslands. Þegar að ég segi við einhvern að ég ætli mér að fara heima, þá veit það fólk að ég á við Ísland.“
Bónus-deild kvenna UMF Njarðvík Körfubolti Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Þjálfari Króata ósáttur við blaðamann Vísis Fótbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Styrkir til VÍK Sport Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Supercross Atlanta úrslit. Sport Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Sjá meira