Eldar loguðu í Kænugarði eftir umfangsmiklar árásir Rússa Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. júní 2025 06:48 Ein af mörgum sprengingum næturinnar eftir árásir Rússa í Kænugarði. AP/Evgeniy Maloletka Rússar gerðu umfangsmiklar árásir á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, og víðar um landið í gærkvöldi og í nótt. Borgarstjóri í Kænugarði segir fjóra vera látna eftir dróna- og skotflaugaárásir í höfuðborginni, og tuttugu til viðbótar séu særðir. Þar af liggja sextán á sjúkrahúsi. Þrír hinna látnu voru viðbragðsaðilar sem störfuðu við björgunaraðgerðir að því er haft er eftir Neyðarþjónustu Úkraínu. Árásir næturinnar voru gerðar degi eftir að Pútín Rússlandsforseti hét því í símtali við Trump Bandaríkjaforseta að Rússar myndu hefna fyrir umfangsmikla árás Úkraínumanna gegn hernaðarinnviðum í Rússlandi á sunnudaginn. Ólíkt árás Úkraínumanna, sem beindist gegn herflugvélum rússneska flugherflotans og hefur fengið viðurnefnið köngulóavefur, var árás Rússa meðal annars beint gegn almennum borgurum og borgaralegum innviðum. Eldar hafa logað á nokkrum stöðum í Kænugarði eftir að rússneskir drónar hæfðu íbúðabyggingar, og orðið vart við sprengingar og brak sem hefur fallið úr lofti í nokkrum hverfum. Kyiv Independent greinir frá því að hátt í 2200 heimili í hluta borgarinnar hafi misst rafmagn, og Reuters greinir frá því að skemmdir hafi orðið á almenningssamgöngu-kerfi borgarinnar. Herforingjaráð Úkraínu segir Rússa hafa ráðist á þrettán borgir Úkraínu í nótt. Þeir hafi notast við 407 dróna, sex skotflaugar og 38 stýriflaugar. Úkraínumenn segjast hafa skotið niður marga dróna og eldflaugar. Fréttin hefur verið uppfærð. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fleiri fréttir Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Sjá meira
Þrír hinna látnu voru viðbragðsaðilar sem störfuðu við björgunaraðgerðir að því er haft er eftir Neyðarþjónustu Úkraínu. Árásir næturinnar voru gerðar degi eftir að Pútín Rússlandsforseti hét því í símtali við Trump Bandaríkjaforseta að Rússar myndu hefna fyrir umfangsmikla árás Úkraínumanna gegn hernaðarinnviðum í Rússlandi á sunnudaginn. Ólíkt árás Úkraínumanna, sem beindist gegn herflugvélum rússneska flugherflotans og hefur fengið viðurnefnið köngulóavefur, var árás Rússa meðal annars beint gegn almennum borgurum og borgaralegum innviðum. Eldar hafa logað á nokkrum stöðum í Kænugarði eftir að rússneskir drónar hæfðu íbúðabyggingar, og orðið vart við sprengingar og brak sem hefur fallið úr lofti í nokkrum hverfum. Kyiv Independent greinir frá því að hátt í 2200 heimili í hluta borgarinnar hafi misst rafmagn, og Reuters greinir frá því að skemmdir hafi orðið á almenningssamgöngu-kerfi borgarinnar. Herforingjaráð Úkraínu segir Rússa hafa ráðist á þrettán borgir Úkraínu í nótt. Þeir hafi notast við 407 dróna, sex skotflaugar og 38 stýriflaugar. Úkraínumenn segjast hafa skotið niður marga dróna og eldflaugar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fleiri fréttir Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Sjá meira