Reyna að stilla til friðar með símtali Samúel Karl Ólason skrifar 6. júní 2025 10:48 Donald Trump og Elon Musk. AP/Alex Brandon Aðstoðarmenn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa skipulagt símtal milli hans og Elons Musk, auðugasta manns heims, eftir opinberar deilur þeirra í gær. Vonast er til þess að þeir geti grafið öxina en ráðgjafar Trumps hafa beðið hann um að fara mjúkum höndum um auðjöfurinn. Þetta hefur Politico eftir heimildarmönnum sínum en í samtali við miðilinn í gærkvöldi sagði Trump að allt væri í himnalagi. Það sagði hann þegar hann var spurður um deiluna við Musk. Á meðan Musk fór hörðum orðum um umfangsmikið frumvarp sem er Trump mjög mikilvægt. Musk er verulega ósáttur við að frumvarpið er talið bæta verulega á skuldir bandaríska ríkisins á næstu árum en með frumvarpinu vill Trump ná fram mörgum af áherslumálum sínum. Ekki hefur verið einhugur um frumvarpið innan Repúblikanaflokksins og var það samþykkt með miklum naumindum í fulltrúadeildinni, með eins atkvæðis mun, eftir að þingmaður Demókrataflokksins lést. Frumvarpið er nú til umfjöllunar í öldungadeildinni. Ráðgjafar Trumps eru sagðir hafa ráðlagt forsetanum að einbeita sér að því að koma greiða leið frumvarpsins í öldungadeildinni í stað þess að deilunnar við Musk. Á sama tíma eru þessir ráðgjafar, samkvæmt heimildum blaðamanna New York York Times úr innstu röðum Trumps, að undirbúa áframhaldandi deilur við Musk. Musk gaf til kynna undir lokin í gærkvöldi að hann hefði áhuga á friði. Hann dró í land með að hætta notkun Dragon-geimfaranna, sem notuð eru til að flytja geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar, og sagði auðjöfurinn Bill Ackman ekki hafa rangt fyrir sér, þegar sá lagði til að Musk og Trump semdu um frið. Geta valdið hvorum öðrum miklum skaða Ekki liggur fyrir hvenær þetta símtal mun eiga sér stað en báðir menn geta valdið hinum töluverðum skaða og á það einnig við Repúblikanaflokkinn eins og hann leggur sinn. Musk varði til að mynda tæplega þrjú hundruð milljónum dala í aðstoð við Trump og Repúblikana í kosningabaráttunni í fyrra og hefur heitið hundrað milljónum til viðbótar. Hann gæti haldið þeim peningum fyrir sig og notað þá til að grafa undan Trump. Auðjöfurinn gæti þar að auki beitt X (áður Twitter) gegn Trump. Þá er Musk mjög áhrifamikill þegar kemur að geimfyrirtækinu SpaceX, sem yfirvöld í Bandaríkjunum reiða sig verulega á þegar kemur að því að senda geimfara og birgðir til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar, svo eitthvað sé nefnt. Gæti endurvakið rannsóknir Trump gæti rift þeim samningum, þó það myndi koma verulega niður á Bandaríkjunum í heild. Samkvæmt New York Times stefndi í fyrra á að fyrirtæki Musks myndu fá þrjá milljarða dala vegna um hundrað samninga við sautján opinberar stofnanir. Trump gæti þar að auki hætt að standa í vegi rannsókna sem hófust gegn fyrirtækjum Musks og Musk sjálfum í stjórnartíð Joes Biden. Flestar þessar rannsóknir voru stöðvaðar þegar Trump tók við völdum. Þá gæti Trump látið hefja nýjar rannsóknir á Musk og meinta fíkniefnaneyslu hans, svo eitthvað sé nefnt. Þá hefur Musk öryggisheimild sem hægt væri að svipta hann og myndi það gera honum mjög erfitt að vinna áfram með yfirvöldum í Bandaríkjunum. Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Þetta hefur Politico eftir heimildarmönnum sínum en í samtali við miðilinn í gærkvöldi sagði Trump að allt væri í himnalagi. Það sagði hann þegar hann var spurður um deiluna við Musk. Á meðan Musk fór hörðum orðum um umfangsmikið frumvarp sem er Trump mjög mikilvægt. Musk er verulega ósáttur við að frumvarpið er talið bæta verulega á skuldir bandaríska ríkisins á næstu árum en með frumvarpinu vill Trump ná fram mörgum af áherslumálum sínum. Ekki hefur verið einhugur um frumvarpið innan Repúblikanaflokksins og var það samþykkt með miklum naumindum í fulltrúadeildinni, með eins atkvæðis mun, eftir að þingmaður Demókrataflokksins lést. Frumvarpið er nú til umfjöllunar í öldungadeildinni. Ráðgjafar Trumps eru sagðir hafa ráðlagt forsetanum að einbeita sér að því að koma greiða leið frumvarpsins í öldungadeildinni í stað þess að deilunnar við Musk. Á sama tíma eru þessir ráðgjafar, samkvæmt heimildum blaðamanna New York York Times úr innstu röðum Trumps, að undirbúa áframhaldandi deilur við Musk. Musk gaf til kynna undir lokin í gærkvöldi að hann hefði áhuga á friði. Hann dró í land með að hætta notkun Dragon-geimfaranna, sem notuð eru til að flytja geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar, og sagði auðjöfurinn Bill Ackman ekki hafa rangt fyrir sér, þegar sá lagði til að Musk og Trump semdu um frið. Geta valdið hvorum öðrum miklum skaða Ekki liggur fyrir hvenær þetta símtal mun eiga sér stað en báðir menn geta valdið hinum töluverðum skaða og á það einnig við Repúblikanaflokkinn eins og hann leggur sinn. Musk varði til að mynda tæplega þrjú hundruð milljónum dala í aðstoð við Trump og Repúblikana í kosningabaráttunni í fyrra og hefur heitið hundrað milljónum til viðbótar. Hann gæti haldið þeim peningum fyrir sig og notað þá til að grafa undan Trump. Auðjöfurinn gæti þar að auki beitt X (áður Twitter) gegn Trump. Þá er Musk mjög áhrifamikill þegar kemur að geimfyrirtækinu SpaceX, sem yfirvöld í Bandaríkjunum reiða sig verulega á þegar kemur að því að senda geimfara og birgðir til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar, svo eitthvað sé nefnt. Gæti endurvakið rannsóknir Trump gæti rift þeim samningum, þó það myndi koma verulega niður á Bandaríkjunum í heild. Samkvæmt New York Times stefndi í fyrra á að fyrirtæki Musks myndu fá þrjá milljarða dala vegna um hundrað samninga við sautján opinberar stofnanir. Trump gæti þar að auki hætt að standa í vegi rannsókna sem hófust gegn fyrirtækjum Musks og Musk sjálfum í stjórnartíð Joes Biden. Flestar þessar rannsóknir voru stöðvaðar þegar Trump tók við völdum. Þá gæti Trump látið hefja nýjar rannsóknir á Musk og meinta fíkniefnaneyslu hans, svo eitthvað sé nefnt. Þá hefur Musk öryggisheimild sem hægt væri að svipta hann og myndi það gera honum mjög erfitt að vinna áfram með yfirvöldum í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira